Afmælisveislan

Þá er afmælisveislan að baki og ég er ótrúlega ánægð með hana! Það komu flestir sem ég bauð  og sérstaklega þeir sem mig langaði mjög mikið að fá. Oh það var svo gaman!! Mamma mín og systir stóðu sig ótrúlega vel við að gera veitingarnar og kann ég þeim bestu þakkir fyrir það Smile Tinna mín kom líka hingað um 18:30 og stóð sig mjög vel í eldhúsinu... og auðvitað að gera sig sæta líka Smile 

Allir gestirnir sem komu glöddu hjarta mitt ótrúlega mikið en það eru eiginlega þrír sem glöddu mig hvað mest með því að láta sjá sig. Davíð bróðir er einn þessara aðila, ég hef ekki séð hann í langan langan tíma og það að hann skyldi koma gladdi hjarta mitt ótrúlega mikið. En sú týndasta af öllum og sú sem ég og Tinna vorum svo spenntar yfir að ætlaði að koma er Kristín Rós. Hana höfum við hvorki séð né heyrt í fleiri mánuði, ef ekki ár - það er allt of langt síðan. Hún hefur ekki komið á msn í marga mánuði og ég stökk á hana þegar hún signaði sig inn um daginn og ég lét hana lofa mér að hún kæmi í afmælið mitt! Og hún kom! Það var svo gaman að sjá hana! Kristín Rós og Davíð, takk fyrir að koma Kissing Og þið öll hin líka Kissing Ég er svo ánægð með afmælisveisluna mína!

Það komu langflestir sem ég bauð og ég get ekki ímyndað mér hversu margir voru hérna þegar mest var. Íbúðin mín var alveg troðfull af fólki og ji minn það  var svo gaman. Ég skemmti mér allavega mjög vel. Ég fékk líka helling af góðum gjöfum. Eigum við að sjá hvort ég muni það allt? Ég skal reyna :)

  • Frá mömmu og pabba: Ramma með fallegu ljóði og sængurföt með Þjóðarblóminu Smile Mamma mín er svo mikill snillingur.
  • Frá  Ástu, Halla, Benóný og Jóa  og Kittu: 10.000 kr. gjafakort í Smáralindina.
  • Tinna, Ásgeir, Bára og Hermann Ingi: Love Spell mmmm, hlírabolur og nærbuxur, Eyrnaslapa-lyklakippa og geðveik peysa.
  • Signý, Palli, Hildur, Jóhanna og Geiri: Náttkjóll og Body-Shop sápa.
  • Stefán Smári: Blóm.
  • Þráinn, Jón Ómar, Berglind: The student's Kitchen Handbook To The Kitchen.
  • Dagný, Hlín og Þorgeir: Prjónavettlingar og eyrnalokkar.
  • Jón Magnús og Marisa: Keith Urban geisladiskur.
  • Rakel: Clay Aiken geisladiskur
  • Stígur og Fríður: 10. sería af Friends.
  • Guðrún Þóra og Kári: bolli og nammi.
  • Sólrún Ásta: Body Shop sápa og svampur.
  • Sólveig: Lay Low geisladiskur.
  • Diddís og hryðjuverkateymið(hennar orð): Englastytta.

Með einhverju geisladisknum fylgdu geðveikt flottar bláar hipster nærbuxur... man því miður ekki alveg hvaða geisladisk Blush Can someone refresh my memory??

En ég þakka kærlega fyrir mig og hlakka til að nota alt sem eg fékk Smile

Ætla að láta ljóðið frá mömmu og pabba fylgja með svona í enda færslunnar:

Dóttir

Þú ert elskuð fyrir stúlkuna sem þú varst.

Sérstöku konuna sem þú ert núna.

Yndislegu dótturina sem þú verður alltaf. 

Takk fyrir mig Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var bara mjög skemmtileg veisla! Og gaman að sjá hvað það var góð mæting.

Þú varst líka virkilega sæt og myndarleg sjálf í eldhúsinu;) allavega þegar að þú stóðst þar inni hehehe smá grín. Það var nú alveg fullt veitingatengt sem að þú gerðir. .. . Takk fyrir afmælisgjöfina mína og takk fyrir mig

ásta (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 18:02

2 identicon

Afhverju var mér ekki boðið? Ég hefði getað verið leiðinlegi fulli gæjinn :D

...hehe, djók :! 

Bjarni (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 18:26

3 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju gamla

Ólafur fannberg, 16.12.2006 kl. 22:21

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Takk fyrir þrusuboð darling, þetta var ýkt ;) Eins gott að þú notir nú afmælisgjöfina þína milljón :)
Lov jú!

Tinna Rós Steinsdóttir, 17.12.2006 kl. 00:52

5 identicon

blue panties aus Joe boxer from me!

Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 01:31

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Sólveig: Mig minnti það einmitt... laga þetta við tækifæri  

Tinna: Hehe já þaðer eins gott :) geri það alveg örugglega

Þjóðarblómið, 17.12.2006 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband