sól sól skín á mig

Neistaflug er æði!!!! Frikki sótti mig á Egilsstaði í gær kl. 8 og við fórum í Grillskálann eða eitthvað til að ég gæti étið. Þar hitti ég bekkjarsystur mína frá því í fyrsta bekk í Kennó. Hún og kærastinn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að kíkja á Kárahnjúka. Ég nenni ekki að skoða þá - má velja hvað við gerum á mánudaginn og mig langar ekkert sérstaklega að skoða Kárahnjúka. Við keyrðum  sem leið lá frá Egilsstöðum til Norðfjarðar og ég varð bílveik á leiðinni og alvarlega lofthrædd!! Meika ekki svona fjallavegi! Það er svo langt niður. Við vorum komin hingað um 9 og kl. 10 byrjaði Queen Show! Það var einhver staðarhljómsveit með Jónsa og Felix Bergssyni í fararbroddi. Það var ekkert smá gaman! Jónsi er bara snilld - var með áteiknað yfirvaraskegg til að líkjast Freddie Mercury meira og var bara ofurflottur. En hann jafnast ekkert á við Felix! Maðurinn er alvarlega flottur!!! Við Frikki fórum aðeins heim til hans á milli showsins og ballsins og fengum heimsókn frá fjórum mönnum sem allir voru hver öðrum flottari - og eldri. Sá elsti alveg hrikalega flottur!! Fórum svo á ballið og ég var svo þreytt að ég dansaði ekkert en hafði þeim mun meira gaman af að horfa á hljómsveitina og fólkið. Planið er að dansa meira í kvöld en þá er Skítamórall að spila.

Í morgun vaknaði ég um 10 - sef alltaf illa fyrstu nóttina á nýjum stað. Ég fékk að sofa í rúminu hans Frikka og hann svaf á vindsæng inni í stofu/eldhúsi. Ég fór ekki almennilega fram úr fyrr en rúmlega tólf og þá fór ég í sund. Veðrið í dag var alveg geggjað - sól og blíða. Svitinn gjörsamlega lak af mér á leiðinni í sundlaugina - hef aldrei upplifað það af smá göngu - svo mikill var hitinn. Það voru ekkert voðalega margir í sundi og því nóg pláss í heita pottinum. Það var æðislegt. Sneri meira að segja rassinum í sólina - og fékk far :) Núna er ég ekki lengur eins og homeblest kex :) Ég var í sundi í um 2 tíma og það var svo gott! Við Sólveig fengum skammir fyrir umræðu sem eiginlega átti sér ekki stað í sundlauginn í Húsafelli um  daginn (sjá Neyðarlegt) en í pottinum í dag voru svona sjö 18-19 strákar og voru að ræða mjög opinskátt um kynlíf og margt því tengt. Áhugavert á að hlýða :) Nennti samt ekki að skamma þá fyrir umræðurnar :) 

Hlírabolur og gular hnébuxur voru klæðnaðurinn minn í dag! Eftir sundið var eitthvað um að vera á sviðinu en við fórum og fengum okkur að borða og sáum Skímó í pool. Svo sáum við þá í blautfótbolta. Mjög gaman að horfa á þá í blautum fötum spila fótbolta. Svo er ball með þeim í kvöld og verður örugglega geggjað.

Ég var spurð um skilríki í gær - á 18 ára balli!!!! Hvað er málið???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með að vera lofthrædd á fjallvegum á Austurlandi, þekki ég. Því einu sinni er ég var að aka gamla Norðfjarðarskarðið þurfti ég að snú við á leiðinni niður í svarta þoku vegna þess að farþeginn sem mig minnir að sé skyld þér einhversstaðar langt aftur í ættum, varð svo lofthrædd.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 11:08

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Lenti líka í þessu þegar ég keyrði suður frá Ísafirði.. eða ég keyrði ekki.. en það var samt einhvern veginn öðruvísi. Það var engin þoka þegar við keyrðum Oddsskarðið.. og ég sá of vel niður! Nei nei, þetta var flott en ég er ekki mikill aðdáandi hárra fjalla.. nema bara til að horfa á þau. Fjarskyld mér segiru?

Þjóðarblómið, 6.8.2006 kl. 18:57

3 identicon

Já þú ert Benónýsdóttir og það er hún líka, þið eruð frænkur og tengist saman í 4. eða 5. lið man þó ekki alveg. Pabbi þinn gæti þó sjálfsagt sagt þér það. Ef þú vilt get ég rakið það, því ég á bók frá ættarmóti þar sem þetta kom fram.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 7.8.2006 kl. 17:00

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Þetta er allt í góðu sko :) Var einmitt að ræða þetta við mömmu í símanum um daginn- hver þetta gæti verið. Komumst að því að hún gæti verið eitthvað mikið tengd Binna í Gröf... er það rétt hjá okkur?

Þjóðarblómið, 8.8.2006 kl. 02:13

5 identicon

Alveg rétt þetta er fyrrverandi kona mín, en hún er dóttir Binna í Gröf.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 09:40

6 Smámynd: Þjóðarblómið

Einmitt :)

Þjóðarblómið, 8.8.2006 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband