Stupid people

Hvað er verra en að geta ekki sofnað þegar maður er drulluþreyttur? Oh well, eins gott að nota þá tímann í eitthvað uppbyggilegt eins og að skrifa eitt stykki blogg eða svo. 

Ég var svo ótstjórnlega pirruð í vinnunni minni í dag. Ég er að vinna með einum gaur sem er svo stjarnfræðilega heimskur, ég skil sko í alvörunni ekki hvernig hægt er að vera svona. Eftir einn dag áttu að vera kominn með á hreint hvernig það virkar að setja í staðgreiðslureikning eða staðgreiða út á kennitölu. Eftir tæpan mánuð er hann ENN að spyrja hvernig hann geri það!! Hann kunni ekki á prentarann áðan; vissi hvað það þýddi þegar það logaði appelsínugult ljós og engin blöð komu. Svo gat hann ekki sett blöðin rétt í heldur!! Shit hvað ég var pirruð! Ég notaði öll þau tækifæri sem mér gáfust til að fara inn í timbursölu til að kæla mig niður og sjá sætu strákana sem eitthvað vit er í!

Pirringurinn búinn í bili!!  

Ég fór til mömmu og pabba í gær eftir vinnu. Þau eru með sumarbústað í Munaðarnesi á leigu í viku og ég ákvað að nýta tækifærið í gær og í dag þar sem það var enginn KHÍ-tími í dag að fara uppeftir til þeirra. Ég fékk góðan mat og fór í pottinn með mömmu, bæði í gær og í morgun. Tíminn sem ég ætlaði að vera hjá þeim varð þó styttri en ég ætlaði því ég mundi seint í gær að ég átti að vera með STN-starf í Ártúnsskóla kl. 14:45.  

Ég er með lyklavöld að Árbæjarkirkju :)

Að öðru meira skemmtilegu. Þráinn hringdi í mig í gær - hann reyndar hringir alveg oft í mig svo það er ekkert merkilegt þannig - en hann var að biðja mig um að fara fyrir hönd KSF á ráðstefnu/mót í Osló í nóvember. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað það var sem hann bað mig um að fara á en eitthvað kristilegt í Osló var það. Var svo glöð þegar hann hringdi og bauð mér þetta. Ferðin er reyndar ekki á hentugasta tíma skólalega séð en það ætti að vera hægt að vinna í kringum það. Ég pantaði flugið áðan og fer 2. nóvember (að morgni fimmtudags) og kem til baka á sunnudeginum 5. nóv. Heiðdís, Þorgeir og Guðni Már eru svo heppin að fá að vera ferðafélagar mínir :)  

Annars býð ég ykkur góðrar nætur - klukkan mín er sko orðin 2:12 og ég er ýkt þreytt og ætla aftur að reyna að sofna. Fleiri blogg fáið þið líklega ekki frá mér um helgina því ég verð uppi í Vatnaskógi með fermingarbörnunum úr Háteigskirkju, en býst við að lenda í höfuðborginni rúmlega eitt á sunnudaginn.

Eitt enn... sko.. ég á afmæli eftir 88 daga og verð 25 ára gömul. Já ég skal sko segja ykkur það! Ég er farin að hafa stórar áhyggjur af hækkandi aldri mínum en mestar áhyggjur hef ég af því hvort og þá hvar ég get haldið upp á afmælið mitt! Maður verður bara 25 ára einu sinni og því miður þá er það rétt fyrir jólin í mínu tilfelli - eins og reyndar öll afmælin mín en fólk hefur bara ekkert tíma svona rétt fyrir jól til að fara í eitthvað afmæli. What to do? What to do? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

hvenær hefuru eiginlega tíma fyrir þig?

þú ert endalaust að læra og vinna! ég myndi aaaaaldrei meika þetta þó svo að ég sé bæði að læra og vinna þá hef ég nú takmörk, en þitt er endalaust :p

Guðbjörg Þórunn, 22.9.2006 kl. 07:54

2 Smámynd: Lutheran Dude

Ég skal koma í afmæli

Lutheran Dude, 22.9.2006 kl. 09:55

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðbjörg: Ég hef engan tíma fyrir mig, það er bara þannig. En það er kannski ágætt - hef ekki tíma til að hugsa á meðan :)

Hlín: jafnvel þótt það verði haldið í Keflavíkinni??

Þjóðarblómið, 22.9.2006 kl. 10:30

4 Smámynd: Lutheran Dude

Sko ef ég er boðin og fæ veitingar ;o)

Nei djók ég geri allt fyrir þig Þóra mín, þú veist það... og gerðu það ekki hætta að hugsa, þá verðuru ekkert skemmtileg lengur ;o)

Lutheran Dude, 22.9.2006 kl. 11:21

5 identicon

ánægð með þig að fara til útlandanna;)

ásta (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 13:45

6 Smámynd: Guðrún

ég skal líka koma í afmæli og ef þú býðurmérekki þá crasha ég bara partyið

Guðrún , 22.9.2006 kl. 13:50

7 Smámynd: Þjóðarblómið

Guðrún: Þér verður örugglega boðið :) ef það verður afmæli það er að segja...

Ásta: um að gera.. hef ekki farið til útlanda í milljón ár eða svo!!

Þjóðarblómið, 22.9.2006 kl. 14:20

8 identicon

Sko, það hlaut að koma að því að þú færir út til útlanda!

Mannstu hvað við töluðum um og sérstaklega ég hvað það hafa ALLIR í kringum mig farið út, eða verið úti á þessu ári :/

Bjarni (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 16:20

9 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

ég kem í afmæli ef mér er boðið! ;) hehe

En annars verð ég að segja að ég er svekkt...þú flýgur til Osló á afmælinu mínu! Ég sem ætlaði að halda uppá það föstudaginn 3.nóv! ... what to do!

Dagný Guðmundsdóttir, 22.9.2006 kl. 17:02

10 identicon

mótið er reyndar ekki í Osló en einhverstaðar í Noregi!

Þráinn (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 19:11

11 identicon

ég þarf svo hjálp með íslenskuverkerfnið mitt!!!
******SOS******
ertu e-ð á leiðinni í kef fljótlega??
ég er algjör illi í samband við þetta verkefni. Ég get alveg boðið þér í mat og þú hitt frændsa eða e-ð og ´sýnt mér í leiðinni(;)

ásta (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 19:35

12 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég get komið á morgun Ásta, en þarf að vera komin í bæinn fyrir átta :) annars drepur þráinn mig :)

Þjóðarblómið, 24.9.2006 kl. 13:33

13 identicon

Góðan daginn. Þóra ég er farin að hafa miklar áhyggjur af þér. Ég held að þú sért að komast á breytingarskeyðið. Hvað er málið með pirringinn eigilega ;-) Hlítur að vera vegna afmælisins mikla í des. Kannski næst þegar þú kemur í kef þá kemuru í heimsókn??? Gaman að sjá hvað er alltaf mikið að gera hjá þér Þóra mín

Jóhanna M (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 08:39

14 identicon

þú veist hvað er gert þegar þegar þú átt afmæli. það er haldið upp á það. það verður ekkert vandamál fyrir þig.

mamma (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 11:34

15 Smámynd: Þjóðarblómið

Mamma, ég veit, en ég er að spá í fyrir alla vini mína sem komast kannski ekki til Keflavíkur af því að það eru próf! Ég er að fá magasár af þessu! Nei kannski ekki alveg :)

Jóhanna: ég er á lífi og kem á morgun, kemst ekki í kvöld því ég lofaði mér i vinnu. Skal reyna að droppa við þá.

Þjóðarblómið, 25.9.2006 kl. 13:00

16 identicon

hvað með þína íbúð sem er minnsta mál.

mamma (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 15:55

17 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég þyrfti að hleypa inn í hollum - fimm í einu eða eitthvað!! Það er svo lítið pláss hérna nema ég hreinlega setji rúmið út á meðan!

Þjóðarblómið, 25.9.2006 kl. 23:25

18 identicon

Próf smóf... hver tekur þátt í slíku. Ekki ég allavega ;) -en læt aðra fara í próf...

Sólveig (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 10:07

19 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

Þóra Jenny! viltu gera mér greiða og blogga ekki seinna en strax?!? hvað varð um það að ná upp heimsóknunum? hmm haa? annars bara sjáumst við :)

Guðbjörg Þórunn, 27.9.2006 kl. 18:35

20 Smámynd: Þjóðarblómið

ég skal fara að blogga :) alveg rétt bráðum...

Þjóðarblómið, 27.9.2006 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband