12.8.2006 | 17:49
raunveruleikinn nálgast
Ætti kannski að halda áfram með söguna af verslunarmannahelginni og byrjun unglingaflokks. Skítamóralsballið síðasta laugardagskvöld var ÆÐI!!!!! Hef sjaldan skemmt mér svona vel á balli og sjaldan svitnað svona mikið!!! Var fyrst bara eitthvað ein að dansa í stiganum og þá kom einhver 17 ára gaur að reyna við mig en var fljót að ýta honum í burtu. Svo voru tveir krakkar sem buðu mér að dansa með sér og eftir smástund fattaði ég að ég þekkti þau bæði!! Fyndið - þau buðu mér bara af því að þau sáu mig eina en svo þekktumst við öll. Það var gaman að dansa við þau en svo var gaurinn endalaust að reyna við mig en honum varð ekkert ágengt :) En það er langt síðan ég hef dansað svona geðveikt mikið. Hringdi í Heiðdísi og leyfði henni að hlusta á 3 lög af því að hún gat ekki verið með þarna. Held að ballið hafi verið búið um 3 og þá fór ég bara heim að sofa. Hitti gamla kunningja sem voru svo hrikalega fullir og ýkt skondir.
Held ég hafi sofið alveg til rúmlega hádegis. Vorum bara inni allan daginn held ég, man ekkert hvað við gerðum. Fórum smá stund á kvöldskemmtunina en það var eitthvað kalt og asnalegt. Ladda er eitthvað farið að förlast - þeir brandarar sem ég heyrði voru ekkert fyndnir en yfirleitt kann ég nú að meta hann. Fórum áður en kveikt var í bálkestinum. Fórum svo bara heim til Frikka og tókum okkur til fyrir Sálina sem var um kvöldið. Það ball var ágætis skemmtun - dansaði ekki næstum því jafn mikið og á Skímó en ég held ég sé með ofnæmi fyrir sálinni. Fæ alltaf einhvern óþægilegan verk í magann þegar ég er á Sálarböllum eins og ég sé geðveikt þreytt og móð. Háundarlegt mál!!!! En gott og langt djamm engu að síður :)
Vaknaði eftir afskaplega fáa tíma í svefn um 11 og pakkaði mér niður og við fórum svo að skoða Austulandið. Eða einhvern hluta af því. Hann keyrði yfir eitthvað skarð sem byrjar á Þ og svo fórum við í Atlavík og í sund á Egilsstöðum. Við borðuðum á Pizza 67 og svo átti ég flug heim kl. 19. Það var voða gott að koma heim þótt íbúðin mín væri skítug og öll fötin mín óhrein!! Gerði nú ekkert af viti þennan sólarhring sem ég stoppaði heima hjá mér.
Við Sólveig og Timi, bakarinn okkar, fórum upp í Ölver um 7 leytið á þriðjudagskvöldinu. Ákváðum að taka eitt rólegt kvöld á þetta áður en stelpurnar kæmu uppeftir! Stoppuðum í heimsókn hjá Irenu, Karitas og Jóni á leið okkar uppeftir. Létum svo renna í pottinn og þar sátum við Sólveig or ræddum atburði helgarinnar í rúma tvo tíma. Fórum upp úr um 3 leytið. Gott að sofa vel áður en krakkarnir koma :-/ Ég vaknaði svo rúmlega 1 og stelpurnar komu kl. 3.
Þetta er unglingaflokkur af bestu gerð og ég er með æðislegt bænaherbergi!! Í gær vorum við með popp-bæn og þær báðu allar og þökkuðu allar fyrir að fá að koma í Ölver! Mér hlýnaði svo um hjartaræturnar við að heyra þetta. Oh þær eru æðislegar! Allavega tvær þeirra pottþétt foringjaefni á næstu árum :) FLokkurinn hefur gengið vel! Við byrjuðum fyrsta kvöldið á að fara út og týnast og þær áttu að finna bænakonuna sem væri með kórónu merkta þeirra herbergi. Ég beið úti í alveg 45 mínútur eða eitthvað og var orðið soldið mikið kalt :-/ En þær fundu mig loksins og hafa sko ekki séð eftir því. Í gær fékk ég að heyra að eitt herbergjanna kallar mig konuna með glaða andlitið :) Það var voða gaman. Það eru bara fjórir dagar eftir af þessum flokki og sumrinu öllu. Það verður mikil eftirsjá eftir þessum stelpum og ég nenni eiginlega ekki að koma heim og takast á við raunveruleikann. Það sem ég kvíði mest er ekki langt undan og kemur áður en ég veit af og ég veit ekki hvort ég nenni að takast á við það!!
Dagný er væntanleg heim kl. 11 í kvöld og ég verð að segja að ég hlakka soldið mikið til að hitta hana! Er ekki búin að sjá hana í ár.. reyndar verður líklega soldil bið á því ennþá.. en ég hitti hana í allra síðasta lagi á miðvikudaginn, þegar ég kem í bæinn.
En þetta er komið gott í bili :)
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 46626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við hlökkum allavega til að sjá þig!!! Og mjög skemmtileg færsla.
asta (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 18:02
Takk.. kem líklega til Keflavíkur á miðvikudaginn eða fimmtudaginn :) Hlakka líka til að sjá ykkur :)
Þjóðarblómið, 12.8.2006 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.