29.10.2006 | 10:48
Með hangandi hendi
Ég er mætt í vinnuna og það er ekki mikið að gera eins og er, enda kannski skiljanlegt þar sem klukkan er bara rétt um 20 mínútur yfir 10. Vonandi verður svona rólegt bara það sem eftir lifir degi. Geðveik bjartsýni í gangi.
Ég fékk tvennar skammir í gær í vinnunni. Önnur þeirra var fyrir tónlistina en það má sko ekki spila hvað sem er hérna. Ég er með fjóra diska sem mega rúlla og án gríns þá held ég að þeir séu ekki fleiri. Safndiskurinn með Cat Stevens er í, Myndir Péturs Kristjánssonar, einhver einn enn og Með hangandi hendi með Ragga Bjarna. Ef ég þarf að hlusta mjög oft á það lag (Með hangandi hendi) mun ég líklega skjóta af mér hausinn *gubb* ég er komin með feitt ógeð á þessu ljóta lagi!! Svo von bráðar megum við byrja að spila jólatónlist. ÆTli ég fái þá ekki bráðum ógeð á henni líka! Nei nei, jólalög eru svo góð fyrir heilsuna :) Sérstaklega arían okkar Jóhönnu
Ég fékk heimsókn frá þeim Háteigsmæðgum í gær. Gerðu sér sérferð hingað uppeftir til að hitta mig. Þær buðu mér svo að koma með í bíó en ég beilaði á öllum vinum mínum í gær - og það án þess að láta vita! Oj hvað ég get verið leiðinleg.
Ég var spurð að því hvernig ég gæti verið svona hress svona eldsnemma á morgnana Góð sturta reddar öllu
Meginflokkur: Vinnan | Aukaflokkar: Bloggar, Ölver | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
pant vera fyrst að kommenta! :D
en hvaða tónlist spilaðiru? ég er byrjuð að spila jólalög og það er æðislegt, snjókorn falla með Ladda klikkar aldrei ;)
Guðbjörg Þórunn, 29.10.2006 kl. 11:06
Við vorum að skrifa bara einhverja skrifaða diska, allt í bland bara... Það var alveg bannað!!
Þjóðarblómið, 29.10.2006 kl. 11:08
þú meinar spila bara einhverja skrifaða diska :p en já okei. spes :)
Guðbjörg Þórunn, 29.10.2006 kl. 11:10
ég var einmitt komin með ógeð af celine dion, witney houston öllum júróvisjon lögunum og ælinu og vælinu á létt eftir 3 ár í rauslahaugnum!!!!
núna spilum við bara það sem að okkur langar en líka bara þegar að farþegar eru ekki...
ásta (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 12:29
Ég man eitt sumarið að þá var FM957 látið rúlla allan daginn við "mikinn" fögnuð frá mér. Mér leið eins og ég væri að hlusta á sama diskinn aftur og aftur og var farinn að huga að sjálfsmorðstilraunum...
Bjarni (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 13:20
Við Jóhanna áttum einmitt eitt svoleiðis sumar - sumarið '98, sællar minningar. Alltaf þegar við heyrum lögin fáum við flashback dauðans og skemmtum okkur við að rifja upp gamla tíma :)
Þjóðarblómið, 29.10.2006 kl. 14:46
dj.. he... ég var búin að skrifa ýkt mikið en strokaðist út. en jæja ég hafði kveikt á fm957 á laugardagsnóttina á meðan ég var sofandi og ég er komin með skamtinn af þeirri stöð til áramóta en árið 98 vorum við aðeins yngri og þá var allt í lagi að hlusta á þetta. En Þóra ég er sammála með þér að góð sturta gæti bjargað deginum hjá manni og kannski fleirum líka, þú skilur hvað ég meina ;-/ P.S. Signý Þóra biður að heilsa
Jóhanna M (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 09:02
Við skiljum vort annað... eins og einhver sagði hérna um árið :) Þessi lög eru líka bara minningin ein um þetta frábæra sumarið og félagsskapinn góða (og sæta ;) ). Ég hlusta ekki á FM núna.. meika það varla.. nema rétt svona smástund í einu ;)
Þjóðarblómið, 30.10.2006 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.