Killin' me softly

IMG_0335Ásta systir vildi sjá jólaljósin mín fínu og ég tók mynd af þeim á mánudagsmorguninn þegar ég fór og sótti heimaprófið mitt. Ég á bláa gluggann og það er blá ljósasería á svölunum mínum en hún sest ekkert rosalega vel. Pabbi setti seríuna á svalirnar en ég setti alveg sjálf seríuna í gluggann! Ég er geðveikt stolt af þessu. Þetta reyndar sést eiginlega ekki inn um gardinurnar mínar því þær eru svo dökkar en ég veit bara af fallegu ljósunum mínum Smile Svo er ég líka með svona batterýsknúið ljósatré sem breytir um lit og ég get bara skemmt mér við að horfa á það þangað til ég sofna. Gott svefnmeðal. Svo er ég líka með aðventuljós í geymsluglugganum mínum og litla seríu í eldhúsglugganum. Hún reyndar tollir ekki alveg eins vel og ég vildi en það stafar af því að það er svona blurry-límmiði á glugganum svo það sjáist ekki inn. Það er líka svoleiðis á útidyrunum mínum. En ég nenni ekki að setja upp seríu þar.

Ef það er eitthvað sem á einhvern tímann eftir að drepa mig þá er það helvítis mígrenið! Ég ákvað að fá smá mígreni í dag og er enn að deyja, búin að éta endalaust af verkjatöflum og ekkert virkar. Ég nennti ekki að liggja í rúminu - var nógu hress til að vera í vinnunni (fékk ekki mígrenið fyrr en seinnipartinn) og svo fór hluti af staffinu í íshokkí í Egilshöll og ég ákvað að fara með. Shit hvað það var gaman! Ég hélt að íshokkí væri ekki svona skemmtilegt! Ég skoraði meira að segja mark og allt saman!! Og varði alveg næstum því helling - alveg nokkur skot frá brjálæðingum! Ætlaði bara að horfa á en hópþrýstingurinn var svo mikill að ég varð Wink Þetta var æðislegt. 

Ég hef svo sem fátt annað að segja. Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er ég ýkt ánægð með nýja útlitið á síðunni minni og finnst æðislegt að geta haft þessa mynd af mér þarna í horninu. Oh ég er svo sæt Wink 

En nú ætla ég að plokka úr mér augun og fara að sofa og vona að ég nái að sofa hausverkinn úr mér. Þetta er ekki gaman! Svo á ég líka von á föður mínum á morgun (örugglega frekar snemma ef ég þekki karl föður minn rétt) til að setja saman nýja borðið mitt sem Ásta systir gaf mér. Jæja, góða nótt Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittkvitt

Ólafur fannberg, 14.12.2006 kl. 15:59

2 identicon

glæsilegt útlit, hlakka til að sjá þig á morgun!

Þráinn (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:46

3 identicon

Geggjað flott síða!!!

Ohh Þóra þú ert svo sæt, flott mynd líka af þér beautybeauty...

Dugleg með seríurnar! Ég hata sogklukkur! Ég keypti bara stjörnur í IKEA sem maður hengir upp og það kemur ýkt vel út! Þvílík snilld! Tjátjá Hrefna sif

Hrefna Sif (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 03:08

4 identicon

Hallú......svaka flott nýja útlitið á síðunni þinni. Voðalega ertu eða þú og pabbi þinn dugleg að skreyta hjá þér. Ég hef ekki einu sinni haft tíma til að stinga aðventuljósinu í samband. En það kemur að því....

Linda (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 14:58

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Hrefna: Takk og gaman að þú skulir kvitta

Linda: Ég skreytti sko alveg sjálf gluggaseríurnar allar tvær... pabbi setti fyrir mig á svalirnar, þurfti sko leyfi frá honum

Þjóðarblómið, 15.12.2006 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband