29.4.2006 | 01:18
Geislabaugurinn minn
Þá er þessum degi lokið og ég er svo fegin! Það er nú samt ekki eins og það hafi verið eitthvað brjálað að gera í allan dag. Dagurinn byrjaði bara í rólegheitum í fyrri kantinum, las í Atómstöðinni og lagði mig svo til að verða nú alveg örugglega ekki þreytt Ég var að tala við Bjarna á msn og alltaf þegar ég tala við hann langar mig svo í sund - hann notar nefnilega msn-ið sitt til að auglýsa eftir fólki til að koma með honum í Lónið.. ég tengi bara Bjarna við vatn.. svei mér þá - og fór í Laugardalslaugina. Ég fékk bikinifar byrjuð að safna fyrir sumarið! Fór svo í Húsasmiðjuna og var þar í 3 og hálfan tíma. Voðalega rólegt og ljúft. Kom svo heim í svona hálftíma og fór svo í 10-11. Það var eiginlega bara soldið mikið að gera. Enginn tími til að lesa blöðin Ég hef aldrei verið svona sein út síðan ég byrjaði sem vaktstjóri. Var ekki komin út úr búllunni fyrr en 00:20!!! Finnst ykkur þetta hægt??
Mér finnst svo ótrúlega skondið þegar fólk - og þá aðallega stelpur - eru að reyna að klæða sig gellulega en hafa svo innilega ekki vöxtinn í það. Það komu einhverjir útlendingar um daginn og tvær af stelpunum voru þvílíkt að reynaað vera gellur eða allavega önnur þeirra. Hún var í magabol og fráhnepptri peysu og mjaðmabuxum með boruna standandi lengst upp úr!! Alveg hrikalegt!! Minnti mig svolítið á hana Plummer Spice mína
Þetta blogg er ekkert skemmtilegt... en ég skal í staðinn setja mynd af mér sem mér persínulega finnst mjög kúl. Dagný tók hana á Kotmóti um síðustu verslunarmannahelgi og það virkar soldið eins og ég sé með geislabaug... sem ég er auðvitað með er alltaf svo stillt og prúð! Hún verður að duga ykkur þangað til á sunnudaginn, hef örugglega engan tíma til að blogga á morgun...
Góða nótt og góða helgi
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur banner........love you!!!
Tinna Rós Steinsdóttir, 29.4.2006 kl. 12:46
Hehe, já. Maður reynir nú að auglýsa eftir fólki til að kíkja í sund eða gera eitthvað skemmtilegt en árangurinn hefur ekki verið ýkja mikill hingað til. Ég náði þó að plata 2 vini mína með mér nú um daginn sem er mjög gott og gaman :)
Og mundu, það er vatn í bjórnum líka ;) (eða er það öfugt? :p )
Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 14:25
Gleymdi einu... Þú mátt ekki vera svona dugleg að blogga! :D
Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 14:59
Væri nú alveg til í að sjá Bikinifarið á þér :$
Vonandi er þér sama þó ég riti hér af og til comment og að allt sé nokkuð fínt á milli okkar. Væri til í að spjalla við þig á kaffihúsi og fá fréttir af þér þó ég geti látið bloggsíðuna duga ef því er að skipta.
Vonandi skemmtir þú þér vel í kvöld hjá Jóhönnu.
gamall vinur (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 19:51
Bikinifarið er nú ekki alveg eins merkilegt og ég vil vera láta.. en einhvers staðar verður maður að byrja...
Bjarni, er það ekki þannig að það er smá bjór í vatninu sem þú kaupir? ;) Og af hverju ekki? Einhver verður að sjá fólki fyrir lesefni, Jóhanna kvartar yfir því að ég bloggi of sjaldan en samt kvittar hún ALDREI!!! Hversu lélegt er það :)
Þér er alveg velkomið að skrifa komment... :) Ég hef allavega gaman af því :)Og líka að heyra forvitnina hjá hinu fólkinu að vita hver þú ert sem skrifar sem gamall vinur ;)
Þjóðarblómið, 29.4.2006 kl. 19:57
Já, ég hef nú engan séð spá í því hver ég er. Kannski er ég ekki svo spennandi. Maður ætti kannski að perrast eitthvað á netinu til að stríða þeim sem lesa þetta hjá þér?
Ég verð líka að hrósa þér fyrir hvað þú ert dugleg að blogga, ekki er ég svona duglegur á síðunni minni.
Ferðu í partýið hjá Jóhönnu?
gamall vinur (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 20:29
éG var að koma heim úr partýinu :) Ég er meira spurð á msn hver þú sért... :)
Þjóðarblómið, 30.4.2006 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.