Dekurrófan!

Ég er í Keflavíkinni að passa Benóný af því að mamma hans fór í vinnuna. Ég er svo klár að ég braust inn á netið þeirra - Ásta vissi nú ekki einu sinni hvort þau væru með þráðlaust net hérna en þar sem ég er svo klár þá vissi ég það og braust bara inn á það :) Ég er að horfa á Skjá1, með súperdós öðrum megin og snakkskál hinum megin :) Það er bara gott að vera að passa. Þá má maður borða snakk og drekka kók. Geri það ALDREI annars!! Alveg satt :) 

Ég fékk versta mígreni sem ég hef fengið í langan tíma í gær. Þetta var ekkert smá erfitt og ég er enn að jafna mig eftir þetta. Vaknaði svona hrikalega slæm í gærmorgun og reyndi að læra. Það gekk ekki mjög vel, gerði þó þrjú dæmi úr aðferðafræðiverkefninu mínu - en meira varð það ekki. Reyndi að lesa en gafst upp á innan við mínútu. Lá bara uppi í rúmi og kvaldist. Ákvað að gera heiðarlega tilraun til þess að mæta í æskulýðsfélagið og ég lifði það af. En þegar ég kom heim ældi ég eins og múkki, sofnaði í einhverju móki í þrjá tíma, vaknaði svo og var vakandi í þrjá tíma vegna verkja. Gat ekki legið kyrr, gat ekki haft heitt á öxlunum, ekki kalt á enninu... það var ALLT ómögulegt í nótt. En LOKSINS sofnaði ég og vaknaði um hálf 11.

Ég er enn að berjast við smá hausverk og eymsli í maga en hef þó getað farið út úr husi og borðað. Fór í skólann í dag og í vinnuna - þótt ég hefði ekki þurft að mæta.  Eftir vinnu keyrði ég beint til Keflavíkur og kom við heima hjá mömmu og pabba. Þegar ég kom heim var maturinn tilbúinn handa mér - niðurbrytjað kjöt og stappaðar kartöflur = just the way I like it :) Mamma og pabbi voru líka búin að útbúa handa mér afgangana í box - brytja þá niður og stappa kartöflurnar :) Love it :) Takk mamma og pabbi :* Dekurrófa!! Ha, eg?? Nei alls ekki :)

Ásta er bara að vinna og ég er að horfa á Jay Leno. Benóný sefur og ég er búin að taka tvær myndir af honum sofandi. Ásta, ég vakti hann ekki. Sebastian liggur bara við dyrnar og bíður eigenda sinna. Ég get svo svarið það að honum er ekki vel við mig.. En það hefur samt lagast :)  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Ásta Haraldsdóttir

Ég bara trúi því ekki ennþá Þóra mín að þrátt fyrir að ég sé búin að þekkja þig svona lengi, þá sértu ekki ennþá farin að skera kjötið þitt sjálf og stappa kartöflurnar þegar þú ert heima hjá foreldrum þínum...Ótrúlegt að þau skuli láta þetta viðgangast...hehe...

Sólrún Ásta Haraldsdóttir, 12.9.2006 kl. 23:32

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Þau gera þetta bara.. maturinn var tilbúinn þegar ég kom! Ekki eins og ég hafi fengið færi á að gera þetta sjálf :) Finnst það líka bara allt í lagi!!

Þjóðarblómið, 12.9.2006 kl. 23:51

3 Smámynd: Guðrún

Æ grey Þóra, leiðinlegt að heyra þetta með mígrenið hjá þér. Á tímabili var ég alltaf að fá svona í kringum 10. bekkinn, svo hætti það en allt í einu núna er þetta að koma aftur, ógeðslega skrítið, það er eins og ég fái skrítin náladofa sem mér er illt í, í helminginn af líkamanum. Mígreni sökkar feitan!

Guðrún , 13.9.2006 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband