21.8.2006 | 13:40
Crazyness
Ég fór í samkomu í Fíladelfíu á föstudaginn og það var eiginlega með því óþægilegra sem ég hef upplifað. Get ekki útskýrt af hverju það var - get ekki hent reiður á því. Fór með Dagnýju og Hönnu. Skemmti mér samt ágætlega eftir samkomuna.
Menningarnóttin - byrjaði daginn á að rífast á msn. Það var ekkert gaman en það rættist úr því. Var að rembast við að þvo og taka til hérna og það gengur enn ekki vel. Nenni þessu svo innilega ekki. Um 5-leytið fór ég niður í bæ og hitti Þráin og Dagnýju. Sólveig bættist í hópinn á American Style og við fórum svo þrjár niður í bæ að rölta. Hittum alveg eitthvað af fólki enda er það óhjákvæmilegt á dögum sem þessum. Við fórum í Poppmessuna og hittum Þráin aftur og eftir hana fórum við niður að höfn til að horfa á flugeldasýninguna. Við sameinuðumst hjónakornunum Davíð og Fjólu og Jóni Magnúsi og Marisu. Við Þráinn fórum svo þegar flugeldasýningin var hálfnuð. Fór með honum upp á Völl til að sækja foreldra hans. Var búin að vera hálfslöpp um daginn og var bara komin með nóg af bæjarrölti.
Kaffisala Ölvers var í gær og ég ákvað að fara uppeftir með Sólveigu. Koma okkar gerði góða hluti - margar búnar að spyrja um okkur og biðu eftir okkur. Ég var ótrúlega ánægð að hitta þær allar - sérstaklega bænabörnin mín úr unglingaflokki, að öllum hinum ólöstuðum.
Skólinn er byrjaður á fullu. Reyndar bara einn tími í morgun en alveg nógu langur tími. Aðferðafræði rannsókna - en ég held þetta verði ágætt. Svo er bara vinna í dag og daglega lífið er loksins tekið við. Rútínan að komast á. Þarf samt að fara að koma mér út.. á enn eftir að ganga frá leigusamningum og því. En vinnan er ekki fyrr en fjögur þannig að ég hef engar áhyggjur ennþá.
Hafið það gott.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta mynd af þér?
You look... different :/
...en alls ekki á slæman máta :)
Bjarni (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 20:55
Þetta er ég :) tekin á tölvuna mína í gærkvöldi :) á fleiri svona :)
Þjóðarblómið, 21.8.2006 kl. 21:14
þetta er svo geðveikt ólíkt þér :p
jájá bara ekkert láti mig vita að þú ætlaðir á kaffisöluna! ég er móðguð! beið og beið eftir svari og lét mér leiðast og svo fóstu án þess að láta mig vita! piff
Guðbjörg Þórunn, 21.8.2006 kl. 21:59
sorry.. ég var batterýslaus.. og fór með sólveigu.. og var svo geðveikt slöpp fyrir utan það :-/ samt lélegt af mér... ég veit... sorry endalaust :-/
Þjóðarblómið, 21.8.2006 kl. 22:32
skal hugsa það
Guðbjörg Þórunn, 21.8.2006 kl. 23:01
gott mál :) Gangi þér vel með flutningana á morgun :)
Þjóðarblómið, 21.8.2006 kl. 23:17
takktakk :D:*
Guðbjörg Þórunn, 22.8.2006 kl. 01:41
Þetta er að ég held nýlegasta myndin sem ég hef séð af þér og þú hefur ...
Tekið út alveg rosalegan líkamlegan þroska og er orðin enn heitari en þú hefur verið. Það sést á andlitsdráttunum að þú er að verða fullorðin kona!
Geðveikt flott og snoppufríð
Aðdándi (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.