20.12.2006 | 01:11
Older and wiser...
Þá er ég orðin 25 ára og einum degi betur. Mér finnst ég ekki vera 25 ára, eiginlega langt því frá en það segir mér bara það að ég er ekki tilbúin til að þroskast. Og þó, það er enginn sem segir að maður þurfi að vera ráðsettur, kominn í eigin íbúð, búinn með eða að klára nám. Allavega uppfylli ég ekki þessar kröfur, ég er ekki orðin ráðsett og komin með kærasta - var ráðsett og með kærasta í korter en það dó - ég er flutt að heiman en ég á ekkert í þessari íbúð og ég er ekki búin með námið mitt. Ég sé fram á útskrift í vor og vonandi verður það þannig, vona að ekkert bregðist í þeim efnum, langar að útskrifast með stelpunum mínum í íslenskudeildinni.
Ég kláraði síðasta prófið mitt í dag og mikið var gott að labba inn á skrifstofu skólans og afhenda umslagið. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um frammistöðu mína á þessu prófi, ég gerði mitt besta og vona að það skili mér einhverju. Ég fæ svo tvær einkunnir fyrir helgina örugglega og er bara nokkuð bjartsýn Ég á reyndar eina ritgerð eftir en ég ætla að reyna að rumpa henni bara af við fyrsta tækifæri. Hef fram til miðnættis á fimmtudaginn, 21. desember til að skila henni. Ég næ því nú alveg held ég. Fæ eiginlega ekkert að vinna á kvöldin en yfirmaður minn vildi fá mig frá 8-18 og ég hélt nú ekki! Ætla ekki að vakna svona snemma!! Mæti nu yfirleitt bara þegar mér hentar... og er ekkert að hugsa um að breyta því. Og skrifa þess á milli.
Ég er á leið í tvær myndatökur og er alveg á barmi heimsfrægðar. Á morgun fer ég í myndatöku fyrir Fréttablaðið útaf Þorláksmessustundinni sem ég tek þátt í að skipuleggja. Þetta er nú ekkert merkilegt, vona bara að viðtalið hafi verið ágætt. Á fimmtudaginn er ég svo á leið í myndatöku hjá Ásgeiri (og kannski fleirum) og þeir eru að taka myndir af tattoounum mínum. Þeir eru nefnilega nokkrir sem standa að útgáfu blaðs í KSF og þar verður grein um kristileg tattoo og myndir
Að lokum vil ég þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar, ótrúlegasta fólk man eftir manni á afmælisdaginn Og einnig vil ég þakka Jóni Bjarna fyrir leyndardómsfulla pakkann sem ókunnugur maður skilaði heim til mín kl. 23:15 í gærkvöldi og Svövu og co fyrir gjöfina frá þeim.
Takk fyrir mig
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá ég vissi ekki að þorláksmessustundin væri fræg! En það er geðveikt kúl! :) hehe
Dagný Guðmundsdóttir, 20.12.2006 kl. 01:23
Til hamingju með daginn í gær
krissi (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 03:53
gleðileg jól og þorláksmessustund
Ólafur fannberg, 20.12.2006 kl. 08:04
Hæ komin með nýtt blogg, það er greifynjan.bloggar.is
Linda (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 11:29
Til hamingju með stórafmælið ;)
Madame Blueberry (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 11:35
Æ, ég gleymdi mér. Til hamingju með að ná þeim merka áfanga að verða hálf fimmtug.
Emil Páll (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 17:09
Takk allir :)
Þjóðarblómið, 20.12.2006 kl. 23:05
Hey kúl.. gaman að rekast á svona gamla vini á netinu. Ég var einmitt að hugsa til þín um daginn á afmælinu þínu og síðan bara fann ég óvart heimasíðuna þína núna.. Innilega til hamingju með afmælið um daginn og ég vona að þú hafir það gott um jólin og áramótin... Vonandi getum við síðan rifjað upp gamla daga einhvern tímann í framtíðinni.. *knús og kossar* Ásta Vigdís.
Ásta (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 17:41
Ég man líka alltaf eftir þínu afmæli en þar sem ég er búin að tapa númerinu þínu og gleymi alltaf að athuga á ja.is þá man ég aldrei eftir að senda þér :-/ Takk fyrir kvittið og hafðu það sömuleiðis gott :)
Þjóðarblómið, 22.12.2006 kl. 23:10
Hey, ég sá myndina af þér í Fréttablaðinu í dag, þú varst svo sæt og sæt e-ð ;)Mér brá samt ýkt og reyndi að ná í þig í símalínu, en það var víst ekki hægt! Svekkjandi!
Heyrðu........annars er 25 ára enginn aldur (þó þú sért nottlega orðin háöldruð kona....hehe) og við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af neinum ráð.....neinu! Hlutirnir koma á sínum hraða og aldur hefur ekkert með þá að gera! Amen!
Tinna Rós Steinsdóttir, 22.12.2006 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.