Horft til fortíðar

Helgin mín er búin að vera ótrúlega góð! Föstudagskvöldinu eyddi ég bara heima með tölvunni og sjónvarpinu. Kveikti á kertum og hafði það bara gott. Laugardagurinn fór í þvotta og þrif - ekki vanþörf þar á get ég sagt ykkur. En mikið var gott að geta klárað eitthvað. Ég fór svo í sex ára afmæli hjá dóttur systur minnar. Það var ágætt nema hún átti ekki kók handa kókistanum systur sinni!! Isss - finnst það léleg frammistaða. Eftir barnaafmælið var ferðinni heitið suður með sjó í matarboð til Sigga, bróður hennar Jóhönnu og Magneu konu hans. Þau héldu matarboð til að þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir og í brúðkaupinu þeirra. Það var mjög gaman og góður matur - grillpinnar með einhverju grænmeti, laxi og þorski. Ég elska fisk :)

Við Jóhanna létum okkur svo hverfa og fórum í stelpuparty til nöfnu minnar. Takk fyrir að leyfa mér að gerast boðflenna Þóra. Þar voru nokkrar góðar samankomnar en við létum okkur hverfa eftir um hálftíma. Við ákváðum að rúnta eins og við gerðum oft í gamla daga. Fórum á Aðalstöðina og keyptum okkur kók og snakk - nauðsynlegt á rúntinum okkar - og fórum heim til hennar til að finna nokkra geisladiska. Það er skemst frá því að segja að það var mikið sungið, mikið spjallað og mikið hlegið - rétt eins og í gamla daga. Við eigum okkur fullt af lögum. Flest lögin Pottþétt 12 disknum (sem ég á - ekki segja neinum!) voru spiluð 100 sinnum á dag á FM 957 sumarið 1998 - sumarið sem Jóhanna fékk bílpróf. Þvílíkar minningar sem fylgja þessum lögum. Sálin hans Jóns míns er líka eitthvað sem minnir okkur hvor á aðra og sum lög meira en önnur :) Einnig er eitt lag sem við Jóhanna eigum saman og það er arían okkar. Veit ekki alveg hvort ég ætti að segja frá því, en alltaf þegar við höfum almennilegan tíma til að rúnta náum við í Pottþétt jól og blöstum Aríunni okkar og laugardagskvöldið 7. október var engin undantekning! Það er svo gaman að syngja þetta með henni og eitthvað sem bara við tvær eigum!!

Eftir að hafa rúntað Garð og Sandgerði - sem er alger möst - kíktum við til einnar vinkonu Jóhönnu, skoðuðum brúðkaupsmyndirnar hennar og fórum svo niður í bæ á djammið. Við byrjuðum á að kíka á Trix en þar sem hljómsveitin var í pásu voru mjög fáir þarna inni og við héldum yfir á Paddy's. Þar voru ekkert nema Pólverjar og gamlir kallar en hljómsveitin var ágæt og við sátum þarna í smástund með Lindu Kristínu, Krissu og Helenu. Ætluðum á H.inn en það kostaði 1000 kall inn og við nenntum því ekki. Ákváðum þá að reyna einu sinni enn við Trix og þá var hljómsveitin Bermúda byrjuð að spila aftur. Það voru nú ekkert mjög margir þarna, enda klukkan rétt að verða hálf 4 og fólk þá að byrja að tínast á djammið. Við fórum bara aftur á rúntinn, skemmtum okkur konunglega, sáum Drop Dead og höfðum það gaman :)

Sunnudagurinn fór í að aðstoða Ástu systur með verkefni og svo í æskulýðsfélög. Þau gengu ágætlega. 22 unglingar mættu í Lúkas og 8 í USH. Vonum að þau komi fleiri í USH næst. 

Daglega lífið gengur fínt. Ég er í því að þjálfa nýja krakka í vinnunni og vona að þeir hætti ekki eftir korter eins og margir af þessum litlu krökkum hafa verið að gera. Það er alveg óþolandi að vera endalaust með ýkt nýja krakka sem kunna ekki mikið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk æðislega fyrir frábært kvöld, ekkert smá gaman og alveg komin tími á að garga aríuna frægu.

Jóhanna M (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 08:23

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Garga!! Þetta var sko ekkert garg heldur íðilfagur söngur :)

Þjóðarblómið, 11.10.2006 kl. 10:41

3 identicon

Það er ekkert fyrir hvern sem er að vinna í Húsó. Ég veit um einn sem var ráðinn og hann mætti ekki einu sinni í eitt skipti...

Bjarni (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 12:35

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég var með eina í þjálfun sem horfði á mig í korter og ákvað að hún gæti þetta ekki. En hún fékk vinnu inni í fatagangi í staðinn. Hún reyndar var alveg óskaplega lesblind og hrædd viðað gera mistök.

Þjóðarblómið, 11.10.2006 kl. 13:20

5 identicon

mjög góð færsla!! þín besta í langan tíma;=)
löng og brosleg og jólalög?? say what??
neihhneihh ég er jólafrík og stelst stundum í eitt og eitt lag sama hvaða árstími er.
takk fyrir hjálpina og vonandi fáum við aðra sjö-u;)

ástan (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 19:41

6 identicon

Bara að kvitta, en á í erfiðleikum með að komast inn hjá þér.

Emil Páll (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 20:09

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Komast inn á bloggið þá? Nú er ég búin að laga það alveg eins og ég get og það ætti að verða þægilegra :) Takk fyrir kvittið :)

Þjóðarblómið, 13.10.2006 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband