22.8.2006 | 22:36
oh my eye
Langar að deila með ykkur mynd af auganu mínu. Hún er ýkt flott :)
Annars er ég byrjuð aftur í Húsasmiðjunni og finnst það ágætt. Mér var fagnað þvílíkt í gær þegar ég mætti - þær voru svo fegnar að sjá mig. Þær sem voru að vinna vissu ekki að ég ætlaði að mæta. Það var alveg brjálað að gera og brjálæðið var engu minna í dag. Ég er búin að taka þá ákvörðun að ég ætla ALDREI að vinna í skólavörubúð!! Við erum að selja vörur frá Office1 og ji minn hvað það er hrikalega leiðinlegt að skanna þetta drasl inn!! Má ég þá biðja um skrúfurnar!!
Ég þoli ekki að fara hjá mér!! Og það útaf engri annarri ástæðu en að kúnnarnir eru myndarlegir!! Þetta er hrikalegt sko!! En hey - ekkert sem ég get gert í þessu :) Verð bara að díla við þetta :)
Skólinn lofar ótrúlega góðu! Ég er búin að fara í tvö af þremur fögum sem ég tek í Kennó í vetur og þau eru ágæt. Annað fagið er aðallega bara tölfræði og vinna með Excel - hitt er meðal annars undirbúningur fyrir vettvangsnámið. Á morgun fer ég í 'Mál í sögu og samtíð' og hlakka bara til :) Við Andrea fórum að velja okkur viðtökuskóla í dag og eigum von á að fá okkar fyrsta val.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og ég sagði við þig áðan, þá er þessi mynd helv. töff :)
Húsó lúsó, good times... hard times... :P
Bjarni (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 22:46
takk :)
Þjóðarblómið, 22.8.2006 kl. 23:00
Frekar flott mynd af auganu, á eina svona þar sem ég er með brúna linsu, ógó töff. Gvuð hvað ég kannast við þetta að fara hjá mér þegar einhver sætur er nálægt. Það er eins og maður hafi gleypt vettling eða eitthvað og það kemur bara tómt rugl útúr manni
Linda (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 13:46
Þessi er reyndar photoshoppuð - og liturinn gerður þannig :) en samt ofurflott :) Ég þyki nú alveg mjög góð í vinnunni - að afgreiða og svoleiðis.. en ekki svona hrikalega sæta gaura!! Skelfilegt alveg :-/
Þjóðarblómið, 24.8.2006 kl. 15:02
Mér finnst hin myndin flottari (svarthvíta í færslunni fyrir neðan). Hélt ég hefði commentað á hana en það virðist hafa dottið út eða ekki í gegn?
Krissi (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 18:50
mjög flottar báðar myndirnar!!
asta skvíz (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 20:47
Bara svona að kvitta fyrir mig. Sendi þér um leið skrúfukveðju.
Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 21:46
Krissi.. ég tók kommentið út.. fannst það ekki alveg við hæfi. Það er samt ennþá til.. bara ekki birt...
Takk Ásta :)
Takk fyrir kveðjuna Emil :) Skrúfurnar eru mættar aftur :)
Þjóðarblómið, 24.8.2006 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.