3.9.2006 | 02:11
Nótt ljósanna
Ég fór til Keflavíkur eftir vinnu í kvöld til að vera viðstödd lokakvöld Ljósanæturhátíðar okkar Keflvíkinga. Ég fór með mömmu minni og pabba niður í bæ og hafði mjög gaman af. Við hittum fullt af fólki sem við þekktum og alveg ótrúlega margir niðri í bæ. Við röltum um og sýndum okkur og sáum aðra. Sálin hans Jóns míns spilaði í um hálftíma áður en flugeldasýningin byrjaði og þeir voru æðislegir. En eftir tónleikana þeirra var ein geggjaðasta flugeldasýning sem ég hef séð. Hún byrjaði á geðveikri tónlist og tveimur trommurum uppi á gámi. Á meðan þeir voru að tromma opnaðist svona risabrúðukall fyrir ofan þá og hann var ekkert smá flottur og rosalega stór - í jakkafötum með bindi og eyrnalokka. Eftir trommushowið flautaði Landhelgisgæslubáturinn þvílíkt og flugeldasýningin hófst. Hún hófst á eldsprengjum uppi á Bergi og svo flugeldafossi niður af Berginu - ekkert smá flott! Og í kjölfarið ein flottasta og veglegasta flugeldasýning sem ég hef séð. Svo lauk henni á fleiri eldsprengjum!! Geggjað alveg :)
Vinnan mín er ágæt - ég er aðeins byrjuð að læra að vera í upplýsingunum. Það á að þjálfa mig í það og hafa mig þar á virkum dögum býst ég við þegar allt kassastarfsfólk mætir sem á að mæta. Það verður ágætis tilbreyting en mikið rosalega er þetta flókið! Kannski fæ ég að prófa meira á morgun :)
Ég þarf að vakna 9 til að mæta í vinnu kl. 10 og býð ykkur þess vegna góða nótt :)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mér er sagt að fólki sem var þarna að það hafi aldrei verið eins tilkomumikið og nú. Þetta sást ekkert yfir flóann en ég lág á rúðunum inni í Hafnarfirði og reyndi að glápa á sýninguna.
Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 13:25
Ég hefði ekki viljað missa af þessu :)
Þjóðarblómið, 3.9.2006 kl. 18:41
ég missti af þessu:( stóð fyrir utam flugstöðina í 29 mín og gafst svo upp. Þá var sjálf sýningin ekki byrjuð.
En það eru allir sammála með þessa sýningu, alveg stórkostleg!!
ásta (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 18:53
Já, þetta hefur verið fjör
Bjarni (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.