9.8.2007 | 01:13
Hafnargatan
Ég tók nokkrar myndir af garðinum heima og húsbílnum þeirra mömmu og pabba sem ég lofaði pabba að færu á netið. Ég er örugglega ein af þeim sem tek hvað minnst eftir umhverfinu í kringum mig því ég tók ekki eftir neinni breytingu í garðinum heima þegar pabbi var búinn að setja upp grind að pallinum. Ég tók heldur ekki eftir því þegar búið var að skipta um bílskúrshurð og klæða bílskúrinn að utan. Ég tók reyndar eftir því þegar hann byrjaði að helluleggja því ég hjálpaði til við að bera hellurnar inn í garð utan af götu.
Húsbíllinn þeirra sem áður gegndi hlutverki sjúkrabíls. Á síðustu vikum er hann búinn að fara með þeim hringinn í kringum landið.
Grindverkið og nýja blómabeðið. Mamma og pabbi eru búin að fara margar ferðir út í Hafnarfjarðarhraun og út á Reykjanes til að sækja grjót í beðið. Þarna má sjá afraskturinn og nokkur rósatré.
Hérna sést aðeins betur hvernig þetta lítur út.
Hérna er eitt af trjánum með blómstrandi rós.
Horft út að götunni. Einu sinni voru þessir runnar bara litlar hríslur frá Alþýðubandalaginu. Held við höfum fengið þær gefins árið 1996 eða eitthvað.
Að lokum er svo mynd af bílskúrnum sem pabbi klæddi og pallinum sem hann smíðaði fyrir tveimur eða þremur árum.
Annars átti ég alveg ofsalega góðan dag í dag. Ég hitti Jóhönnu og Egil Björgvin í mat í hádeginu og fór svo og fékk prinsinn minn lánaðan. Við eyddum heilum degi saman og skemmtum okkur kongunglega við að hoppa í pollum og róla og vega. Á meðan hann svaf nýtti ég tækifærið og heimsótti Jóhönnu og Egil Björgvin aðeins aftur og fékk að spjalla smá við prinsinn á meðan mamma hans var að taka sig til. Við Benóný fengum okkur svo að borða í bakaríinu, kíktum í búðarglugga og fórum á bókasafnið til að skoða bækur. Við heimsóttum auðvitað afa og ömmu og skemmtum okkur rosalega vel saman Hann er algjört æði og farinn að spjalla alveg heilmikið þótt ég skilji ekki helminginn af því. En ég skil 'Tóta', 'amma', ava', 'áá' og 'gobbigobb'
Ég nenni ekki meir í bili, lofaði pabba að ég setti þetta á netið. Ætla að fara að lesa 'Viltu vinna milljarð'
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.