Baltasar Dagur!

Baltasar Dagur er fæddur!! Hann er hvít MacBook tölva sem er æðisleg. Kann samt ekkert á hann ennþá en það kemur. Nöfnin eru þannig tilkomin: Baltasar Kormákur er kynþokkafyllsti karlmaður á landinu, svo dökkur, grófur og myndarlegur með æðislegustu rödd í heimi! Til að koma upp á móti þessum dökka, grófgerða kynþokka kemur nafnið Dagur sem er bjart og fallegt.

Annars er ég alkomin heim úr Ölveri - kom heim í dag. Unglingaflokkurinn var svo æðislegur, hef sjaldan skemmt mér jafn vel - en það er líka langt síðan ég hef verið svona rosalega þreytt. Við vorum með einhvers konar gjörning fjórar nætur af sjö - fyrsta kvöldið týndust bænakonurnar. Stelpurnar voru ekki búnar að fá að vita hver væri bænakonan þeirra, þær áttu bara að fara út að leita að bænakonunni sem var með kórónu með nafninu á herberginu þeirra. Það tókst - eftir 45 mínútur!! Ég valdi mér Lindarver og hef sjaldan verið jafn ánægð með eitthvað! Þær voru æðislegar svo ekki sé meira sagt. Átti svo æðislegar bænastundir með þeim. Mér er orða vant - get ekki lýst þessu neitt betur.

Ég verð í fríi fram á mánudag en þá byrjar skólinn og vinnan. Ákvað að byrja ekki að vinna fyrr, er svo geðveikt búin á því og ætla að nota tímann til að hvíla mig og hafa það gott. Ég fór alla leið til Keflavíkur til að láta dekra við mig. Ég fæ uppáhalds matinn minn á morgun - lambahryggur með brúnuðum kartöflum og mömmusósu. Mmm hvað ég hlakka til. Systur mínar tvær (af þremur) mæta á svæðið með alla grísina sína, það er Ásta með Benóný og Hjördís með sín þrjú. Það verður gaman - hef ekki hitt þau öll svo lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um.uu.mikið færð þú gott að borða. He.he., annars var ég bara að kvitta, svona svo einhver kvitti á síðunni þinni, sem mér sýnist ekki vera svo margir.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 23:37

2 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

ég kvitta nú alltaf :) eða oftast :p

það var gaman að hitta þig í fyrradag! hafðu það gott og slappaðu af í fríinu :)

Guðbjörg Þórunn, 16.8.2006 kl. 23:55

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Takk fyrir það Emil! Skil ekki hvað hefur orðið um alla aðdáendurna mína :) Ég kíki alltaf á þína.. gleymi bara alltaf að kommenta :-/

Sömuleiðis Guðbjörg mín! Ég skal passa diskana þína ofsalega vel :) Var í tvo tíma á leiðinni í bæinn í dag ur Ölveri og hlustaði á diskinn þrisvar á þeim tíma :) Vel af sér vikið :)

Þjóðarblómið, 17.8.2006 kl. 00:28

4 identicon

Velkomin heim!

Bjarni (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 12:43

5 identicon

Það er allverulega erfitt að byrja aðra vinnu svona úrvinda. Ég bíð í ofvæni eftir útsofi um helgina!
kv.
Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 13:12

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Takk Bjarni :)

Sólveig, ji hvað ég trúi því :) Hlakka líka til að ná að sofa almennilega út :) áður en átökin byrja á mánudaginn :)

Þjóðarblómið, 17.8.2006 kl. 13:26

7 identicon

Æðislegt nafnið á tölvunni þinni ;)
Kv. mamma Baltasars Dags

Lena (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 12:05

8 Smámynd: Þjóðarblómið

takk fyrir það og æðislegt nafn á barninu þínu :)

Þjóðarblómið, 18.8.2006 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband