Innlit/útlit

Mig eiginlega langar ekki að blogga því mér finnst titillinn á blogginu á undan svo flottur... Efast um að mér takist að vera svona ljóðræn upp á eigin spýtur. En í tilefni breytinganna ákvað ég að blogga smá og þakka Bjarna mínum í leiðinni fyrir að minnka fyrir mig myndina af mér.

Mér gekk ágætlega með prófið. Kláraði það í kringum hádegi í dag og var svo að dunda mér við að fara yfir, laga heimildaskrána og kíkja á villur og svoleiðis og skilaði því um hálf 4. Mikið var það góð tilfinning að skila umslaginu á skrifstofu skólans. Nú er eitt próf eftir og ein ritgerð. Þarf að senda ritgerðarkennaranum tölvupóst og spyrja hann hvort það séu til forrit fyrir makka... annars þarf ég að gera ritgerðina mína uppi í skóla og ég nenni því ekki.

Ég var í vinnunni í dag og lenti í því að verða alveg klink-laus... eða jú, ég átti 10-kalla og 5-kalla en annað átti ég ekki. Þá kemur gella og ætlar að kaupa eitthvað dót og hún þurfti að fá til baka. Hún var bara með 500-kall og svo 1000-kall. Ég gat ekki gefið til baka, og þá sagði hún: þa áttu bara að gefa mer þetta á 500... Ég hef ekkert leyfi til þess sagði ég... Þá segir hún: farðu þá og reddaðu klinki og vertu snögg. Ég á að vera mætt annað kl. 6.30 (og klukkan var akkúrat 6:30 þegar hún kom á kassann minn). Ég sagði að það væri ekki til neitt klink í búðinni og ég gæti ekki reddað því. Þá sagði hún: kallaðu á verslunarstjórann NÚNA!! Ég benti henni bara á skrifstofuna hans og þvílíki fýlusvipurinn sem ég fékk þegar hún strunsaði í burtu!! Af hverju er það mitt mál að fólk fer í búð akkúrat þegar það á að vera mætt eitthvert? And why should I care?? Það er ekki eins og ég stjórni því heldur hvort það sé allt klinkið búið eða ekki. 

Fattaði eftir á að ég hefði átt að vera geðveikt leiðinleg og gefa henni 350 kr í afgang í 10-köllum og 5-köllum Grin En of seint.. Frown Oh hvað það hefði samt verið gaman.. 

Ég er að hugsa um að fara að hvíla mig. Er að horfa á Friends og langar að fara að sofa. Geri það við tækifæri. Er svona að vinna í að skipuleggja afmælið mitt, hvað ég þarf að kaupa og svona (held samt að mamma sé að hugsa það betur fyrir mig). Svo er ég jafnvel að fara í leikhús á fimmtudaginn, uppgötvaði að vinkona mín frá fornu fari er að leika í leikriti og það væri gaman að sjá það :) Er að reyna að plata Tinnu... annars á ég örugglega back-up í það... ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sumt fólk getur verið alveg.....kannast við það vann eitt sinn í verslun..hafðu góðan nætursvefn

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

haha ég hefði ekki hikað við að gefa henni til baka í 10 og 5 köllum :p haha. Viðskiptavinir eiga ekki að láta pirring sinn bitna á starfsfólki

Guðbjörg Þórunn, 12.12.2006 kl. 23:48

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Nei og það er ekki mér að kenna ef fólk leggur seint af stað í að gera hlutina...Það er þeirra að taka afleiðingunum á því... ekki mitt!

Þjóðarblómið, 12.12.2006 kl. 23:53

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jebb akkúrat. fólk þarf bara að læra að chilla aðeins, þú ert bara Lítil saklaus starfsmaður ;p

Guðbjörg Þórunn, 13.12.2006 kl. 00:08

5 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Æ, fólk er svo vitlaust og leiðinlegt stundum. Ég er léleg í afgreiðslustörfum að því leiti að ef fólk er með leiðindi við mig þá svara ég því yfirleitt fullum hálsi........eða læt að minnsta kosti óánægju mína með framkomu þeirra mjög bersýnilega í ljós, en reyni jafnframt að falla ekki niður á sama plan og þau hvað varðar óforskammheit, frekju og dónaskap. Og hana nú :)

En auðvitað kem ég með þér á fimmtudaginn luv ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 13.12.2006 kl. 00:44

6 identicon

sumt fólk er svoo leiðinlegt og dónalegt að það ætti að vera lög fyrir því að mar mætti rasskella þau á almannafæri!!!

en rosa flott síðan þín sæta

ásta (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 13:19

7 Smámynd: Guðrún

herru, ég kem í ammælið þitt... kem með betri helminginn ef það er í lagi :D

Guðrún , 13.12.2006 kl. 17:23

8 identicon

Þetta er meiriháttar uppsetning á síðu.

Emil Páll (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 21:42

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðrún: Jú það ætti að vera í lagi að hann komi með :)

Takk Emil, ég er ótrúlega ánægð með síðuna svona :)

Þjóðarblómið, 13.12.2006 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband