... ég fann höfuð af strúti...

Noregsferðin okkar góða! Hún var æðisleg í alla staði. Frábærir ferðafélagar, gott veður og skemmtileg ráðstefna. Heiðdís er búin að segja svo skemmtilega frá á sinni síðu þannig að ég ætla kannski ekkert að vera að endurtaka þetta neitt frekar - bendi bara inn á hennar. En eg bæti svo bara við því sem mér finnst hún hafa gleymt Smile Við Heiðdís fórum að versla á fimmtudeginum á meðan strákarnir voru á NOSA-fundinum í Frederiksstad. Þar eignaðist hún vin í líki tígrisdýrs. Set mynd af henni inn bráðum. Er að hlaða myndavélina. Við röltum upp og niður Karl-Johan og skemmtum okkur konunglega. Veðrið var æðislegt, froststilla og sól. Gæti ekki verið betra. Okkur tókst að versla smá en það er líka bara nauðsynlegt þegar maður fer til útlanda. 

Í ferðinni eins og svo oft verður til einkahúmor. Setningin úr myndinni Með allt á hreinu (sem ég hef reyndar ekki enn séð) 'Vi har ingen Radhusplats men vi har Karl-Johan' var mikið sögð vegna þess að einn af stjórnendum mótsins heitir Karl-Johan. Annar hvor strákanna bað Heiðdísi um að segja honum þennan brandara en hun maldaði í móinn. Þá byrjaði annar þeirra (man ekki hvor) og lét hana svo segja þetta. Við hlógum þegar setningin kom: 'Vi har ingen Radhusplats men vi har Karl-Johan'. Þá heyrðist í Karl-Johan: So my name is a joke in Iceland!! Þetta var svo fyndið LoL

Svo á föstudagskvöldinu vorum við Heiðdís að spila við nokkra stráka og einn þeirra hafði komið til Íslands. Í þeirri ferð hafði fjölskyldan keypt disk með íslenskri folk-music. Hann söng fyrir okkur Krummi krunkar úti og við tókum undir. I stað þess að syngja: '... ég fann höfuð af hrúti...' söng hún: '... ég fann höfuð af strúti...'! Við hlógum svo mikið og enginn skyldi okkur. Við reyndum eftir bestu getu að útskýra orðaruglinginn en þeim fannst þetta ekkert fyndið. 

Við fórum langfyrst frá Frederiksstad því flugið okkar fór fyrst. Við tókum bílaleigubíl fyrir Karl-Johan á flugvöllinn - BMW sem Heiðdís keyrði. Við villtumst aðeins a leiðinni en okkur seinkaði ekki nema um hálftíma. Keyrðum um allan flugvöllinn til að leita að stæðum fyrir bílaleigubíla, keyrðum meira að segja niður einstefnubrekku inn í langtímabílastæðishús og upp einstefnugötuna aftur Smile Gaman að brjóta umferðalögin í öðrum löndum. Komumst loksins að check-in borðinu og komumst að því að flugvélinn okkar hefði verið seinkað um tvo og hálfan tíma til 16:30. Við fórum inn og fylgdumst spennt með skjáunum. skilaboðin á skjánum breyttust á um klukkutíma fresti. En oftast voru samt skilaboðin: New info 17:30... new info... new info. Var frekar þreytandi og um 9 fórum við og kröfðumst upplýsinga. Þá hafði fluginu okkar verið frestað og það hafði verið vitað heima á Íslandi frá kl. 3 um daginn. En við fengum ekki að vita það fyrr en um 9. Fengum loksins hótelherbergi, eftir að hafa verið á flugvellinum í 9 og hálfan tíma!! 

Komum loksins heim í gærmorgun um kl. 11. Þá var rúmlega einn sólarhringur frá því við fórum frá Frederiksstad. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

þið eruð nú meiri kjánarnir að keyra einstefnubrekku

annars hljómar þessi ferð bara vel, svona fyrir utan biðina á flugvellinum   ef það er eitthvað sem ég hata þá er það að bíða!

Guðbjörg Þórunn, 7.11.2006 kl. 22:16

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Þetta var rosalega skemmtileg ferð. Hlakka til að hitta þetta fólk aftur :)

Þjóðarblómið, 8.11.2006 kl. 10:39

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Æ hvað það er gott að það var svona gaman. Alltaf gott að hafa gaman að lífinu......annars er það ekki nærri eins skemmtilegt!! :) Gott samt að þú sért komin heim aftur, þá geturu kannski farið að hitta mig e-ð.........jey, skemmtileg hugmynd ;)

Tinna Rós Steinsdóttir, 9.11.2006 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband