Fatlafól

Ég fór til Keflavíkur um daginn, ég var svo lasin í hausnum og þá er best að vera hjá mömmu. Var með mígreni frá sunnudagskvöldi og fram á þriðjudag og það var ógeðslega vont. Ég var líka búin að lofa Ástu að sækja Benóný til dagmömmu á mánudeginum og fór þess vegna til Keflavíkur. Áður en ég sótti hann fór ég niður á spítala til mömmu og lét hana búa um fæturna mína. Ég fékk hælsæri á báða hælana á föstudaginn og það var virkilega vont. Sárin voru mjög stór og ég gat varla verið í sokkum um helgina - hvað þá skóm. Mamma mín setti plástra og teygjusokk á báða fæturna. Plástrar eiga það nefnilega til að detta af mér með það sama - tolla bara ekki á. Einhver orðaði það þannig að ég væri með teflon húð. Var að hugsa um að taka mynd af verri hælnum og sýna ykkur en ákvað að það væri ógeð. Ég er rétt núna farin að geta gengið í strigaskónum mínum aftur.

Ég fór og sótti Benóný og við skemmtum okkur konunglega saman þegar hann vaknaði. Alger knúsistrákur :) Tók myndir af honum og skal sýna ykkur.

Ég er ekkert búin að mæta í skólann þessa vikuna. Á mánudaginn var mígrenið of slæmt og svo er einhver ráðstefna í skólanum þannig að það er frí út vikuna. Ferlega þægilegt. Fæ þá smá tíma til að undirbúa mig andlega undir helgina - ég á nefnilega þessa helgi í vinnunni. Svo verður örugglega smá djamm líka - það er Ljósanótt í Keflavík og ég hafði hugsað mér að mæta í fyrsta sinn.

Ég er komin með vinnu í fleiri kirkjum. Að öllum líkindum verð ég með 8. bekk í Árbæjarkirkju annan hvern sunnudag. Og jafnvel eitthvað meira starf í þeirri kirkju. Kemur allt í ljós á næstu dögum. Ég hlakka til að takast á við þessi verkefni sem liggja fyrir. Þetta verður spennandi vetur.

Ég er farin að geta sofið hérna heila nótt án þess að vakna.Önnur nóttin í nótt - hin var um helgina síðustu. Ég er mjög ánægð með það. Það tekur ekkert smá á að vakna á tveggja tíma fresti endalaust alla nóttina og maður verður bara þreyttari fyrir vikið.


img_0028_52677.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé það þú hefur meira en nóg að gera. Þetta með Ljósanóttina sem þú ferð á nú í fyrsta sinn, þá er þetta í fyrsta sinn sem ég mæti ekki, ástæðan hjá mér er að ég verð á næturvakt og daginn nota ég til að sofa eða halda áfram að flytja.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 15:32

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Maður er nú varla Keflvíkingur ef maður mætir ekki!! Ég hlakka mjög til :) Það er brjálað að gera en þannig þarf það oft að vera... bara svo maður haldi geðheilsunni :) og lífinu :)

Þjóðarblómið, 30.8.2006 kl. 21:48

3 identicon

ómæ, ekki vissi ég að þú hefðir tekið mynd af frændsa;)
er að fara í háttinn en ákvað að kíkja og sé ekki eftir því, orðin þín glöddu mig svo mikið.
En ferlega nice að þetta sé róleg skólavika hjá þér og ofcourse mætir mar á Ljósanótt, árlegur viðburður hjá mér og mér finnst það æði!! Ég er nú samt meira fyrir það að kíkja að degi til en ekki á djammið

ásta (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 23:37

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég tók ekkert margar af honum en þessi var best :) Hann þurfti svo mikið að knúsast og láta halda á sér og mér fannst það æði :) hann er svo yndislegur :) og hann sagði næstum því Tóta :) Það kemur næst :) Ég verð að vinna til hálf 8 og kem þá til Keflavíkur..

Þjóðarblómið, 31.8.2006 kl. 00:39

5 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

hælsæri eru óþolandi. er með á báðum hælum núna og þau eru að gera mig brjálaða þar sem ég er í skóm allan daginn!

Guðbjörg Þórunn, 31.8.2006 kl. 12:26

6 identicon

Mundu að kíkja á ljósmyndasýninguna í Félagsbíói
frá 13-22 alla helgina

Krissi (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband