19.11.2006 | 13:54
Kærleiksbjarnastara
Ég sit uppi í rúmi í náttfötunum umkringd hreinum rúmfötum (skipti um í gær), það er kveikt á kertum og ég nýt þess að hafa það svona kósý og læra. Snjórinn úti er æðislegur! Það er orðið rosalega jólalegt og ég er með kveikt á Clay Aiken - Merry Christmas with Love Elska jólalög og snjó! Verst að ég þarf að fara út á bílnum mínum á eftir. Fór niður í þvottahús áðan og sá að hann er allur þakinn snjó. Gaman að skafa af honum á eftir. Bara svona til að deila því með ykkur þá á ég afmæli eftir 30 daga og jólin eru eftir 35 daga. Oh hvað það verður skemmtilegt.
Annars er það nú að frétta að snillingurinn minn litli hann Benóný segir Tóta!! Oh það er svo gaman. Hann er svo duglegur og mikið yndi - þótt hann hafi vakið mig fyrir kl. 7 á laugardagsmorgni. En það var allt í lagi, við horfðum bara saman á Kærleiksbirnina Þeir eru svo skemmtilegir! En það kom samt ekkert: Fimm, fjórir, þrír, tveir, einn STARA!! í þessum þætti
ég fór nú eiginlega bara næstum að gráta!
Annars fór helgarfríið mitt fyrir lítið. Deginum í gær eyddi ég í miklum kvölum (getur maður sagt svoleiðis) og kvöldinu líka. Lagði ekki í að fara og hitta krakkana á KFS fundi. Hitti reyndar Hafstein minn í gær, það var rosalega gaman. Ég fór svo heim af kaffihúsinu og ætlaði að læra - en hausinn var sko ekki á því!! Hræðilegur sársauki! Ég lagði mig og vaknaði við símann rétt fyrir 8 og átti þá enn eftir að fara í fyrstu sturtu dagsins Fór í sturtu og kúrði yfir vídjó og var svo komin upp í rúm fyrir kl. 11- ætlaði aldrei að geta sofnað og svo þegar það tókst svaf ég rosalega illa útaf verkjum!! En þetta er í lagi núna. Fór fram úr fyrir kl. 11 og settist við tölvuna og fór að læra. Gengur ágætlega.
Ætla niður í þvottahus og kannski taka myndir af týnda bílnum mínum og koma aftur upp að læra. Tveir æskulýðsfundir í dag - annar kl. 5 og hinn kl. 8. Hitti svo Tinnu mína í mat í millitíðinni Hlakka mikið til.
Setti inn myndir af bílnum mínum og svo af Benóný mínum. Ég fór með koddann minn til Keflavíkur - get sko ekki sofið án hans og Benóný fór að leika með hann um leið og hann sá hann. Ekkert smá skemmtilegt. Amma hans fékk koddann lánaðan til að hafa undir bakinu í sófanum og hann varð brjálaður. Að hún skyldi voga sér að taka af honum koddann!! Hann er svo fyndinn!
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlakka meira til :D
Tinna Rós Steinsdóttir, 19.11.2006 kl. 14:33
ég er sammála þér með snjóinn og jólin. það er allt á kafi í snjó hérna. þarf sem betur fer ekkert að fara út því annars yrði ég rennandi blaut uppað hnjám! var að setja rauð rúmföt á rúmið mitt. það eru greinilega að koma jól :)
Guðbjörg Þórunn, 19.11.2006 kl. 16:58
Það er svo gaman að fara út í snjónum. Ég gekk í skólann í morgun, það var erfitt en gaman :) Svo er ýkt skemmtilegt að keyra í snjó... ef ég fæ að vera í friði. Ég skipti nú bara úr Bangsímon-sængurveri yfir í Bangsímonsængurver
Þjóðarblómið, 20.11.2006 kl. 16:34
snjó snjó meiri snjó
Ólafur fannberg, 20.11.2006 kl. 16:47
oooohhhhh!!! so so so much snow!!! I have NEVER even seen snow like ths before!!!
Marisa (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 18:23
Marisa, This is nothing like Sunny California
The snow is awesome
I love it!!
Þjóðarblómið, 20.11.2006 kl. 18:51
ég á ekki bangsímon sængurver, ég skipti bara úr rauðu í rautt
Guðbjörg Þórunn, 20.11.2006 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.