væl eður ei?

Það er einhver smá lægð í gangi á þessu bloggi mínu. En ég er mjög ánægð með öll kommentin sem eru á síðustu færslu. Mamma mín er meira að segja farin að kommenta :) Finnst það æði!

 En það sem á daga mína hefur drifið síðan síðast: Ég eyddi síðustu helgi uppi í Vatnaskógi með fermingarbörnum úr Háteigskirkju. Skemmtilegir krakkar og frábært starfsfólk - ég skemmti mér mjög vel. Eftir Vatnaskóg tók við frí í þrjá tíma, svo æskulýðsstarf í Árbæjarkirkju - Lúkas - og svo USH - unglingastarf Háteigskirkju.

Besti pabbi minn átti afmæli á sunnudaginn! Hann varð 59 ára gamall, kallinn :) Annað merkisfólk sem átti afmæli á sunnudaginn: Friðrik Jensen, Þurý hans Hafsteins og Matti Matt söngvari í Pöpum. Á mánudaginn átti svo Irenan mín afmæli, í gær átti Halli hennar Ástu systur afmæli og í dag varð Sóldís litla frænka mín 6 ára! Til hamingju með afmælið allir :) 

Alveg gengur illa að skrifa þetta þessa færslu. Ég er að spjalla við vinnufélaga minn á msn og hann er að kynna fyrir mér tónlist sem að hans mati er hægt að hlusta á. Mín tónlist varð til þess að hann ældi á msn!! Ekki er það nú gott! En ég get ekki kennt öllum hvað er gott og hvað ekki þannig að hann verður bara að missa af því að hlusta á dásamlega tónlistarmenn eins og Clay Aiken og BSB :)

Á morgun fer ég heim til mömmu og pabba því ég þarf að fara til tannlæknisins míns á föstudaginn. Það verður nú skemmtilegt - fæ að vita hvað á að gera í þessum jaxlamálum mínum. Þeir ætla bara ekkert að koma held ég en stundum finn ég fyrir þeim. Ég er að hugsa um að kíkja upp á leikskóla svona í tilefni þess að ég verð í Keflavíkinni. Ég veit að öll börnin MÍN eru löngu orðin of stór til að vera á leikskóla en konurnar eru enn þarna og þær eru allar æðislegar! 

Nú er kominn tími til að hátta. Ég ætla að mæta í Háskólatímann minn kl. 10 held ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú gleymdir nú að segja að þú reynidir að berja inn í hana systur þína vizku um passíusálmana og allt sem að fylgir því.
Hvað ætli við fáum í einkunn????
TIL HAMINGJU ÖLL AFMÆLISBÖRN Í HEIMINUM!!
sé þig kannski í kvöld ef að þig langar að kíkja.
Hvenær ferðu úr kef á morgun???

ástan (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 13:51

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Við lærðum þetta bara saman :) öðruvísi var það ekki :) Ég skal kíkja á þig í kvöld en ég þarf svo að vera mætt í vinnu kl. 16 á morgun.

Þjóðarblómið, 28.9.2006 kl. 14:19

3 identicon

Það er gott að fleiri eru farnir að berja inn betri tónlist en Clay Aiken svo ég tali nú ekki um Friðrik Ómar... En, hver er BSB?

Bjarni (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 20:39

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Bjarni: The best of the Best! Backstreet Boys :)

Þjóðarblómið, 28.9.2006 kl. 21:53

5 identicon

gaman að sjá þig í kvöld *blikk*
ég er að grínast!! Var að koma úr sturtu eftir að hafa komið babíinu í svefninn og fengið mér að borða. Ég er sko aldeilis busy mom!!
Svo er ég með annað skínandi fallegt verkefni fyrir næsta fim.. það er rímur, ferskeytla og höfuðstuðlar eða e-ð.. blabla
og ég fékk einmitt eina Þóru í bekknum mínum til að vinna þetta með mér;) Guði sé lof fyrir þessar Þórur

ástan (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 21:58

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er lasin - mamma mín segir það :) En sorry samt :-/ Þessar Þórur eru bestar - það er alveg á hreinu :) Allar snillingar :) En það er bara ein Þóra sem er best :)

Þjóðarblómið, 29.9.2006 kl. 00:59

7 identicon

við vitum það öll:)

ástan (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 09:43

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Það er líka eins gott :)

Þjóðarblómið, 2.10.2006 kl. 12:33

9 identicon

Bara að kvitta

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband