Rigningatíð

Hér í Ölveri er allt við það sama, það rignir eins og ég veit ekki hvað. Það er reyndar mjög gott að rigningin skuli loksins heiðra okkur með nærveru sinni, ekki gott að verða vatnslaus. Við erum búnar að prófa það einu sinni í sumar og það er alveg einu sinni of mikið. Áðan hellirigndi og ég var svo ótrúlega heppin að vera á pottavakt. Ég nennti ekki ofan í með stelpunum því það er kalt svo ég klæddi mig bara í pollagalla og fór út. Ég gleymdi reyndar að setja hettuna á hausinn og var því rennandi blaut innan undir regngallanum og þurfti að skipta um allt, meira að segja nærföt. Ég sat úti á palli og las í bókinni minni sem var vel varin af plastpoka en það vildi ekki betur til en svo að síminn minn var í vasanum og ég þurfti að nota hann til að taka tímann á stelpunum og núna virkar síminn minn ekki Crying Það kviknar reyndar á honum en skjáirnir virka ekki. Veit ekki hvort neitt annað virki en eins og staðan er núna þá hefur hann verið úrskurðaður látinn þangað til annað kemur í ljós.

IMG_1087Hér gerist afskaplega fátt. Kristbjörg er illa haldin af ruglunni. Í undirbúningnum fyrir einn matartímann segir hún: "Nenniru að rétta mér pokann?" Bryndís: "Vantar þig hnífinn?" Einhvern tímann tókst henni að tala um táfýlu þegar hún var að meina tómatsósu og þar fram eftir götunum. Svo var hún að þrífa skyrklessur á gólfinu og fór þá að velta því fyrir sér hvort ekki væri skrítið að vera fluga í loftinu því þær væru á hvolfi og hló svo að sjálfri sér í korter. Lá í gólfinu og veinaði. Ég var ekki niðri í eldhúsi en heyrði í henni upp í herbergið mitt LoLHún er svo fyndin!! Irenan mín er alltaf eitthvað að stinga af og hverfur héðan heilu og hálfu dagana! Það er nú reyndar ekki alveg svo slæmt og hún hefur alveg löglegar afsakanir en það er samt eitthvað ekki gott að hún skuli stinga mig af endalaust!! Mér finnst ótrúlega skrítið að hugsa til þess að við erum að klára sjöundu vikuna okkar núna á föstudaginn og það eru bara þrjár eftir!! Ég á reyndar bara tvær vikur eftir en ég verð ekki í 9.flokki sem er stutti flokkurinn.

babyeeyore2Við litla Dísin stöndum okkur ennþá alveg frábærlega Smile Hún er yndisleg, ljúf og alveg ótrúlega dugleg. Það er töggur í skottunni minni. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu rosalega lík mömmu sinni hún er! Hún hefur alltaf verið svipuð henni en aldrei hefur mér fundist hún vera svona rosalega lík henni áður. Núna rétt í þessu hlupu 36 stelpur niður stigann því þær eiga að fara í náttföt því það er náttfatapartý. Við erum búnar að flýta allri dagskrá um tvo tíma eða svo. Í venjulegum flokki lyki kvöldvökunni um klukkan hálf tíu og náttfatapartýið kæmi óvænt inn í bænaherbergi. En þar sem flestar stelpurnar eru svo ungar byrjuðum við kvöldvökuna klukkan hálfátta, henni var að ljúka og náttfatapartýið byrjar klukkan hálf 9.

Annars þakka ég bara kærlega fyrir mig og heimta komment frá lesendum!

 

eyrnaslapi4

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh þú ert nú meiri konan! Held þú þurfir að fara finna þér eitthvað annað efni en mig til að blogga um! Og svo ertu alveg að ruglaþessu bulli mínu... Þú gerir þetta enn verra hehe

Kristbjörg (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 21:49

2 identicon

Hæjjj.. það er orðið svo langt síðan að ég kom inn í síðuna þín aða ég er bara búin að hafa fullt að lesa seinustu mín...

Ég er ekkert svo spennt fyrir allri þessari rigningu, enda ekki vatnslaus og í sumarfríi og vill bara sól, sól, sól!!!! og freknur og verða brún!!

Hafðu það gott SYSTIR, OG BIÐ AÐ HEILSA FRÆNKU

ásta (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Fáum við enga útskýringu við þessa afar dularfullu mynd??

Mér finnst annars afskaplega leiðinlegt að heyra af því að síminn þinn sé látinn. Þoli ekki þegar svoleiðis gerist. Sérstaklega þegar þeir innihalda mikilvægar upplýsingar eins og símanúmer.........úfff, þegar minn dirfðist að taka ekki sömu flugvél og ég heim frá útlandinu. Hann hefur verið glataður allar götur síðan svo ég hef úrskurðað hann látinn í hjarta mínu! :)

Hey, kíktu á síðuna hans Fannars Smára og skoðaðu myndirnar af nýjasta gullgripnum í fjölskyldunni! :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 26.7.2007 kl. 16:43

4 identicon

Skyldi látið á símanum hennar Þóru verða jafn heitt málið og "morðið" á Lúkasi???

Ég er allavega búinn að hringja í fréttastofurnar

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:37

5 identicon

 Litla Dísin er svooooooooo ánægð með frænku sína  að það

 hálfa væri hellingur og auðvitað er hún valkyrja eins og mamma sín.

 Takk fyrir hana elsku systa

Diddís (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 02:05

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Tinna: Myndin er af kristbjörgu reyna að vísa heimalningnum okkar í burtu frá sér. Við fengum sem sagt þetta lamb í heimsókn tvisvar sinnum, einu sinni í rúmlega sólarhring og einu sinni í einn dag. Það rataði bara sjálft til okkar og elti stelpurnar um allt.

Það var nú minnsta mál Diddís, hun var algert yndi og ótrúlega gaman að hafa hana hérna

Þjóðarblómið, 28.7.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband