I want this, I want that...

Eyrnaslapi

Ég þjáist af því að langa í allt saman!! Ég er orðin alveg veik og hlakka ekkert smá til að fá námslánin. Ekki það að ég ætli að eyða þeim í eitthvað bull en það er nú samt ýmislegt sem ég ætla að kaupa:

  • Tölva (bróðir minn fær þessa)
  • Digital myndavél (eg er ein af fáum sem á ekki svoleiðis apparat!)
  • Sími (ég er orðin veik fyrir því að fá mér nýjan síma, komin með hundleið á mínum gamla)

Þetta þrennt ætla ég pottþétt að kaupa. Svo er margt annað sem mig langar í eða langar til að gera. Á ég að segja ykkur það líka? Ok fyrst ykkur langar það svona ótrúlega mikið Glottandi here goes... 

  • Diskasett sem er til í búðinni minni.
  • Hjól (þarf að fara að hreyfa mig)
  • Nýir skór.
  • gleraugu.
  • Garðbekkur til að setja á svalirnar (til í Blómaval)
  • Fara til útlanda...

Og akkúrat núna man ég ekki neitt mikið meira. Jú mig langar til að þurfa ekki að mæta í vinnuna mína og mig langar til að eiga endalausar birgðir af kóki Brosandi Mig langar líka til að eiga hreina og fína íbúð án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því. Mig langar líka að vera ekki endalaust með hausverk - hann er búinn að vera að drepa mig í allan dag. Svo ógeðslega vont!! En ég er skárri núna sem betur fer.

Ég á að vera að vinna í 10-11 en hringdi mig inn veika í morgun af því að ég var gjörsamlega að deyja og þá fékk ég að vita að verslunarstjórinn þurfti að taka vaktina mína. Hún er búin að vera að vinna síðan 8 í morgun og af því að ég er svo góð þá sagði ég við hana að ég myndi koma ef ég skánaði. Mér líður miklu betur núna enda búin að sofa endalaust og fara í heitapott og éta milljón töflur og ætla að fara að vinna um 7...

Ætla að halda áfram að lesa Atómstöðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti svona tímabil sem mig langaði gjörsamlega í allt. Ég veit nú ekki hvort þú munir eftir því...

Bjarni (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 23:39

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

nananabúbú ég á digital myndavél ;) svona gelluvél

ég á líka nýjan síma ;) samlokusíma ;)

og tjahh tölvan er síðan 2004 :p hehe

en mig langar í eitt, eða kannski meira svona tvennt: Bílpróf og bíl! en nei það verður að bíða í 10 mánuði :( vesen. svo langar mig líka að það sé svona tjahh 5 júní ;)

Guðbjörg Þórunn, 28.4.2006 kl. 08:04

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég kannast nú ekki við það... en ég held ég láti verða af því að kaupa síma í dag... ef ég fæ ágætlega útborgað :) Er orðin veik einmitt fyrir samlokusíma eins og Bjarni minn á... :)

Bjarni, ég kannast ekki við það... man bara að þig langaði í nýjan bíl og nýjan síma...

Þjóðarblómið, 28.4.2006 kl. 10:34

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

ohhh, mig langar í nýjan síma.....og usb kubb...og SKÓ og SKÓ og SKÓ....og föt.....og sumarkjóla....og milljón peninga....og að vera búin með prófin mín.....og að vera með framtíðina mína skipulagða.....ef maður gæti bara fengið allt sem maður vill!! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 28.4.2006 kl. 10:46

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Oh já ef maður gæti það nú! Hvernig líst þér á bannerinn minn Tinna? Ég kann ekkert á þetta... En þurfti að prófa... :)

Þjóðarblómið, 28.4.2006 kl. 10:59

6 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Ohh það er svo gaman að eignast nýja hluti. Ég er reyndar mjög heppin, ég á frekar nýlega tölvu (hún er bara 1árs) sem er SNILLD, æðislega "töfra" digital myndavél og usb kubb haha en mig langar mest af öllu í Razr Motorola Samlokusíma..þeir eru snilld.is en ég fékk nýjan síma í nóvember þar sem minn brotnaði *grát*

En Þóra mér finnst alveg endilega að þú ættir að safna penge og koma í heimsókn tilmín! :) já!

Dagný Guðmundsdóttir, 29.4.2006 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband