Próflestur

Heilinn minn er svo stútfullur af aðferðafræðiútskýringum og formúlum að það hálfa væri nóg. Eg býð eftir að hann brenni yfir, svo mikið er ég búin að lesa. Í tvo daga er ég búin að sitja í sófanum mínum í náttfötum og ullarsokkum og lesa yfir greinar og glósur og enn meiri glósur. Einnig er ég búin að reikna gat á heilann - þvílíkt og annað eins að geta ekki lesið fyrirmælin og reiknað eftir þeim! Þarf að passa mig á því á morgun. Prófið er sem sagt í fyrramálið kl. 9 og það er eins gott að ég vakni. Hef átt frekar erfitt með það undanfarna morgna.. en fyrst að ég hef kvata til að vakna (Próf -Yes!!) þá hlýtur það að takast. 

Svo er helgin - vinnuhelgi en ég er búin að redda mér fríi þannig að ég hef alla helgina til að læra undir Mál í sögu og samtíð prófið. Komst að því að ég er ekki að fara hitta eitt af kassadýrunum mínum yndislegu fyrr en eftir áramótin. finnst það frekar sorglegt, hann er svo mikill snillingur Smile Hann er alveg viss um að jólin mín verði ekki gleðileg fyrst hann verður ekki á landinu. 

Ég keypti nokkrar jólagjafir um daginn og mikið var það gaman. Einnig keypti ég smá jólaskraut - eitthvað svona ljósatré sem skiptir um lit - eitthvað plast/glerdót - ýkt flott... ég elska ljós... og svo kertastjaka með hreindýrum sem verður settur upp eftir prófið á morgun og að lokum keypti eg jólaseríu á svalirnar mínar. Langar að athuga hvort ég geti sett það almennilega upp... annars kemur nú mamma mín á sunnudaginn... fæ hana þá bara til að hjálpa mér Smile

Ég ætla í sturtu og borða og halda svo áfram að læra Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dííí, ég á eftir að kaupa jólagjafir! Tíminn líður alltof hratt. Miðað við hvernig hann líður núna, þá mun ég gleyma jólunum :S

En fyrst þarf ég að taka sama hverjum ég gef jólagjöf :P 

Bjarni (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 19:02

2 Smámynd: Þjóðarblómið

ég á eftir að ákveða það líka... er svona nokkurn veginn með þetta á hreinu samt... samt nokkur vafaatriði :)

Þjóðarblómið, 7.12.2006 kl. 19:17

3 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt og kveðja frá geimverunni

Ólafur fannberg, 7.12.2006 kl. 23:43

4 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég skil hvað þú átt við með að eiga erfitt með að vakna á morgnanna. Ég á einmitt við þetta sama vandamál að stríða. Vandinn minn er samt held ég sá að ég hef einmitt engan kvata til að fara framúr rúmminu á morgnanna. Shit hvað ég er orðin dauðþreytt á að vera atvinnulaus!!! :(
En vonandi gekk þér vel í prófinu þínu ljúfan (eða gengur ef þú ert ennþá í því ;)).

Tinna Rós Steinsdóttir, 8.12.2006 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband