Boot Camp hommar

123.is síðan mín er með einhverja stæla og vill ekki leyfa mér að birta blogg hjá sér þá ákvað ég að nýta bara þetta blogg á meðan. Alltaf gott að vera með mörg blogg - ef eitt skyldi nú klikka þá er ágætt að eiga varakost.

Þetta var sem sagt skrifað í gær en ég er búin að breyta einhverju samt: 

 

Hvað er það að láta mig hlaupa 5.6 fokking kílómetra á einni æfingu?!?! Við byrjuðum æfinguna á að skokka rólega Latabæjarhringinn (um einn kílómetri) og svo áttum við að hlaupa tvo 2.3 km. hringi í Laugardalnum. Tveir þannig hringir ættu að taka um 20 mínútur ef maður er í góðu formi. Það þarf nú varla að taka fram að ég er ekki í góðu hlaupaformi. Ég gat í fyrsta sinn hlaupið Latabæjarhringinn án þess að stoppa en hinir hringirnir voru ekki eins auðveldir. Ég ætla ekki að segja tímann minn en þið getið ímyndað ykkur hvernig mér gekk miðað við það að þegar ég var næstum því búin að klára fyrri hringinn minn kláraði fyrsti gaurinn seinni hringinn sinn!! Og eins og ávallt þá var ég síðust!! Man hvað það er niðurdrepandi til lengdar!

Ég fékk póstkort frá Tinnu minni í gær og það gladdi mig mjög. Það er rétt um mánuður í heimkomu hennar!

Ég fékk líka annað bréf í gær sem sagði mér að ég væri komin inn í Meistaranámið í Kennaraháskólanum. Ég er ótrúlega glöð og hlakka til að byrja í haust. Planið fyrir haustið er þá einhvern veginn svona: 100% fjarnám í M.Ed-námi, 100% vinna á leikskólanum, önnur hvor helgi í Húsasmiðjunni, einu sinni í viku í Hjallakirkju, þrisvar í viku í Boot Camp, einu sinni í viku stjórnarfundur KSF og svo annað sem til fellur. Það verður spennandi að sjá hvort ég lifi fram að jólum!

Jóhannan mín á afmæli í dag, er 27 ára gömul. Og í næstu viku verður Egill Björgvin, sonur hennar, eins árs! Hrikalega sem tíminn líður hratt. Kvöldin mín í vikunni eru öll fullbókuð og sum tví- og þríbókuð. Svo er helgin framundan og ég hlakka til hennar, verður fínt að fá smá frí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá! það verður nóg að gera hjá þér! Til hamingju með að vera kominn inn í Meistaranámið, vá það hljómar ýkt flott! Heyrðu þú gleymdir að minnast á Ölversdeildina okkar, svo þú hafir nú örugglega nóg að gera hehe annars hlakka ég bara til að sjá þig á föstudaginn og ég biðst velvirðingar á kommentleysi mínu

Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Lutheran Dude

Nú er bara að fara að taka einn latabæ auka eftir hverja æfingu þá hlýtur hlaupaþolið nú að skána...

Lutheran Dude, 7.5.2008 kl. 19:23

3 identicon

úff, nóg að gera! En þú hlýtur nú að lifa það af, allavega fram að jólum... Annars bara til lukku með að hafa komist í meistaranámið og gangi þér bara allt í haginn

Hildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband