bænarefni

Þá er djammhelgi ársins mætt á svæðið og ég þar afleiðandi í fríi. Það var voða ljúft að pakka niður í morgun vitandi það að fríið væri alveg heilir 5 dagar! Við erum reyndar að hugsa um að fara uppeftir á þriðjudeginum/kvöldinu til að hafa það kósý áður en unglingaflokkurinn byrjar. Ævintýraflokkurinn var frábær og ég var með æðislegt bænaherbergi - fyrir utan eina. En það var hægt að leiða það hjá sér.

Mér er lífsins ómögulegt án þess að skemma nokkuð! Ég skil þetta ekki!!! Hvernig er þetta hægt???  Ég þvoði eina vél í gær uppfrá og óvart fór varasalvi með :-/ sem þýðir fitublettir í fötum og leiðindi! Svo ætlaði ég að athuga hvort blettirnir næðust úr þegar ég kom heim í dag, en alveg óvart fór gult pils með og litaði. Pilsið er orðið grænt og sömuleiðis eitt handklæði og fleiri föt! Hversu seinheppinn er hægt að vera? 

Nú er ég búin að pakka fyrir ferðina mína austur og er alveg að fara að leggja af stað út á flugvöll!! Eins gott að það sé gott veður þarna - tók ekkert af utanyfirfötunum mínum með úr Ölveri.

Mig langar að biðja ykkur fyrir bænarefni. Þannig er mál með vexti að vinur vinkonu minnar greindist með krabbamein í byrjun júní og var lagður inn á spítala í morgun. Viljið þið biðja fyrir honum og fjölskyldu hans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Besta veðrið er alltaf fyrir Austan. Alveg merkilegt hvað liðið þar er heppið alltaf hreint :/

Have fun!

Bjarni (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband