Elsku Tóta!

Ég á bestu foreldra í heimi! Ég var að vinna í dag og reyndar alla helgina og þegar ég kom heim til mín var miði á borðinu mínu sem á stóð:

"Elsku Tóta!

Við settum mat í frystinn.

Kveðja mamma og pabbi."

Þau vita að ég elda yfirleitt ekki - já eða bara aldrei og voru svo góð að koma með tvenna afganga handa mér :) Ég vissi reyndar ekkert að þau hefðu komið í bæinn og þau tóku engan rúnt upp í Grafarholtið en engu að síður - gaman að vita að þau hafið komið og hugsað um litla dekurdýrið sitt :) Ég er enn að bíða eftir skömmum fyrir drasl og dót út um allt - en mamma segir: Þín íbúð, þinn skítur :)  

Tek það fram að það verður tekið til og þrifið fyrir afmælið mitt :) Þangað til fær enginn að koma hingað inn :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG FÉKK AÐ HEYRA ALLT UM "HREINLÆTIÐ" Í ÍBÚÐINNI ÞINNI.....
huh..humm..

ástan (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 12:56

2 identicon

ekki skítur bara drasl það er tvennt ólíkt

mamma (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 13:16

3 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

alveg ótrúlegt þetta drasl. skil ekki hvernig það er hægt að drasla mikið til þegar maður er ein, en jújú það er hægt. ég fæ alltaf að finna fyrir því á miðvikudögum því þá er þrífidagur og herbergisskoðun.

Guðbjörg Þórunn, 16.10.2006 kl. 14:07

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Æ það er svo lítið mál að hafa drasl! Þetta safnast saman þegar maður hefur ekki tíma/nennu til að taka til.

Þjóðarblómið, 16.10.2006 kl. 18:10

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

nennan tekur ávalt völdin hjá mér, hef alveg tíma en oft vill letin verða of mikil :p

Guðbjörg Þórunn, 16.10.2006 kl. 20:52

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Þetta er allt að gerast :) Er lasin heima þannig að skíturinn fær að hverfa :) og þvotturinn að verða hreinn :)

Þjóðarblómið, 17.10.2006 kl. 15:28

7 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

það er allt orðið tandur hreint hér :D var að leggja frá mér tuskuna svo núna er það bara stærðfræðin og námsáætlunargerð :)

við erum svo duglega Þóra ;D

Guðbjörg Þórunn, 17.10.2006 kl. 16:19

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Svona líka :)

Þjóðarblómið, 17.10.2006 kl. 16:39

9 identicon

Bara að kvitta.

Enil Páll (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband