Áföllin dynja yfir!

Þá er þessi laugardagur á enda! Gerði nú fátt skemmtilegt í dag; lá í leti og horfði á Friends, borðaði, þvoði þvott, fór í sturtu og fór svo í vinnuna! Það var afskaplega rólegt í vinnunni þetta kvöldið, ekkert voðalega margir viðskiptavinir og bara í alla staði rólegt. Það eru útlendu viðskiptavinirnir sem gera vinnuna mína þess virði að vinna hana. Þeir eru svo ótrúlega kurteisir, sérstaklega Bandaríkjamenn en útlendingar eru yfirleitt mjög kurteisir. Föstu viðskiptavinirnir mínir eru líka yfirleitt mjög almennilegir. En svo eru sumir sem eru hrikalega dónalegir. Það eru alveg fullt af hlutum sem við eigum ekki til í búðinni og sumt fólk hreinlega missir sig ef maður á ekki til það sem það vantar, úthúðar starfsfólkinu fyrir lélega þjónustu, lélegt vöruval og hátt verðlag!! Allir þessir hlutir eru náttúrulega á valdi eins skitins vaktstjóra og kassastarfsmanns!! Maður verður svo ótrúlega pirraður og sár því það er akkúrat ekkert sem ég get gert í öllum þessum liðum. Jú kannski í þjónustupartinum en mér finnst ég veita mjög góða þjónustu. Ég hef aldrei verið dónaleg eins og ég hef samt séð í búðinni minni... Æ sorry, ég er hætt að tala um búðina mína.

 Á morgun er næstsíðasti venjulegi sunnudagaskólinn - eða ég vona það. Er orðin ofsalega þreytt á að geta aldrei gert neitt af viti á laugardagskvöldum af því að ég þarf að vakna á sunnudagsmorgnum. Í kvöld er til dæmis afmæli sem mér er boðið í en kemst ekki, bæði af því að ég var að vinna til rúmlega miðnættis og svo af því að ég þarf að vakna fyrir allar aldir til að fara í kirkjuna. Það sama er uppi á teningnum næstu helgi - Jóhannan mín er að halda upp á 25 ára afmælið sitt og ég er að vinna til hálf 8 og svo er kirkjan morguninn eftir og afmælið í Keflavíkinni. 

 Litli bróðir minn verður tuttugu ára næstu helgi!!! Það þýðir að ég á einungis tæpa 8 mánuði í mitt 25 ára afmæli Öskrandi Almáttugur minn!! Mér finnst ég engan veginn vera tilbúin í að verða 25 ára!! Bara ekki á nokkurn hátt! Þarf maður eitthvað að þroskast þegar maður verður löglega kominn á þrítugsaldurinn? Öskrandi Mig vantar áfallahjálp!!!!! 

 Ég ætla að horfa á Boston Legal og jafnvel fara bara að sofa... býst ekki við að neitt spennandi gerist úr þessu.

Góða nótt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ég kannast við þennan dónaskap úr vinnuni hjá mér. alveg óþolandi. ekki erum það við tvær sem ákveðum verðið eða hvað er til!
talandi um aldur. LITLAN ÞÍN ER AÐ FARA Í FJÖLBRAUTASKÓLA OG BÍLPRÓFIÐ NÁLGAST! mér finnst þetta bara skrítið :)

Guðbjörg Þórunn, 23.4.2006 kl. 02:12

2 identicon

Mér finnst að þú eigir að vera á þessari síðu! Mér lýst aldeilisvel á það!

Síðan er ég sérstaklega sátt við það ég er efst á bloggara listanum haha! :p

En mér finnst þetta stórfínt blogg hjá þér og ji minn eini þú ert ekki að verða 25...fólk eldist ekki í mínum heimi! Það er bannað! Eins og ég verð 22 ...iss piss ég er ekki alveg að höndla það haha :p
Þó sérstaklega þar sem flestir halda að ég sé á aldrinum 14-18 hérna úti :S haha!

Dagny (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 04:22

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Það halda líka flestir að ég sé ekki degi eldri en tvítug þannig að ég hef alveg þrjú ár fram yfir þig!! úFFFFF!

Þjóðarblómið, 23.4.2006 kl. 10:04

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Og já, litla yndislega sumarbúðabarnið mitt sem fyrir ekkert svo löngu síðan var 7 ára lítil trítla er að fara í framhaldsskóla í haust!!!

Það er bannað að eldast svona hratt!!!

Þjóðarblómið, 23.4.2006 kl. 10:07

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

sama hvað ég verð gömul og stærri en þú þá verð ég alltaf litlan þín :)

Guðbjörg Þórunn, 23.4.2006 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband