Tilhlökkunarkvíði

Það er alltaf verið að heimta blogg af mér. Mér finnst nú að það fólk eigi að kommenta :) Fæ reglulega hint frá Ástu systur um að ég verði nú að fara að blogga því mamma og pabbi séu alltaf að kvarta í henni um bloggleysi :) Hef nú samt ekki um neitt margt að blogga. 

Á morgun fer ég á námskeið á vegum KFUM og K sem heitir Verndum þau sem unnið er upp úr samnefndri bók. Þar af leiðandi mæti ég ekki í vinnu fyrr en um kl. 2 eða eitthvað... eða bara svona þegar ég nenni.

Ég lokaði búllunni alein í dag. Ég er hvorki komin með öryggiskóða né lykil en er samt látin loka og læsa. En það reddaðist. Það er til aukalykill og svona standard kóði sem er bara hægt að læsa með. Með honum get ég ekki opnað sem er frekar slæmt því ég þarf að gera það á sunnudaginn. En þetta eru mistök verslunarstjórans og því mætir hann á svæðið kl. 10 á sunnudagsmorguninn til að opna búlluna :) Verði honum að því. Sunnudagurinn verður fyrsti dagurinn sem ég er alveg ein og óstudd í upplýsingunum.

Á mánudaginn byrjar svo vettvangsnámið. Akkúrat eins og er er ég mjög kvíðin fyrir þessu en það lagast samt örugglega um leið og við mætum í skólann. Viðtökukennarinn okkar er hinn viðkunnuglegasti og það verður örugglega gaman að kenna undir hans leiðsögn.

Ég er svo alvarlega húkt á friends að ég er eiginlega hætt að vita hvað er í sjónvarpinu! Ég horfi á Friends, eða sko, friends er í gangi nánast alltaf þegar ég er heima en ég hlusta meira á þetta heldur en horfi. Svo þegar ég horfi á þetta kannast ég ekkert við sumar senurnar en þekki samtölin.

Guðbjörg mín er orðin spennt fyrir bloggi þannig að ég ætla að birta þetta og sýna ykkur í leiðinni mynd af Benóný. Ég tók þessa mynd þegar ég passaði hann um daginn :) Sofandi og sætur :) 


img_0061.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

jeiii :D ég fór sko inná síðuna þína á einnar min fresti til að athuga hvort bloggið væri komið :p haha.

ég verð nú að bæta mig í kommentunum því ég vil fá blogg :p

skil ekki þetta friends dót. hef aldrei verið mikið fyrir að horfa/hlusta á þetta

Guðbjörg Þórunn, 14.10.2006 kl. 01:20

2 Smámynd: Þjóðarblómið

ég elska friends :) get horft/hlustað endalaust á þá :)

Þjóðarblómið, 14.10.2006 kl. 01:22

3 identicon

elska friends!! of elska þetta litla fallega sofandi barn;)

ástan (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 12:45

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Hann er nú ekkert lítill lengur :) Alger risi :) En sætur er hann :)

Þjóðarblómið, 14.10.2006 kl. 13:31

5 identicon

Já nú kemst ég inn með skoðun,þó hún sé engin sérstök að sinni. Ég get hins vegar ekki skráð mig í innskráninguna efst á síðunni, því þar er mér hafnað og verð því bara óskráður áfram þegar ég slepp inn. Annars með kveðju.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 17:42

6 identicon

ég var að tala við MogP í gærkveldi og þau sögðu mér að þú værir búin að blogga... þau er sem sagt búin að koma og lesa en kommenta ekki..hva,hva??
annars erum við bara heima við mæðginin og voffi litli og höfum það kósý! B er með hita og ég er að krossa putta að hann kúki nú þessari veiru bara út úr sér (hann er að rembast as we speak) mér langar svooo alls ekki að taka veikindadag á morgun.
Og hversu glatað er að leikurinn hafi farið 1-1;/

ástan (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 11:45

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Mamma og pabbi lesa alltaf bloggið mitt og mamma hefur einu sinni skilið eftir sig ummerki í kommentum og einu sinni í gestabók. Núna er kominn ýkt erfiður tími hjá mér og ég get örugglega ekkert komið til Keflavíkur á virkum dögum næstu fimm vikurnar!! Þannig að ég get ekki hjálpað með litla prins þótt ég fegin vildi.

Ertu að tala um leikinn sem Halli er á núna? Ef hann var ekki að keppa við United þá er mér alveg sama hvort Liverpool hafi tapað eða gert jafntefli! :)

Þjóðarblómið, 15.10.2006 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband