12.12.2006 | 01:03
...Þrenning sönn og ein
Land, þjóð og tunga... - þrenning sönn og ein. Þetta eru upphafsorð ljóðsins Land, þjóð og tunga eftir Snorra Hjartarson og þessa setningu nota ég mikið í eitt af þremur verkefnunum sem ég þarf að klára í heimaprófinu fyrir morgundaginn. Spurningin er: Nýyrðakenningin, rök með og á móti? Mér gengur svona líka ágætlega að klára þetta, en þetta er búið að taka óhemju langan tíma. Er svo lengi að klára allt. Ekki hjálpar það að ég er að blogga núna... sé til hvort ég nenni að klára það samt.
Mamman mín og pabbi komu í heimsókn til mín á sunnudaginn. Mamma kom fyrst á bílnum þeirra með allar græjur til að þrífa, tuskur og moppur og ég veit ekki hvað og hvað. Við tókum okkur til og fórum eins og stormsveipur um alla íbúðina mína. Hún mun duglegri en ég samt. Ég kemst inn í geymsluna mína núna. Hún tók flöskupokana mína og allt þaðan út og gerði það ýkt fínt. Það er allt svo ótrúlega fínt og meira að segja skáparnir mínir og allt!! Oh hvað það er gott að vera heima í hreinni íbúð. Takk mamma Svo kom pabbi og hann kom á sjúkrabílnum fyrrverandi með borðið mitt nýja og stólana. Einnig bjargaði hann aðventuljósinu sem mömmu tókst að henda í gólfið. Svo setti hann geðveika jólaseríu á svalirnar mínar - bláa að sjálfsögðu og glugginn minn og svalirnar eru ýkt flottar... reyndi að taka mynd af því í morgun en það tókst eiginlega ekki nógu vel. Skal samt sýna ykkur þegar ég nenni að ná í myndavélina. Takk pabbi fyrir þetta Svo ætlar hann að koma í vikunni og setja borðið saman því það vantaði boltana með.
Annars er ég í prófi núna. Gengur ágætlega. Veit að Andrea er löngu búin.. en hún er líka svo dugleg. Ég er ekki alveg eins dugleg og hún - á það til (þegar við vinnum ekki saman) að draga allt fram á síðustu stundu. En í paravinnu mætumst við yfirleitt á miðri leið :) Ég er alveg að verða búin með ritgerð númer tvö... kennsluverkefnið - er að reyna að gera verkefnið eftir lýsingunni... fékk bara of góða hugmynd til að nota hana ekki... er bara að reyna að tengja þetta eitthvað saman... Er allt að koma... Hef 16 tíma... og hafði hugsað mér að sofa einhvern hluta af því samt
Ætla að klára kennsluverkefnið,.. góða nótt
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jólakvitt
Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 01:33
Bara þrír dagar í partýið.......ég verð spenntari með hverjum deginum ;)
Til lukku með allt nýja og hreina :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 12.12.2006 kl. 12:18
Ég trúi því að þú sért farin að hlakka til þess tíma þegar prófum er lokið.
Emil Páll (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 12:24
Partýið er alveg ða skella á.. gaman gaman :) Ætla einmitt að reyna að versla smá á eftir :)
Emil: ó já.. klára á afmælisdaginn minn... en það er samt tilhlökkunarefni að helgin er að koma... :) ó já!
Þjóðarblómið, 12.12.2006 kl. 14:47
Ég þarf að ná í hana móður þína. Hér þarf aldeilis að þrífa :$
Bjarni (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 17:21
Ég er ekki viss um að hún geri þetta fyrir neinn annan en mig :) nanananabúbú ;)
Þjóðarblómið, 12.12.2006 kl. 20:15
Au, flott lúkk :)
Kem strax eftir vinnu á föstudaginn......veit ekki alveg klukkan hvað það verður, veit það á morgun, læt þig vita, lovjú!
Tinna Rós Steinsdóttir, 12.12.2006 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.