Þreytt en ánægð

Þá eru jólin liðin. Ég er búin að hafa það rosalega gott - búin að sofa alveg út í hið óendanlega en það var akkúrat það sem ég þurfti á að halda. Vinnudagurinn á aðfangadag var hreint út sagt alger viðurstyggð og það var enginn í vinnunni sem gat gert þetta léttara fyrir mig, enginn til að knúsa og enginn til að hlusta á mig væla. Ég var næstum farin að grenja fyrir faman tvo kúnna. Þeir voru sko ekki með jólakurteisina í farteskinu þegar þeir komu að versla! Mikið var ég fegin þegar eg gat farið og lokað búðinni! Blómaval gladdi mig reyndar mjög mikið - ég var ein eftir inni, var að klára að ganga frá uppgjörum krakkanna í þar til gerðar möppur og þá komu síðustu tvær innan úr Blómavali. Þær komu fram og á meðan ég var að klæða mig í úlpuna hvísluðust þær eitthvað á og önnur þeirra hljóp inn í Blómaval og kom aftur skömmu síðar með rosalega fallegar bleikar rósir handa mér! Hjartað mitt gladdist mjög mikið við þessa gjöf. 

Ég kom við í kirkjugarðinum hjá ömmu og afa á leiðinni heim og þá brustu allar varnir - ég sat við leiðið hjá þeim í korter og grét. Ég var orðin rosalega þreytt og búin á því, fékk eitt áfall í tengslum við skólann og það hlaut að koma að því að ég brotnaði niður. Og það gerðist þarna. Betra þá en fyrir framan einhvern segi ég nú bara. Keyrði svo heim og hitti Ástu og Benóný og let þau hafa pakkana sína og fór svo heim til mömmu og pabba.

Ég er rosalega ánægð með minn hluta eftir jólin, södd og ánægð. Þreytan var svo mikil að ég fór að sofa fyrir miðnætti á aðfangadagskvöld. Ég er ótrúlega sátt við mitt og næstum því ánægð með lífið. Ég veit hvað vantar upp á ánægjuna en það er ekkert á leið að breytast neitt í bráð býst ég við. En þannig er nú bara það og ekkert við því að gera.

Öllum jóladegi eyddi ég uppi í rúmi, svaf meiripartinn og horfði á friends með hinu auganu. Núna á ég allar seríurnar og þá er bara að vinna í að kaupa næstu draumaseríu. Ég nefnilega sá The Complete Ally McBeal Series í Elko um daginn og varð alveg veik!!! Langar ekkert smá að kaupa allar seríurnarGetLost En ég ætla að reyna að hemja mig... það er samt miklu ódýrara heldur en að kaupa eina seríu í einu. Ég sé til hvað ég geri.

Annar dagur jóla hefur liðið í næstum því jafn miklu leti. En eins og alltaf þá er hérna árlegt jólaboð hjá öllum systkinunum. Diddís kom með hryðjuverkateymið sitt og Ásta kom með sitt barn og karl. Það er alltaf rosalega gaman og mikið fjör. En það tekur enda eins og annað og núna eftir um hálftíma er ég að fara að passa litla prinsinn minn. Svo er ég líka að fara að passa hann í fyrramálið kl. 7:30! Segið svo að ég sé ekki góð systir og frænka :) Svo tekur vinnan við kl. 16 og þá er eins gott að ég verði ekki eins pirruð og ég var á aðfangadag. Ætla bara að vera á kassa... held ég... nei ég held ég fái það ekki... Oh það kemur í ljós...

En ég bið að heilsa í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kveðja og kvitt

Ólafur fannberg, 27.12.2006 kl. 08:35

2 identicon

vonandi er gaman hjá ykkur dúllurnar ykkar!

ég er hálffegin að vera komin í vinnuna og "slaka á".. við heyrumst svo bara á eftir og vonandi eruð þið enn sofandi

ásta (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 08:44

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Við höfum það mjög gaman  Vöknuðum rétt fyrir 10 hvorugt okkar kann á þetta deilisdrasl þannig að við erum að horfa á ísland í bítið í annað sinn  já eða hlusta...

Þjóðarblómið, 27.12.2006 kl. 11:05

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

komment.

hef ekkert að segja, er þvílíkt flökurt og íllt. ekki alveg það besta á jólunum

blella

Guðbjörg Þórunn, 27.12.2006 kl. 15:04

5 identicon

Ætlaði að skirfa fullt en það datt allt út allt í einu :/

Bjarni (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 16:30

6 Smámynd: Þorgeir Arason

Jólin eru reyndar ekki liðin fyrr en eftir þrettánda - en hvað um það, gleðilega hátíð, Þóra!

Þorgeir Arason, 31.12.2006 kl. 13:56

7 identicon

Jæja.. koma með einhverjar fréttir?

Bjarni (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband