Thanksgiving-dinner

Þessi færsla sem ég endaði svo á því að eyða út var ekkert svo merkileg þannig - þurfti bara að láta nokkra ákveðna lesa hana og þeir sem ekki höfðu færi á því fengu hana senda á msn... það er að segja þeir sem ég taldi nauðsynlega þurfa að lesa færsluna. Þannig er nú það og hafið ekki of miklar áhyggjur af þessu. Ég er búin að losa mig við þetta allt :)

Þakkargjörðarmáltíðin í gær var hreint út sagt æðisleg. Geðveikur matur og frumraun mín í að smakka seven layer jello (með engu áfengi í Jóhanna) og það var ýkt gott :) Ég þakka enn og aftur fyrir mig! Thanks Marisa and Jón for inviting me. Þarna var margt um manninn og gaman að hitta margt af fólkinu. Ég komst að því að ég hef hreint ekki sama húmor og annað fólk - Little Britain er ekki eitthvað sem mér finnst fyndið og var bara næstum sofnuð. Skoðaði brúðkaupsmyndir í staðinn. Ég kenni reyndar nýju lyfjunum um þessa þreytu en ég þarf bara að venjast þeim. Það á víst að taka einhvern smá tíma þangað til þau eru farin að virka sem skyldi. 

Á föstudaginn er ég að fara í próf í aðferðafræði. Strax og ég ætlaði að byrja að læra fyrir prófið fékk ég mígreni - hvernig ætli ég verði á prófdaginn sjálfan? Ji minn, ég veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að enda. Fyrir áhyggjufólkið *hóst* mamma *hóst* þá er ég dugleg að borða, ég sef miklu betur, þökk sé nýju lyfjunum og ég er meira að segja búin að kaupa almennilegan morgunmat. Ef þetta fer ekki að lagast þá tek ég af mér hausinn - og ég er ekkert að grínast með það. Þetta er stórkostlega óþægilegt og leiðinlegt. 

Dagarnir fram að prófi eru ótrúlega skipulagðir:

  • Ég tók lyfin kl. 9 sem þýðir að ég fer að sofa eftir hálftíma - tveir tímar  frá inntöku að svefni. Rosalega sniðugt að geta stjórnað svefninum svona - eða mér finnst það allavega.
  •  Á morgun verður vekjaraklukkan stillt kl. 9 og þá er planið að vakna og byrja að læra, borða morgunmat og fara í sturtu.
  • Halda áfram að læra til klukkan 16.
  • Vinna frá 16 og þangað til einhvern tímann... Er hætt að reyna að höfða til samviskunnar í þessu liði þarna og vinna bara það sem mér ber og ekki mínútu lengur. Ég er endalaust tilbúin til að vinna en fæ ekkert á móti. Góðmennska mín í garð vinnunnar er horfin!

Og svona verða dagarnir út þessa viku nema á föstudaginn vakna ég fyrr því prófið byrjar kl. 9. 

Var þetta ekki skemmtilegt?

Held þetta sé komið gott í bili. Skal blogga fljótlega aftur þegar ég hef verið rosalega dugleg að læra :) Díll? Ok frábært :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

get nú ekki sagt að þetta hafi verið rosalegt blogg :p hehe.

dagarnir mínir framm að næsta prófi eru svona: sofa þar til nágrannar byrja og læra eftir þá :D mér finnst það mjöööög hentugt plan :p

Guðbjörg Þórunn, 4.12.2006 kl. 22:51

2 identicon

gott hjá þér! það er óþolandi að vera að vinna endalaust og hjálpa til og fá enga hjálp til baka!! skítum á solleiðis lið *pifffff*

annars bara good luck í prófunum

asta (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 10:15

3 identicon

Kjöt, namm!

Annars er ég sammála því sem Ásta sagði... 

Bjarni (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband