3.10.2006 | 22:37
Að söðla um?
Mamma mín og pabbi eru farin að heimta blogg og ég er að hugsa um að láta undan þessari frekju í þeim.
Ég er alvarlega farin að hugsa um að skipta um vinnu - og þá er ég að meina aðalvinnuna mína, Húsasmiðjuna. Staðan er bara þannig að ég vinn eins og svín með fullu háskólanámi og launin sem ég fæ rétt duga fyrir leigu og hinum föstu útgjöldunum mínum. Það er ekki eins og þau séu eitthvað mörg, ég borga leigu, hita+rafmagn, tryggingar á bílnum og tölvulán og launin rétt duga fyrir þessu! Ég sé ekki fram á að hafa efni á að draga andann út þennan mánuðinn. Ætla að reyna fram í lengstu lög að forðast að taka yfirdrátt - nenni ekki að vera með það á bakinu. Ég ætla að tala við verslunarstjórann á morgun og ef ég fæ ekki einhverja launahækkun hætti ég með það sama og finn mér nýja vinnu. Svekkjandi fyrir þau!!
Skólinn gengur annars ágætlega. Við fórum fjórar á fund viðtökukennaranna okkar í gær og fengum tonn af bókum sem við komum til með að kenna á þessum fimm vikum sem við verðum í Digranesskóla. Við komum til með að kenna 16 tíma á viku - kennararnir sem taka við okkur hafa bara ekki fleiri íslenskutíma í töflunni þannig að það er ekki í boði að fá fleiri tíma. Þetta verður krefjandi - við kennum 8., 9. og 10. bekk. Ég er komin með hnút í magann yfir þessu öllu saman! En þetta verður gaman.
Ég fór á djammið tvisvar sinnum síðustu helgi! Á föstudagskvöldið var vinnudjamm með Húsasmiðjunni. Ég var svo ótrúlega heppin að vera með dúndrandi mígreni allan daginn og allt kvöldið en af því að ég var búin að borga þá ákvað ég að hætta þessum aumingjaskap og mæta. Ég sé ekkert eftir því. Það var ótrúlega gaman og fólkið sem ég vinn með er mjög skemmtilegt þegar það er drukkið :) Svo eftir KSF-fund á laugardaginn fjölmenntum við nokkur á Cafe Rosenberg til að hlusta á Maríu nokkra Magnúsdóttur syngja. Hún stóð sig með eindæmum vel - enda ekki við öðru að búast, hún er snillingur með flotta kálfa!
Ég er að fá yfir 80 heimsóknir á dag á bloggið mitt - það væri gaman að vita hverjir eru að skoða. Endilega kvittið í komment eða gestabókina.
Ætla að sýna ykkur hvað ég var sæt á föstudaginn :) og bræddi sko alla strákana í vinnunni minni - allavega þessa 18 ára :)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er að skoða...-Davíð
Davíð Örn (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 10:29
Heheh, það þarf ekki mikið til að bræða 18 ára gutta hvað þá þegar þeir hugsa sér gott til glóðarinnar :P
En það er gott að vera með flotta kálfa ef maður er söngvari/söngkona :/
Bjarni (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 12:46
Það er kannski ekki málið endilega Bjarni, en hun er með flottustu kalfa sem ég hef séð!! Ekkert smá langir og flottir!
Þjóðarblómið, 4.10.2006 kl. 13:12
ég er hér líka... miðað við hvað við erum mikið saman þá finnst mér leiðinlegt að fá enga umfjöllun annað slagið :)
nei var búin að gleyma því... mæting????
kv. Andrea
Andrea (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 15:02
Rassgat!! Heyrðu, það er að koma vettvangsnám og svo gerum við lokaritgerð saman.. næstu mánuði verður bara talað um þig Andrea mín! Þú hefur nú alveg fengið umfjöllun - og oft segi ég bara við og ætlast til að allir skilji hvað ég er að meina :)
Þjóðarblómið, 4.10.2006 kl. 15:28
ég er hér!! að reyna að pússla saman þessu "blessaða" verkefni.
ég væri nú frekar til í að læra kínversku heldur en bragarhætti... þetta er allavega kínverska fyrir mér;/
þú ert nú alltaf sæt og auðvita bræðiru 18ára stráka
ástan (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 22:00
það verður fjör í skólanum,litli bróðir er í 10 bekk erviður Andskoti.
Þóana (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 09:10
Hahaha 18 ára, ég er búin að vera að reyna að losna við einn 19 ára á nokkrum djömmum. Það er naumast hvað við eldri konur erum æðislegar. Gangi þér vel í vettvangsnáminu....þú átt eftir að plumma þig vel í gegnum það.
Linda (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 14:15
Takk fyrir það Linda :) 18 ára gaurarnir mínir eru ágætir :) Verst að mér tekst ekki að bræða þessa sem eru eldri og á lausu :-/ isss :)
Þjóðarblómið, 5.10.2006 kl. 20:34
Komdu sæl Þjóðarblóm.Mér finnst það aðdáunarvert hjá þér að fara og láta nú verslunarstjórann heyra það og krefjast hærri launa.Ég meina ef ekki núna hvenær þá?? Það vantar fólk í vinnu allstaðar!Gangi þér vel. Ennfremur botna ég ekkert í þessum "eldri gaurum sem eru á lausu" sem vinna með þér, þ.e að þú hafir ekki náð að bræða þá.Þeir hljóta að vera blindir eða ofurölvi þegar vinnudjammið fór fram. ;:
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 01:05
Nákvæmlega :) Ég held að allir þessir eldri sem eru á lausu séu hommar - svei mér þá.. nei örugglega ekki... þeir halda að ég sé miklu yngri en ég er. Það er gegnumgangandi að fólk haldi að ég sé yngri en tvítug...
Þjóðarblómið, 6.10.2006 kl. 10:37
jæja, nú er ég farin að heimta e-ð að lesa!!!
það er farið að líða alltof langur tími á milli blogga! svo segiru að við kropparnir séum ekki nógu duglegar..hva hva??
endilega gefðu okkur e-ð skemmtilegt að lesa
ástan (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 09:25
Er búin að vera með næstum tilbúið blogg síðan á sunnudag. Skal redda þessu eftir skóla :)
Þjóðarblómið, 10.10.2006 kl. 12:15
jæja ég er farin að bíða eftir bloggi Þóra Jenný
Jóhanna María (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 14:55
kvitt kvitt
Þóra Kristín (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 15:34
Jóhanna María: þú mátt ekki segja svona!! Þú veist það!
Þóra Kristín: Takk fyrir kvittið :)
Þjóðarblómið, 10.10.2006 kl. 16:28
kvöldið fer að enda.....
...hmmmm...
ástan (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.