Jólaljósafíaskó

Prófið í gær gekk ágætlega og ég er bjartsýn á að ná. Nú á ég tvö próf eftir og þau eiga örugglega líka eftir að ganga vel. Ég hef 30 tíma í hvort próf og svo klára ég á kvartaldarafmælisdaginn minn. Oh hvað það verður gott :) Halda upp á próflok og afmæli :) Ætla samt að halda upp á afmælið mitt helgina á undan. það verður nú gaman - ég hlakka mikið til. 

Aðventuljósið mitt er dáið og ég þarf að fara upp í vinnuna mína á morgun og fá nýtt. Gott að geta aðeins farið þangað og séð sætu strákana mína :) Þeir eru æði. Það er einn svo óendanlega hrikalega viðbjóðslega sætur að ég meika það hreint ekki. Úfff ég gæti dáið bara... Hann er ofur! Cool Held að nokkrir vinnufélagar lesi bloggið mitt þannig að ég ætla ekki að segja neitt meira Wink

Ég var að hengja upp jólaseríuna mína áðan. Er búin að hengj hana upp tvisvar núna, en var að færa hana á milli glugga. Hún var sko frammi í geymslu með aðventuljósinu en núna er hún komin í hinn gluggann minn, í stofunni. Ég er ýkt klár *hóst* að setja upp jólaseríur! Mamma kannski lagar það á morgun þegar hún kemur. En þetta er samt ágætt... vantar samt fleiri sogskálar til að geta klárað. Einnig keypti ég utiljósaseríu sem mig langar að setja á svalirnar. Veit samt ekki alveg hvernig. Finn eitthvað út úr því þegar ég verð búin í prófinu á þriðjudaginn eða jafnvel bara á morgun Smile Læra, hvað er það Errm

Oh hvað það er gott að geta aðeins chillað og haft það gott bara svona ein heima. Ég er nú reyndar alltaf ein heima en yfirleitt er ég nú bara sjaldnast þar. Er búin að njóta þess að vera í náttfötunum og ganga aðeins frá hérna áður en mamma kemur á morgun. Þarf reyndar að þvo líka, á eitthvað takmarkað af fötum held ég... FootinMouth

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

best að kommenta.

þú rúllar þessum prófum upp! ert svo gáfuð :p *hóst*hóst* hehe.  það er svo gaman að skreyta :) en svo er aftur allt annað mál með að taka jóladótið niður, veit fátt leiðinlegra.

Kveðjur úr óveðrinu mikla

Guðbjörg Þórunn, 9.12.2006 kl. 21:01

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hef fulla trú á því að þú rúllir þessum prófum upp....

Ólafur fannberg, 9.12.2006 kl. 22:42

3 identicon

Vegna endalausra nafnlausra aðdróttana á síðunni minni, hef ég gripið til þess ráðs að loka fyrir dagbókina hjá mér nema í gegnum lykilorð. Þú sem og aðrir sem fá lykilorðið, þurfið annað hvort að koma inn á MSNið hjá mér, eða senda mér SMS eins ef þú gefur upp gsmsíma hér get ég sent þér lykilorðið mitt.

Emil Páll (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 18:33

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ok... Takk fyrir þetta Emil... vinn í þessu þegar prófakvikindin eru búin...

Þjóðarblómið, 10.12.2006 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband