17.11.2006 | 15:46
End of an era
Þá er fimm vikna vettvangsnámi lokið! Ég veit satt best að segja ekki hvað mér finnst um það. Í aðra röndina er ég fegin að þurfa ekki að þola þetta endalausa áreiti allan daginn en á hinn bóginn nenni ég ekki að byrja að takast á við þessi endalausu verkefni sem bíða núna í skólanum. En þetta tekur víst allt enda þótt maður sjái ekki fram á það í byrjun. Ég verð að viðurkenna að ég sakna nemendanna minna smávegis - sérstaklega 10. bekkjarins. Þau voru æðisleg. Reynar voru þau það öll, allir bekkirnir sem við kenndum en elstu krakkarnir áberandi bestir. Við vorum kvaddar með virktum áðan. Elduð handa okkur súpa og brauð, aðstoðarskólastjórinn hélt smá tölu og við sátum fyrir svörum um hvernig okkur hefði þótt að vera í þessum skóla.
Ég fór á Mýrina í gær. Hún var mjög góð (allt sem Baltasar gerir er gott - það er enginn vafi á því!) en mér fannst söguþráður sögunnar ekki fá að standa nógu vel. Staðreyndum breytt en in the end breytti það engu þannig lagað. Baltasar gerði þetta mjög vel og myndin er góð. Björn Hlynur er OF sætur!! Úfff!!
Hvað fleira hef ég gert merkilegt síðan ég bloggaði síðast? Ég fór í keilu með Hjallakirkjukrökkunum mínum og ég vann EKKI!! Ég lenti í öðru sæti á eftir einum strákanna! Ég trúi því varla ennþá. Ég tapa sko næstum aldrei í keilu!!
Leikfélagið Platitude var með tvær sýningar af Erfingjum eilífðarinnar í vikunni og ég fór á seinni sýninguna. Ég fór næstum að grenja, ég var svo ótrúlega stolt af sköpunarverkinu mínu (og Rakelar). Ég saknaði þó nokkurra leikara frá gömlu uppsetningunni en aðrir slógu forvera sína út. Að öllum öðrum ólöstuðum stóð Þorleifur sig best í hlutverki Djöfulsins! Hann var geggjaður! Hann er svo ótrúlega hæfileikaríkur, bæði sem leikari og söngvari. Gísli Davíð er líka frábær sem og margir aðrir. Ég hef horft á Gísla Davíð vaxa og þroskast, bæði sem persónu og leikara og munurinn á honum þegar hann var að byrja hjá okkur - 15 ára feiminn strákur orðinn að rúmlega tvítugum, þroskuðum og ófeimnum myndarlegum manni...
Ég er á leiðinni til Keflavíkur - svona þegar ég nenni að standa upp - því ég er að fara að passa Benóný ásamt mömmu minni. Eða mamma er að fara að passa og ég að aðstoða hana. Ásta og Halli eru á leið í sumarbústað yfir helgina. Ætla að reyna að nýta helgina til að læra.. og svo sunnudaginn til að þrífa heima hjá mér... eða gera eitthvað annað
Ætla að kveðja ykkur með mynd af Heiðdísi og vini hennar Tígrisdýrinu sem er fyrir framan lestarstöðina í Osló.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn Hlynur *slef* úbbs aðeins of mikið lyklaborðið á floti!!!
mér fannst alltof hreint heima hjá honum, mér fannst hann of grannur en að öðru leyti var ég ánægð! ef að ég á að gagnrýna e-ð þá er það Ingvar E Sigurðss. mér fannst hann eini sem að var svona hálftilgerðarlegur á tímum í myndinni eins og einkennir allar íslenskar myndir (sorry alhæfingarnar, en mér líka ekki ekkert margar íslenskar myndir) annars fannst mér Elínborg eða sú sem að lék hana ÆÐI eins og ég fíla hana ekkert alltaf.... vó heil ritgerð komin um mýrina hjá mér;) þetta gerir Þorvaldur kennari manni, maður fer að tala í ritgerðum;)
ásta (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 16:02
Ég hef lítið verið heima hjá Birni Hlyn þannig að ég þekki það ekki
Mér finnst að Baltasar hefði átt að leika aðalhlutverkið sjálfur! Það hefði verið geðveikt 
Þjóðarblómið, 17.11.2006 kl. 16:06
Það er nú bara af því að þú ert skotin í honum
Lutheran Dude, 17.11.2006 kl. 16:53
Ég hata að taka til...
...eða hata það kannski ekki beint heldur á mjög erfitt með að koma mér af stað :/
Bjarni (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 19:23
bara kommenta :)
hef ekkert að segja
blee :*
Guðbjörg Þórunn, 18.11.2006 kl. 08:53
égheld hún hafi veriðað meina of hreint heima hjá Erlendi.... annars fannst mér þetta góð mynd og bannað að lasta Ingvar E hann var bara góður í þessari mynd!
Guðrún , 19.11.2006 kl. 11:53
Hlín: Þetta er meira og alvarlegra en skot! Ég elska manninn!!
Guðrún: Góður punktur. Hefði kannski þurft að setja kommentið hennar systur minnar í samhengi við færsluna mína
Þjóðarblómið, 19.11.2006 kl. 12:44
Björn Hlynur er klárlega hönk.is! Ég hló næstum því í hvert skipti sem hann kom á skjáinn, kerling og vælukjói sem hann var í þessari mynd. Ég hugsa samt að hann gæti alveg verið pínu svona í raun og veru. En það er allt í lagi, ég ætla samt að vera skotin í honum í smá stund í viðbót :) Hehe.......áttu latte.......fyrirgefðu var þér nauðgað........ég á svoldið erfitt með að anda hérna. Vá hvað hann var fyndinn! :)
Mér fannst Ingvar standa sig bara nokkuð vel, var ánægð að sjá hann leika svona gamlan (pínu) en ekki einhvern sem á að vera 20 árum yngri en hann er sjálfur. Ólafía Hrönn var góð......Ágústa Eva var góð.......já og fleiri bara. Mér finnst samt svoldið skrýtið að Ágústa Eva sé talin ein af 3 stærstu hlutverkunum í þessari mynd. Mér fannst hún bara númer svona 5 í röðinni eða e-ð! Merkilegt nokk!
og já............Baltasar.......mmmm :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 19.11.2006 kl. 13:07
I love Baltasar!!! Ég fór sko örugglega 10 sinnum á Woyzek síðasta vetur bara til að sjá og heyra Björn Hlyn syngja. Ekki skemmdi það að hann var alveg góðan hluta sýningar á hvítum hlírabol og svo bara á svörtum, blautum boxer... *slef* Hönk dauðans!!!
Þjóðarblómið, 19.11.2006 kl. 13:16
Þið eruð að gleyma Atla Rafni. Hann er líka myndarlegur maður.... Hann hefði samt mátt geyma leðurbuxurnar heim á Eddunni.
Sólveig (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 22:09
Ég er ekkert að gleyma honum - fannst hann bara ekki jafn fagur og Baltasar og Björn Hlynur (af því að ég sá hann Baltasar svo mikið)
Þjóðarblómið, 20.11.2006 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.