1.5.2006 | 12:34
...
Góðan daginn
Þá er maður vaknaður og kátur - eða allavega kátari heldur en í nótt Það er ágætt. Ég er að undirbúa mig undir dag lærdóms, þvotta og þrifa. Ég er búin að setja í eina vél og skila því svo af mér við tækifæri. Eftir því hvenær það hentar. Ætla svo að þvo meira síðar í dag. Og jafnvel skipta á rúminu mínu
Það er best í heimi að sofna í hreinu og vel lyktandi rúmi!!
Svo er ég að hugsa um að færa stofuna mína aftur inn í stofu - úr herberginu og ganginum/eldhúsinu. Það er bara svo ótrúlega þægilegt að hafa stofuborðið hérna við rúmið til að geyma tölvuna á og fleira drasl. En ég vil samt hafa sófann minn fyrir framan sjónvarpið en ekki fyrir framan klósettdyrnar og ætla því að vinna í færa hann þangað svona eftir því sem líður á daginn.
Ég veit ekki alveg af hverju ég blogga svona oft og mikið, það er ekki eins og ég sé eitthvað góður penni - og það hef ég aldrei verið. En það er enginn sem neyðir ykkur til að lesa bullið í mér - hversu vel eða illa sem það er skrifað
Súperdósin mín bíður og snakkið líka. Atómstöðin bíður spennt eftir því að ég opni hana og renni augunum yfir blaðsíðurnar. Ætla ekki að láta kókið mitt hitna!!
Eitt sem ég gleymdi!! Elsta systir mín á afmæli í dag. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað hún er gömul Til hamingju með daginn
Today is my oldest sister's birthday. I don't know how old she is though
Happy birthday
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh, nú langar mig í snakk :/
...ég er líka sammála því að það er best í heimi að sofna í hreinu og vel lyktandi rúmi, yummí!
Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 13:25
Þannig verður mitt í nótt eða á morgun... hlakka ekkert smá til :) Best í geimi :)
Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 13:28
ótrúlegt miða við hvað þú bloggar oft þá er alltaf gaman að lesa bloggin þín! alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa :D
kók og snakk segiru ... ekkert snakk hjá mér fyrr en eftir 31 maí :D en kókið er svo allt annað mál, ekki má svíkja það sko. ein flaska á dag kemur skapinu í dag. eeeða svona næstum ;D
þarf líka að læra og það í íslensku! er alls ekki að nenna því. er samt að fara í prófið á miðvikudaginn en ég nenni bara ekki að læra í dag :p það er nú einu sinni 1 maí :p
mátt svo koma og taka til fyrir mig í leiðinni og þú gerir það hjá þér, allt á öðrum endanum hérna :)
Guðbjörg Þórunn, 1.5.2006 kl. 13:35
Úff draslið hérna er svo mikið að ég er ekki viss um að ég meiki að taka til á fleiri stöðum en bara í húsinu mínu!! Eða kannski meira skókassanum mínum...
Gangi þér vel að læra litlan mín.
Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 13:38
Þóra Jenný......auðvitað ertu góður penni.....hver helduru að myndi nenna að lesa bloggið þitt annars.....nema þú sért bara eins og ég....nógu sæt að sú staðreynd að þú sért drullulélegur penni skiptir engu máli......spurning :)
Lovjú!
Tinna Rós Steinsdóttir, 1.5.2006 kl. 15:04
Tinna, þú ert ekki lélegur penni!! Alls ekki :) Ég hef svo gaman af að lesa það sem þú skrifar enda hljómar bloggið þitt alveg eins og þú!! Og þú ert sætust í heimi :)
Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 15:30
takktakk :)
Guðbjörg Þórunn, 1.5.2006 kl. 23:43
Það er bara svo gaman að fá að fylgjast með öllu sem þú gerir svo að maður sækir þessa síðu 2-3 á dag, tala nú ekki um þegar þú ert komin í svona ritstuð.
Gamall vinur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.