19.8.2006 | 11:03
svefnleysisvesen
Dagný keypti fyrir mig myndavél í Fríhöfninni. Ferlega flott - þarf bara aðeins að læra á hana. Á samt ennþá eftir að finna nafn á hana :) Þarf að leggja höfuðið í bleyti.
Í gær endurnýjaði ég leigusamninginn minn og á mánudaginn geng ég frá tryggingunum á íbúðinni. Þetta er svo endalaust mikið vesen - var alveg að verða gráhærð í gær. Fór heiman frá mér og niður í Landsbanka, þá vantaði einhverja pappíra (var samt búin að vinna í þessu í Keflavík á fimmtudaginn), fór að versla, fór heim og náði í leigusamninginn. Fór svo aftur til vinkonu minnar í Landsbankanum en þá þurfti ég nýjan leigusamning og þurfti að fara upp í BN til að sækja hann og fara svo aftur í Landsbankann til að skrifa undir og fá restina af pappírunum. Svo á ég eftir að fara einu sinni upp í BN til að ganga frá þessu! Algert rugl!!! Var svo þreytt eftir þetta að ég þurfti að fara heim að leggja mig :)
Önnur nóttin mín hérna og enn sef ég ekki almennilega. Svaf fínt í Keflavík á miðvikudagsnóttina en ég get ekki með nokkru móti sofið hérna! Skil ekki málið! Vona að það lagist þegar skólinn byrjar aftur - og vinnan. Ég svaf í 6 tíma í nótt - kom heim rétt fyrir 4 og vaknaði á tveggja tíma fresti þangað til ég nennti ekki að reyna lengur að sofa. Ótrúlega böggandi. En ekkert sem ég get gert í þessu :-/
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
öss er það nú ástandið. vona að þú farir að sofa vel sem fyrst þar sem það er bara ömurlegt að vera þreytt! þá er allt ómögulegt.
sjáumst kannski á morgun :)
Guðbjörg Þórunn, 19.8.2006 kl. 11:48
Ég skil þetta ekki þar sem ég sef vel alls staðar annars staðar :) Böggandi drasl!!! Þetta kemur vonandi þegar ég byrja að vinna :)
Þjóðarblómið, 19.8.2006 kl. 12:55
Ahhh, ég svaf í kringum 12 tíma í nótt :P Svaf líka bara í 2 tíma nóttina áður og djöflaðist í fótbolta um kvöldið. Hef sjaldan sofið svona lengi og vel.
En afhverju þarftu að finna nafn á öllum hlutum? :/
Bjarni (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 13:00
Af þvi að það er kúl Bjarni :) Þarf að finna eitthvað fallegt nafn a myndavélina mína :) Hlutir verða ða hafa nafn svo hægt sé að tala um þá án þess að tala um tölvu eða myndavél :)
Þjóðarblómið, 19.8.2006 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.