Skuggabörn

Vinnan mín er æðisleg! Nei, ég lýg því reyndar, vinnan er ekkert æðisleg en fólkið sem ég vinn með er æðislegt sem gerir það að verkum að það er yfirleitt mjög gaman í vinnunni minni. Mér líður allavega vel í vinnunni og finnst alltaf gaman að mæta þangað Brosandi Í kvöld er árshátíð Húsasmiðjunnar og ég fann mér deit - ef hann kemur úr sveitinni í tæka tíð. Annars er ég með tvo til vara, já eða þrjá Glottandi Það verður örugglega mjög gaman en vandamálið er að finna föt til að fara í. Ég tók myndir af tveimur kjólum sem koma til greina en myndavélin/tölvan er eitthvað klikk og vill ekki leyfa myndunum að fara inn í tölvuna, þannig að ég get ekki sýnt ykkur.

En þeir sem til þekkja: sko! Ég hef verið í báðum kjólunum á árshátíð KSS og KSF (og fyrir Andreu: líka á árshátíð Kennó (ég sem sagt veð ekkert í fötum eða peningum til að kaupa föt)). Annar er ljósblár, hnésíður og mjög flottur. Hinn er svartur með glimmer-rósum. Ef þessi hvorugur koma til greina á ég ljósblátt, hnésítt pils og örugglega hvítan bol með því og svo bleikt pils en ég á ekki straujárn, þannig að það eiginlega kemur ekki til greina, fyrir utan það að ég kann ekki að strauja það. Síðast þegar ég fór í það þurfti karlmaður að strauja það fyrir mig. What to do?? What to wear?

Æfingakennslan gengur vel, enn sem komið er. Við erum ekkert byrjaðar að kenna af viti, tókum einn stafsetningartíma í gær í sameiningu. Ég fór yfir textann áður, helstu reglur og svona og svo las Andrea hann upp - hún er með svo þægilega rödd að hlusta á. Annað er víst ekki hægt að segja um mig. Fékk að heyra það í fyrsta vettvangsnáminu að það væri ekki gott að hlusta á mig Óákveðinn og ég væri með óþægilega rödd. 

Ég fór á Bókamarkaðinn sem var í gamla World Class húsinu um daginn og keypti tvær barnabækur og eina bók fyrir mig. Bókin sem ég keypti handa mér heitir Skuggabörn og er eftir Reyni Traustason. Ég opnaði hana fyrir tveimur dögum og hef varla getað lagt hana frá mér. Hún er ótrúlega átakanleg og vel skrifuð. Þetta er stór heimur sem teygir anga sína út um allt. Ég þakka fyrir að hafa aldrei verið boðið nein fíkniefni, því hver veit þá hvar ég væri stödd í dag? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur verið dóp... ég er ekkert verri maður fyrir vikið :)

Bjarni (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 14:33

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Nei, en þetta er spurning um viljastyrk til að afþakka.. hver veit hvort ég hefði hann þegar á hólminn er komið? Maður veit aldrei og þess vegna þakka ég fyrir að hafa aldrei verið boðið neitt.

Þjóðarblómið, 21.10.2006 kl. 14:49

3 identicon

Ég myndi velja bláa kjólinn, hann fer þér vel :) kv. Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 16:46

4 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

svartur með glimmer rósum hljómar vel. annars ertu fín í hverju sem er :) bara ekki fara í gulu buxunum og rauða ölvers bolnum ;) hehe.

mér finnst fínt að hlusta á þig nema þegar þú talar hratt, en það hefur farið minkandi finnst mér svo þetta er allt í rétta átt :)

Er svo ekki frá því að þú sért byrjuð að bæta þig í blogginu, dugleg þú ;p

Guðbjörg Þórunn, 21.10.2006 kl. 18:09

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Allt fyrir kvartarann minn litla :)

Takk Andrea :) Held ég haldi mig við bláa kjólinn :)

Guðbjörg: ég er búin að mæta í gulu kvartbuxunum mínum (þessum ýkt gulu) í vinnuna og það var horft mikið á mig :) Gaman gaman :)

Þjóðarblómið, 21.10.2006 kl. 18:12

6 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

það er vinna ekki árshátíð :p

annars yrðir þú pottþétt mjög áberandi í kvöld ef þú færir í þeim :p en þú ert með deit svo þú þarft þess ekki ;)

Guðbjörg Þórunn, 21.10.2006 kl. 18:15

7 Smámynd: Þjóðarblómið

einmitt :) það fylgir því samt ekki hvað deitið mitt er gamalt eða neitt ;) en ég verð sæt :) hef engar áhyggjur af öðru :)

Þjóðarblómið, 21.10.2006 kl. 18:17

8 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

þú ert ágæt :)

Guðbjörg Þórunn, 21.10.2006 kl. 18:26

9 identicon

ég held að þú hafðir sagt nei við dópi!!
þú ert sterka systirin þegar að kemur að þessu og bara sterkasta systkynið af öllum 5, það er alveg á hreinu!
en ég segji bláa pilsið og hvítur bolur (klárlega) man eftir þér eolleiðis í skírninni hans Benónýs ÝKT SÆT! u go girl on yr date, það skiptir engu máli hvað dúddinn er gamall, bara að hafa gaman;) góða skemmtun

ástan (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 20:17

10 Smámynd: Þjóðarblómið

Oh ég hafði svo geðveikt gaman :) Brilliant árhátíð :)

Þjóðarblómið, 22.10.2006 kl. 18:57

11 Smámynd: Þjóðarblómið

Veistu Asta, ég er ekkert endilega sammála þér með það, en ég lærði soldið af mistökum þeirra sem á undan fóru og langaði ekki að verða eins og þær. Þótt þær hafi kannski spjarað sig ágætlega er ég voða fegin að hafa sloppið. Sérstaklega eftir að ég las þessa bók og fegin að allir mínir eru komnir til baka :)

Þjóðarblómið, 22.10.2006 kl. 19:02

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég las þetta allt og komst af því að ég þekki þig ekki... Núna veistu það bläss.. ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.10.2006 kl. 21:15

13 identicon

Bara að kvitta.

Emil Páll (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband