16.10.2006 | 00:37
Elsku Tóta!
Ég á bestu foreldra í heimi! Ég var að vinna í dag og reyndar alla helgina og þegar ég kom heim til mín var miði á borðinu mínu sem á stóð:
"Elsku Tóta!
Við settum mat í frystinn.
Kveðja mamma og pabbi."
Þau vita að ég elda yfirleitt ekki - já eða bara aldrei og voru svo góð að koma með tvenna afganga handa mér :) Ég vissi reyndar ekkert að þau hefðu komið í bæinn og þau tóku engan rúnt upp í Grafarholtið en engu að síður - gaman að vita að þau hafið komið og hugsað um litla dekurdýrið sitt :) Ég er enn að bíða eftir skömmum fyrir drasl og dót út um allt - en mamma segir: Þín íbúð, þinn skítur :)
Tek það fram að það verður tekið til og þrifið fyrir afmælið mitt :) Þangað til fær enginn að koma hingað inn :)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÉG FÉKK AÐ HEYRA ALLT UM "HREINLÆTIÐ" Í ÍBÚÐINNI ÞINNI.....
huh..humm..
ástan (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 12:56
ekki skítur bara drasl það er tvennt ólíkt
mamma (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 13:16
alveg ótrúlegt þetta drasl. skil ekki hvernig það er hægt að drasla mikið til þegar maður er ein, en jújú það er hægt. ég fæ alltaf að finna fyrir því á miðvikudögum því þá er þrífidagur og herbergisskoðun.
Guðbjörg Þórunn, 16.10.2006 kl. 14:07
Æ það er svo lítið mál að hafa drasl! Þetta safnast saman þegar maður hefur ekki tíma/nennu til að taka til.
Þjóðarblómið, 16.10.2006 kl. 18:10
nennan tekur ávalt völdin hjá mér, hef alveg tíma en oft vill letin verða of mikil :p
Guðbjörg Þórunn, 16.10.2006 kl. 20:52
Þetta er allt að gerast :) Er lasin heima þannig að skíturinn fær að hverfa :) og þvotturinn að verða hreinn :)
Þjóðarblómið, 17.10.2006 kl. 15:28
það er allt orðið tandur hreint hér :D var að leggja frá mér tuskuna svo núna er það bara stærðfræðin og námsáætlunargerð :)
við erum svo duglega Þóra ;D
Guðbjörg Þórunn, 17.10.2006 kl. 16:19
Svona líka :)
Þjóðarblómið, 17.10.2006 kl. 16:39
Bara að kvitta.
Enil Páll (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.