Ævintýraflokkur

IMG_1029Kristbjörg mín er orðin þreytt á að lesa blogg um sig þannig að ég ákvað að bæta aðeins úr því fyrir hana. Það svo sem gerist ekki neitt mikið hérna þannig. Ævintýraflokkur kom hingað í gær og ég þekki mjög margar úr þessum hópi. Ég "á" meðal annars nokkur börn en þær eru allar í mismunandi herbergjum og því gat ég ekki verið bænakonan þeirra allra. Ég er bænakona í Skógarveri en þar er einmitt eitt barnanna "minna".

Í dag kom Guðmundur Karl hingað með veltibílinn góða. Hann er búinn að taka rúnt í hinar sumarbúðirnar og átti bara eftir að koma til okkar. Stelpurnar voru mjög ánægðar með þetta uppátæki en þær fengu allar að fara nokkrar ferðir í bílnum. Hann kom svo inn og hjálpaði mér með nýja fína símann minn. Síminn minn sem sagt dó á pottavakt um daginn og núna er ég komin með nýjan og hann var að hjálpa mér aðeins til að geta sett flottu hringinguna mína í. Ég reyndar finn ekki Rúdolf með rauða trýnið en er í staðinn komin með Eldinn hans Friðriks Ómars sem hann var með í íslensku júróvisíon keppninni. Svo náði ég mér líka í lagið Gaggó Vest með Heitum lummum. Það er alger snilld!

Núna er hæfileikakeppni í gangi og ég er í kvöldvökufríi. Það er voða ágætt, en finnst samt smá leiðinlegt að missa af henni en auðvitað get ég sleppt kvöldvökufríinu mínu og horft en mig langaði frekar að horfa á Bring it on og núna er Kristbjörg komin til að halda mér félagsskap.

Mamma og pabbi kiktu á mig í dag. Þau eru eitthvað að ferðast á sjúkrabílnum (húsbílnum þeirra) og vita ekkert hvert þau ætla að fara. Bara eitthvað út í buskann þar sem veðrið er gott. Ásta er að spá í að koma með Benóný hingað á morgun og vera hjá okkur allan daginn, njóta þess að hafa 43 barnapíur og fylgjast með starfinu hérna.

Annars er þetta komið gott í bili held ég. Reyni að birta þetta sem fyrst. Tengingin er eitthvað stríða mér núna.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ánægð með þig  loksins farin að taka mark á einhvejru sem ég segi hehe

Kristbjörg (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Æ, mig langar í flottar hringingar í símann minn.......núna verður þú að hjálpa mér að fá mér svoleiðis þar sem þú kannt það þá núna.......síminn minn vill neflinlega aldrei gera eins og ég bið hann um......asnalegi :s

Tinna Rós Steinsdóttir, 2.8.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband