Undir rós!

photo_1.jpg

Svo virðist sem kvenmenn tali miklu meira undir rós heldur en karlmenn! Við vorum að ræða þetta í tíma í 'mál í sögu og samtíð' á miðvikudaginn og allar konurnar könnuðust við þetta. Kennarinn talaði um að hún svona ýjaði að hlutunum við manninn sinn: 'finnst þér ekki kalt hérna?' eða 'ertu ekkert þyrstur?' og var þá í rauninni að benda honum á að hann ætti að loka glugganum eða að hún væri þyrst og hann ætti að ná í handa henni að drekka. Svo er bara beðið eftir að hinn aðilinn fatti hvað beðið er um og ef hann fattar það ekki á nóinu þá er farið í fýlu.

Karlmenn tala miklu minna og biðja bara um hlutina - ekkert vesen. Hinn kennarinn minn í þessu fagi sagði okkur frá því að kunningar hans fóru upp á Akranes fyrir komu ganganna þannig að þeir þurftu að keyra Hvalfjörðinn. Þegar þeir voru rétt komnir inn í Hvalfjörðinn spyr annar ferðafélaginn hinn spurningar og sá svarar rétt áður en þeir komu upp á Skaga. Þess má milli höfðu þeir bara setið í þögn - án þess að hafa útvarp eða neitt!! Glætan að tvær konur saman í bíl gætu þagað í rúma tvo tíma!!! 

Ég er komin með vinnu í Hjallakirkju. Við Þráinn verðum með æskulýðsstarf fyrir 8. bekk. Það leggst mjög vel í mig. Ég hef aldrei unnið í æskulýðsfélagi áður og hlakka til að byrja. 

Vinnan mín er alveg ágæt. Auðvitað er alltaf mikið að gera en ef maður brosir þá brosa flestir á móti og pirringurinn á mikilli bið minnkar þá aðeins. Ég er að vinna með einum strák sem er alveg mesta krútt í heimi. Hann hélt ég væri jafngömul honum eða í mesta lagi ári eldri. Hann er fæddur árið 1990!! Þarna á milli eru ekki nema 9 ár! Síðan hann komst að því hvað ég er gömul spyr hann mig samt á hverjum degi hvort ég sé örugglega svona gömul og missir alltaf andlitið lengst niður í gólf þegar hann heyrir töluna 24!! Hann afgreiddi mig í gær og við fáum starfsmannaafslátt og hann sló inn kennitöluna ....81!!! Ertu alveg viss??? Hann er krútt :)

Hafið það gott um helgina :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Það er nokkuð til í þessu, en í raun held ég að það séu karlmennirnir sem raunverulega tali undir rósinni og við konurnar gerum allt svo flókið og tölum undir þyrnunum.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 26.8.2006 kl. 01:14

2 Smámynd: Þjóðarblómið

hahahaha það má vel vera :) hafði ekki pælt í því þannig :) gott komment :)

Þjóðarblómið, 26.8.2006 kl. 01:54

3 identicon

Þóra, fermingarkjólarnir eru þarna ;o)

Hlínza (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 15:22

4 Smámynd: Þjóðarblómið

?????? Ha???

Þjóðarblómið, 26.8.2006 kl. 15:26

5 identicon

Er Makkinn að gera góða hluti?

Bjarni (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 00:07

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Þokkalega ... en ég er samt hrædd um að ég sé soldið vitlaus!!! :-/

Þjóðarblómið, 28.8.2006 kl. 00:35

7 identicon

Bara að kvitta og þakka fyrir innkomuna á síðuna mína og að bjóða mér sem tengil hjá þér. Það verður gaman þegar það hefur orðið að veruleika.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 09:00

8 identicon

hahahha 1990....bara ári eldri en litli bróðir minn hehe. Ég er orðin yngst í minni vinnu, var að vinna með strák sem var 3 árum yngri en við. En trúiru þessu ég var spurð um skilríki á Hverfisbarnum á föstudaginn :)

Linda (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 09:19

9 Smámynd: Þjóðarblómið

Hahhahhahahahaha!! Snilld Linda :) ég var reyndar spurð um skilríki á 18 ára balli á Neistaflugi um verslunarmannahelgina. Ég er langelst af þeim sem vinna í minni deild í vinnunni! En lít samt ekkerrt út fyrir það :)

Þjóðarblómið, 29.8.2006 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband