Alvöru sveitafranskar

Pabbi minn skammaði mig fyrir bloggleti þannig að ur því verður bætt núna. 

Mig langaði að deila því með ykkur að Pulsuvagninn í Keflavík selur alvöru sveitafranskar! Ég komst að því áðan þegar ég fór og keypti hamborgara og sveitafranskar og súperdós! Maður getur ekki farið til Keflavíkur án þess að koma við á Pulsuvagninum! Ég er enn að narta í þetta og ji minn hvað þetta er gott! 

Ég erí Keflavík núna, kom í gærkvöldi og fékk að vera með Benóný í morgun, klæddi hann í og fór með hann til dagmömmunnar svo mamma hans gæti mætt á réttum tíma í vinnuna. Ég kom til þess að fara í blóðprufur og endaði í mest spes læknistíma sem ég hef farið í. Ég ætlaði sko ekki til læknis, bara í blóðprufuna en mamma mín ákvað að það væri bara alveg í lagi að spjalla við lækninn. Læknirinn minn í Keflavík (núverandi læknir) er gamall bekkjarbróðir minn og þetta var frekar spes. Samt ágætt því hann hefur alltaf verið svo yndislegur og ekki skemmir fyrir að hann er alveg hrikalega myndarlegur. Hann átti ekkert að vera á heilsugæslunni í morgun en var það samt og mamma vildi endilega ræða við hann um blóðþrýstinginn, sem er svo bara nokkuð normal. Hann vildi spjalla við mig og mæla mig sjálfur til að athuga hvort hann væri eitthvað hættulega hár. Hann mældi mig þrisvar og ég kom bara nokkuð vel út, allavega miðað við mælinguna á Akranesi. Þetta var mjög undarlegt en samt ekki á slæman hátt. Svo á ég símatíma hjá honum um blóðprufuna á mánudaginn næsta. 

Annars er nú það að frétta að uppáhalds prinsinn minn er orðinn tveggja ára og er farinn að tala ýkt mikið og er ótrúlega duglegur að segja Tóta Smile Ég fór í skírn um daginn hjá syni hennar Jóhönnu og hann fékk nafnið Egill Björgvin. Það fyrsta sem ég sagði eftir að hafa óskað henni til hamingju var: Kanntu að fallbeygja það? Íslenskukennarinn kominn upp í mér Grin

Ég er bara að vinna í húsamiðjunni í flokkafríinu mínu. Ætla reyndar ekki að mæta fyrr en kl. 16 á morgun því ég ætla að nýta daginn til að fara í Menntamálaráðuneytið til að sækja um leyfisbréf eða eitthvað þannig til að fá borgað eftir menntuninni. Núna má menntasnobbið sko alveg koma fram!!  

Í næstu viku fer eg svo aftur upp í Ölver, hlakka mjög til, sakna svo Irenu minnar og Kristbjargar! Sóldís frænka mín kemur í 7.flokk og hún er orðin ótrúlega spennt yfir að koma og hitta Tótu frænku.

Ætla að fara að taka mig til til að sækja Benóný til dagmömmu. Við ætlum eitthvað út að rölta og leika okkur Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Söknum þín líka  það er eitthvað frekar tómlegt hér án þín... ég sit í sætinu þínu! En hafðu það gott í fríinu og við sjáumst í 7. flokk

Kristbjörg (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég skal sko alveg láta þig vita af því, KristbjörgHeiðrún, að ég fæ sætið mitt til baka þegar ég kem aftur uppeftir í 7.flokk

Þjóðarblómið, 12.7.2007 kl. 01:27

3 identicon

Hehe það er engin hætta á öðru.. Karitas tók mitt sæti, við getum ekki látið þitt sæti bara vera autt á meðan þú ert ekki hér! En ég lofa að fara þegar þú kemur aftur

Kristbjörg (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband