Óreiða taugasérfræðings

Það er allt á rúi og stúi heima hjá mér!! Ég er nú vön því að hafa smá óreiðu í kringum mig en núna er allt út um allt. Stofuborðið er til dæmis komið inn í herbergi og stærri sófinn er á ganginum, fyrir framan klósettið og litli sófinn er inni í eldhúsi :) Þvottagrindin er á miðju stofugólfinu :) Ég nenni ekki að taka til og nenni ekki að færa sófann því það er svo ferlega fínt að horfa á sjónvarpið bara beint úr rúminu :) Ég einmitt hálfligg núna, ét snakk, drekk kók og horfi á friends á meðan ég hangi í tölvunni :) Gerist ekki betra :)

 Það kom eitt barn í sunnudagaskólann í morgun - dóttir kirkjuvarðarins. Við spiluðum bara við hana og Sólveig vann lúdóið :) Spjölluðum svo við hana í smástund áður en kirkjugestir komu niður.

Ég er svo andlaus, var að vakna. Þurfti að leggja mig því sunnudagaskólinn tók svo á. Eða meira svona að ég fór seint að sofa og vaknaði snemma... held reyndar líka að ég sé að fá hausverk. Er að fara aftur til læknisins á þriðjudaginn og þá á að ákveða hvort ég fari til taugasérfræðings aftur eða ekki eða hvort hjartatöflurnar dugi sem fyrirbyggjandi lyf.Ég fór til taugasérfræðings þegar ég var 10 ára og var fyrst greind með mígreni. Pabbi hefur mikið gert grín að þeirri læknisheimsókn. Sagðist sjálfur geta látið mig grípa bolta án þess að fá borgað morðfjár fyrir. Skrítin læknisheimsókn það. Læknirinn lét mig grípa bolta til að athuga viðbrögðin, skoða einhverjar blekklessur og eitthvað meira sem ég man ekki. Út úr því fékk hann að ég væri með mígreni :)

 Í dag eiga margir snillingar afmæli. William Shakespeare var fæddur þennan dag árið 1564 held ég alveg örugglega og hann dó sömuleiðis þennan dag árið 1616. Halldór Laxness var líka fæddur þennan dag árið 1902 (er það rétt hjá mér?). Hildur er 21 árs í dag og Þorkell Gunnar tvítugur! Til hamingju með daginn Brosandi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband