brrr

pooh-eeyore.jpg

Alltaf þegar ég hugsa mjög mikið um hvað ég ætla að skrifa á bloggið mitt þá hljómar færslan mjög þunglyndisleg. En sem betur fer - allavega fyrir ykkur - er ég mjög gleymin og man aldrei hvað ég ætla að skrifa þegar ég er með tölvuna fyrir framan mig.

Ég fór í sturtu áðan með kveikt á kertaljósum og hugurinn vanná fullu - endalausar hugsanir um hluti sem mig langar ekkert til að hugsa um. Þetta eru samt ekkert slæmar hugsanir nema bara fyrir sjálfa mig, hugsanir sem gefa mér sting í hjartað. En ég ætla svo sem ekkert að vera að íþyngja ykkur með því um hvað ég er svona mikið að hugsa...

Ég fór í starfmannapartý hjá Húsasmiðjunni í kvöld eftir vinnu og já... það var heldur undarlegt. Framan af þekkti ég tvo af litlu gaurunum og sat hjá þeim í smástund og færði mig svo til einnar sem er að vinna með mér á kassa. Mér líður ekki vel í kringum mikið af fólki sem ég þekki ekki neitt. Marga hef ég ekki einu sinni séð áður. Finnst það mjög óþægileg staða. En það var nú samt ekki ástæðan fyrir því að ég yfirgaf partýið snemma. Ó nei! Mér hefur aldrei í lífinu verið svona kalt!!!! Og það er ekki grín. Var að reyna að vera smá skutla en það dó eftir samt alveg klukkutíma, þá gafst ég upp og náði í úlpuna mína út í bíl. Ég var orðin alvarlega blá á vörunum, puttarnir mínir voru orðnir hvítir og farnir að dofna upp!! Ég borðaði matinn og fór svo... Óákveðinn

Ég tek hjartatöflur sem eiga að vera fyrirbyggjandi fyrir mígrenið mitt. Mígreni getur meðal annars orsakast af samdrætti æðanna í höfðinu og töflurnar virka þannig að þær halda æðunum opnum. Ég er með smá kenningu. Nú hef ég alltaf roðnað frekar mikið en ég held að ég sé farin að roðna meira núna. Kenningin hljómar sem sagt svona: Æðarnar í líkamanum mínum eru allar víðari heldur en þær hafa verið sem auðveldar blóðflæði til allra líkamshluta og þar á meðal til andlitsins sem orsakar það að ég roðna og lít iðulega út eins og karfi. En þessar víðu æðar orsaka það að ég er ekki eins hand- og fótköld og ég hef verið Brosandi

Ætla að hætta núna.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er eitthvað sem ég get gert til að létta undir, hef mjög gott eyra fyrir þá sem mér þykir vænt um skaltu ekki hika við að senda mér tölvupóst eða jafnvel hringja í mig, (er í símaskránni, gsm númer!, er að vinna núna)

En hljómar eins og rómantískt kvöld og sturta hjá þér, kertaljós og fínerí, vantar bara rauðvínið og 1-2 osta.

Gamall vinur (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 00:33

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Rómantískt kvöld... alein heima að drekkja sorgum og hugsunum í sturtu... veit það ekki alveg...

Drekk ekki rauðvín og borða ekki osta :)

Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 00:37

3 identicon

Taldi mig reyndar vita þetta með bæði rauðvínið og ostana en fannst það bara verða að koma.

Ég vona að sorgirnar séu ekki margar eða miklar að íþyngja þér, þú ert of góð stúlka til að láta slíkt fara illa með þig.

Þú þarft ekkert frekar en þú viljir það að hafa samband, skil það ósköp vel ef þú vilt það ekki. Fínt að hafa þennan buffer sem internetið er. Þú fylgist með mér úr fjarska og ég þér. :*

gamall vinur (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 00:41

4 identicon

"Æðarnar í líkamanum mínum eru allar víðari heldur en þær hafa verið sem auðveldar blóðflæði til allra líkamshluta og þar á meðal til andlitsins sem orsakar það að ég roðna og lít iðulega út eins og karfi." - hahahaha!

Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 00:41

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jahá það er ekkert annað :)

veit ekki tilhvers ég er að kommenta :p hef ekkert að segja. datt í hug að vilja prufa smakka karfa og rauðvín saman eftir að hafa lesið þetta. held samt að það sé mjög vont svo ég sleppi því bara.

blella gella :)

Guðbjörg Þórunn, 1.5.2006 kl. 00:52

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Já ég held það sé ekkert gott... karfi er samt góður... borða hann :)

Bjarni: það er ljótt að hlæja...

Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 00:54

7 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

mér finnst hann ekki góður :p borða bara ýsu :p

Guðbjörg Þórunn, 1.5.2006 kl. 01:00

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Lúði!! Ég borða næstum allan fisk, lúðu, þorsk, kola og eitthvað meira.. en ekki skötu, krabba og humar...

Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 01:17

9 identicon

Hvað ertu að gera enn vakandi stelpa?
Alveg rétt, var búinn að gleyma því að á morgun er 1.maí

Ég er nú kannski ekki hótinu skárri, verð örugglega vakandi í alla nótt. (á að vera vakandi í alla nótt amk)

gamall vinur (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 01:23

10 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ullabjakk :p

Guðbjörg Þórunn, 1.5.2006 kl. 02:14

11 identicon

maður fer bara hjá sér við að lesa þetta blogg! Eða kannski ekki bloggið sjálft heldur kommentin. Nú fer að liða að því að þú skrifir undir nafni er það ekki?? þó að ég svona hálf viti hver þú ert. Ég er stóra/litla systirin og já say no more nema kannski bara smá kynningu á högum og annað hjá þér gamli vinur. Fyrir okkur öll hin sem að stundum þessa síðu. Annars FISK Á MINN DISK!

ástan (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 09:34

12 identicon

Þóra mín, nú verð ég að kvarta yfir að ég fái ekki link hjá þér, og svo langar mig að spyrja þig hvort þú þekkir stelpurnar ekki í sundur eða hvort þú þekkir ekki muninn á hægri og vinstri...hehe...

Sólrún.

Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 21:11

13 Smámynd: Þjóðarblómið

Sigga er til sviðs-hægri... frá þeim er hún hægra megin.. ég les alltaf þannig úr myndum... guðrún er vinstra megin við Siggu.. finnst þetta bara rökrétt...

fólk þarf nú að blogga til að fá tengil hjá mér... :)

Þjóðarblómið, 1.5.2006 kl. 22:13

14 identicon

Litla Systir, ætli það sé ekki best að Þóra ráði því hvað ég gefi upp hér. Get þó sagt fyrir þá sem lesa þetta, að ég er nokkrum (ekki mörgum þó) árum eldri en Þóra. Ég hef nokkrum sinnum misst af henni sökum eigin vitleysu og þankagangs. Ég veit að hún er góður fengur fyrir hvern þann sem hún velur sér.
Ég á 2 börn sem ég hreinlega lifi fyrir og svipa þau bæði til mín. Ég vinn mjög mikið og er í vaktavinnu, skemmtilegu starfi þó og gefandi þegar liggur við.

Ef þú veist hver ég er getur þú fylgst með mér á minni síðu og ef Þóra vil þá segir hún þér slóðann á hana.

gamall vinur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 00:05

15 Smámynd: Þjóðarblómið

Er hjúskaparstaða þín ekki sú sama og hún hefur verið síðustu ár? Fannst það svona af flakki mínu um veraldarvefinn... Er það ekki rétt hjá mér?

Þjóðarblómið, 2.5.2006 kl. 00:12

16 identicon

Jú, því miður er það rétt. hjúskaparstaðan er sú sama. Enda kannski ekki að leita eftir einhverju öðru en vináttu. Eins og ég sagði í einu af fyrstu commentunum að ég hafi rekist á síðuna og ákveðið að tjá mig.

Gamall vinur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 00:22

17 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er ekki að biðja um neitt af þinni hálfu og hef ALDREI gert... Vildi bara hafa þetta á hreinu...

Þjóðarblómið, 2.5.2006 kl. 00:39

18 identicon

Ég veit það að þú hefur aldrei beðið um neitt af minni hálfu. Vildi samt að þú hefðir gert það á sínum tíma. En vill ekki að þú sért sár/reið útí mig. Vil heldur ekki vera að hella úr mínum vogarskálum svona á blogsíðu.

Gamall vinur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 00:45

19 Smámynd: Þjóðarblómið

ertu með msn?

Þjóðarblómið, 2.5.2006 kl. 00:47

20 identicon

nei, er með email. skoðaðu það sem fylgir commentinu á þessari færslu. Er við það email núna.

Gamall vinur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 00:56

21 identicon

veit ekki hvort ég hafi skrifað rétta email addressu, ef hin var vitlaus er þessi rétt

Gamall vinur (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 01:06

22 Smámynd: Þjóðarblómið

Netföngin voru alveg eins og er búin að senda..

Þjóðarblómið, 2.5.2006 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband