18.9.2006 | 13:37
verkefnavesen
Ég er búin að standa í endalausu stappi við verkefni sem eg þarf að gera fyrir áfangann minn í Háskólanum. Kannski ekki beint stappi við verkefnið þar sem ég hef ekki getað opnað file-inn sem ég þarf að nota. Eftir að hafa talað við þrjú tölvunörd og Dagnýju sagði Dagný mér að forritið væri ekki fyrir makka. Þrír sólarhringar og endalaus pirringur í EKKI NEITT!!! Kennarinn svarar ekki tölvupóstinum sem ég sendi honum í nótt og ég verð að gera þetta uppi í skóla í fyrramálið. Dagurinn minn í dag fer í annað verkefni, tiltekt, þvotta, brasilískt vax, vinnu og æskulýðsstarf.
Tónleikar Sálarinnar og Gospelkórsins voru æðislegir. Ég fékk miða daginn áður en tónleikarnir voru og fékk sæti á þriðja bekk, númer 1. Var reyndar alveg vinstra megin í salnum en þetta var samt fínt. Ágætur gaur sem sat við hliðina á mér.
Mamma mín og pabbi fóru upp í sumarbústað á föstudaginn og komu við í vinnunni hjá mér í leiðinni. Þau keyptu núðlur á Nings handa mér (keyptu mat handa sér í leiðinni) og ég borðaði eftir tónleikana. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi að ég borði, þegar ég var hálfnuð með núðlupakkann fann ég svart, stutt hár ofan í matnum!! Ekki var það girnilegt og mér varð illilega flökurt við þessa sjón.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, bara að kvitta, hef enga skoðun nú.
Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 12:32
Takk fyrir það.. gengur betur en mörgum að kvitta :)
Þjóðarblómið, 20.9.2006 kl. 12:53
ekki betur en mér??
hva?hva? ég er alveg ágætur kommentari
ásta (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 19:06
Þóra.. mér finnst svo óþolandi að slá alltaf inn e-mailið mitt. Er ekki hægt að sleppa því??
það er oft aðalástæðan fyrir að ég komeenti ekki
ásta (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 19:07
Ásta, afhverju geriru ekki bara a@a.is ? Það er alveg nóg
Bjarni (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 23:02
Já oki, nú þarf að staðfesta netfangið :/
Bjarni (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 23:03
...en já, svo save-ast það þannig að maður þarf ekki alltaf að skrá það aftur :)
Oki, ég er hættur
Bjarni (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 23:03
oki ætla að prófa
asta (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 08:53
hvað eruð þið tvö að segja?? skil ykkur ekki!
Þjóðarblómið, 21.9.2006 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.