Vaknað við vondan draum

Tölvan mín er algerlega að drepa mig lifandi! Hún slekkur á sér endalaust og ég get EKKERT gert án þess að hún slökkvi á sér milljóns sinnum á leiðinni. Þessi færsla verður einmitt tilraun til að athuga hversu oft hún slekkur á sér á leiðinni og til að athuga hversu pirruð ég verð!! Nú er komið korter síðan hún slökkti á sér eftir að ég byrjaði á þessari færslu! Núna var ég að berjast við hana í annað sinn! Og það þriðja! Eins gott að vista reglulega! Ég er algerlega að missa þolinmæðina og langar helst að fara niður í Apple til að fá nýja tölvu - já eða bara endurgreitt! Þetta er að drepa mig sko! Vonandi þarf ég ekki að bíða mjög lengi eftir nýja stykkinu, nú þegar er komin rúmlega vika. Ef stykkið kemur ekki fyrir næsta miðvikudag get ég ekki tekið hana með til Noregs.

Ég setti myndir inn á síðuna mína í gær. Þær fóru undir Albúmin mín hérna til hægri á síðunni, í aðalvalmyndinni. Þetta eru 13 myndir frá því á Húsasmiðjudjamminu í Golfskálanum í Grafarholti, þar sem bara mín búð var að djamma. Ég tók ekki allar þessar myndir - bara svo það sé á hreinu. Ég sá heldur ekki um að svara í símann minn það kvöld Glottandi það var í höndum Stebba í timbrinu. 

Ég er að fara til Noregs eftir viku. Fer á fund með samferðafólki mínu í dag. Áður en það gerist þarf ég að mæta í STN og fara með bílinn minn á smurstöð. Það nefnilega logar eitthvað ljótt ljós í mælaborðinu. Þarf að komast að því hvað þetta er. Býst samt við að þetta sé tengt bremsunum, eða bremsuvökvanum. Svo er náttúrulega vinna, en ég fæ að mæta seint í hana vegna fundarins. Alltaf gaman að hafa alveg frjálsar hendur í þessari vinnu. 

Árshátíðin var æðisleg! Ég tók eitthvað af myndum en þar sem tölvan mín er þroskaheft og myndavélin virðist vera það líka, þá get ég ekki sett þær inn að svo stöddu. Ég elska fólkið sem ég er að vinna með! Alltaf gaman að djamma með þeim. Var meira að segja kölluð 'kynlífskonfekt' eins samstarfsfélaga. Það reyndar tel ég ekki sem hrós - allavega ekki þaðan sem það kom. 

Mig dreymdi ekkert smá óþægilegan draum í nótt. Ég veit samt ekki hvort ég hafi þolinmæði til að skrifa hann inn. Þetta er tilraun númer fimm til að klára þetta blogg. En ég skal reyna:

Mig dreymi að ég væri með systur minni og vinkonu hennar. Systir mín var búin að vera 'hætt' í eiturlyfjum í langan tíma, allavega hélt fjölskyldan það. Við fórum í heimsókn til einhvers stráks, sennilega í Njarðvík. Þar fengum við kókaín og tókum það allar. Tilfinningin var æðisleg (ekki það að ég þekki hana en í draumnum var þetta mjög raunverulegt) og við skemmtum okkur vel. Við ákváðum svo að ganga til Keflavíkur og fórum Brekkubrautina. Ég spurði systur mína hvort við ættum ekki að fara heim og halda jól með fjölskyldunni og hun samþykkti það. Fyrst stoppuðum við þó hjá Sýslumannsembættinu og keyptum gulrætur sem voru ræktaðar með einhverjum hreinum fíkniefnum. Við borðuðum þær og ég varð eitthvað skrítin af þeim. Fórum heim til mömmu og pabba og þau sáu á mér að ég væri undir áhrifum en ekki hún. Eg var líka svo veik og þau ætluðu með mig á spítalann til að láta dæla upp úr mér. Vaknaði við vonsvikin augu pabba míns! Hræðilegt augnablik alveg! Og mamma vonsvikin líka.
 
Tilraun fimm! Og nú er ég hætt. Eins gott ég fái mörg komment bara út á þolinmæðina hjá mér FYRIR ykkur! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að það hafa ekki margir kommentað hjá þér þrátt fyrir þrautagöngu þína við að koma þessu í loftið. Svo ég kom svona bara inn til að kvitta.

Emil Páll (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 21:09

2 identicon

mmhmm...maybe I´ll get used to being naked...I don´t know though, I have 20 years of being American against me! hehe ;)

-Riss

Marisa (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 21:45

3 identicon

ómæ.. það er enginn smá draumur!!
ég hugsa að þetta boði ekkert nema gott... annars hef ég ekki hugmynd um það, satt best að segja;)
En hvenær ætlaru að lenda frá oslo kona góð???
kannski verð ég að vinna og tek brosandi á móti þér
en hvaða vinkona mín var með mér í draumnum??

tásla (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 22:07

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Showering naked in the swimming pool is no problem Marisa :) But then again, I've been doing it for almost 25 years now... :)

Ásta: ég lendi á sunndeginum 5. nóvember. Ertu að vinna þá? Ég man ekki hver var með þér í draumnum, gæti hafa verið Tanía, en ég er samt ekki viss. Strákurinn var líka andlitslaus.

Þjóðarblómið, 26.10.2006 kl. 23:59

5 Smámynd: Ólafur fannberg

þolinmæði vinnur allar þrautir á endanum

Ólafur fannberg, 27.10.2006 kl. 00:02

6 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Hey, ég skal kommenta......bara því þú ert svo sæt! Hef voða fátt annað að segja! :) Getum við samt vinsamlegast planað deit soon......það er nú alveg kominn tími á smá Þóruspjall! :)

Love you!

Tinna Rós Steinsdóttir, 27.10.2006 kl. 01:09

7 identicon

ohhh er örugglega ekki að vinna þá;( komdu bara heim á mánudegi;)

ásta (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 08:23

8 identicon

veistu.... mig dreymdi í nótt að það væru allar vinkonur mínar fallnar nema ég.
Sara og Dagný voru alveg uppdópaðar oog e-h ein önnur sem að ég man ekki hver var og mamma og pabbi voru að reyna að taka af mér svo mikinn pening og voru að búa til allskonar skuldir á mig.. ég grét og grét og var svo reið og þetta var vondur draumur!!

Hvað er í gangi núna hjá systrunum?????

ásta (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 08:26

9 identicon

hey enginn linkur á mig? ;)

Berglind (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 09:56

10 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

tölvur eru heimskt fyribæri. mín slekkur samt ekki á sér, heldur stundum kveikir skjárinn bara ekkert á sér eða eins og um daginn manstu, powerpointið mitt datt út og ég var búin að vera svooo lengi að gera það! urrr :p

þessi draumur er ekkert smá sérstakur: "Fyrst stoppuðum við þó hjá Sýslumannsembættinu og keyptum gulrætur,, haha:p annars vona ég að talvan verði betri við þig litla krútt :*

Guðbjörg Þórunn, 27.10.2006 kl. 10:07

11 Smámynd: Þjóðarblómið

Ásta: Ji hvað er í gangi? Þetta er hrikalegt. Ógeðslegt að dreyma svona.

Tinna: já við verðum að fara að hittast bráðum.

Guðbjörg: já tölvan þín er líka eitthvað klikkuð. Þetta er ýkt böggandi!!

Þjóðarblómið, 27.10.2006 kl. 11:06

12 identicon

Dugleg að blogga ;)

Jóhannan (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 11:22

13 identicon

Talaðiru ekki um það um daginnn að þetta væri "algengur" galli í þessum týpum af Mac-vélunum sem þú ert með? Afhverju eiga þeir þá ekki þennan hlut á lager í staðinn fyrir að panta einn og einn :S

Draumurinn var fucked up :S mig dreymir OFT mjög skrýtna drauma og þegar ég hef kafað dýpra í þá, þá hef ég komist að því að þeir rætist, bara mismikið sem betu fer :P

Bjarni (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 12:20

14 Smámynd: Þjóðarblómið

Um leið og ég lýsti vandamálinu vissi hún hvaða stykki var gallað. Það hlýtur að vera að þetta hafi komið upp áður í fleiri tölvum, glætan að einhver gella sem er í afgreiðslu þekki þetta bara. Finnst það hæpið. En þau hafa kannski vonað að það kæmu ekki fleiri tölvur með þessa galla og ekki pantað af þeirri ástæðu. En það er asnalegt.

Þjóðarblómið, 27.10.2006 kl. 12:56

15 identicon

http://maclantic.com/?p=1402#respond

Bjarni (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 16:43

16 identicon

We met up with some American´s last night with Davíð and Fjóla last night and I asked the woman what she thought about the shower experience and she just said "OH MY GOSH! IT IS ONE OF THE MOST FRIGHTENING EXPERIENCES EVER!" hahahaha...oh my we are very uptight about this one Þóra!

Marisa (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 10:42

17 identicon

We met up with some American´s last night with Davíð and Fjóla last night and I asked the woman what she thought about the shower experience and she just said "OH MY GOSH! IT IS ONE OF THE MOST FRIGHTENING EXPERIENCES EVER!" hahahaha...oh my we are very uptight about this one Þóra!

Marisa (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 10:42

18 Smámynd: Þjóðarblómið

LOL!! People from all other countries than Iceland think it's terrible to shower naked in front of other people. We think it´s discusting to shower with your bathing suit on! :)

Þjóðarblómið, 28.10.2006 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband