Neyðarlegt

Við fórum í óvissuferð í dag með stelpurnar. Ævintýraflokkar eru æðislegir - allt svo afslappað og fjölbreytt. Við fórum að skoða Hraunfossa og Barnafoss, hellinn Víðgelmi, þar sem við borðuðum nestið okkar og svo fórum við í sund í Húsafelli. Við sátum þarna umkringdar útlendingum, við foringjarnir og svo stelpurnar. Loftdýnan sem er fyrir utan sundlaugina hafði meira aðdráttarafl en sjálf laugin þannig að flestar voru farnar upp úr áður en við rákum þær upp úr. Þar sem það eru aðeins 5 sturtur í sturtuklefanum sendum við restina af börnunum á undan okkur og þar með vorum við Sólveig síðastar upp úr pottinum.

Þar sem öll börnin voru farin fórum við að ræða mikilvæg málefni - sumt bara í venjulegri tónhæð en annað í hálfum hljóðum. Við héldum að við værum umkringdar útlendingum - höfðum heyrt í fólkinu í kringum okkur tala dönsku og þýsku. Við vorum bara þarna að ræða merkileg málefni og allt í einu er gripið fram í okkur: "Svona á ekki að vera að ræða í sundi, stelpur!!" Við vorum svo vissar um að við værum einu íslenskumælandi fólkið í pottinum að við pældum bara ekkert í því.  En ég get þrátt fyrir það fullvissað ykkur um það að ekkert krassandi var í raun og veru sagt upphátt. Það sem var svo merkilegt var hvíslaði í eyra Sólveigar og ekki nokkur leið að maðurinn hafi heyrt í mér!! Handahreyfingarnar gætu hins vegar hafa komið upp um okkur og svo heyrði hann glefsur af samtalinu - sagðist samt ekki hafa verið að hlusta! Vi' sögðum við hann að við hefðum verið svo vissar um að við værum einu íslenskumælandi fólkið þarna og að við hefðum heyrt hann tala dönsku - og þá var það alveg rétt hjá okkur - hann var að tala við danska ættingja. Nokkuð myndarlegur maður - þrátt fyrir afskiptasemina ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahah!

Um hvað voruð þið að tala? :D

Bjarni (IP-tala skráð) 1.8.2006 kl. 20:17

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Það verður ekki gefið upp hér :)

Þjóðarblómið, 1.8.2006 kl. 20:48

3 identicon

þóra????

við erum forvitin

asta (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 19:05

4 identicon

Ha,he.he Annars var ég bara að kvitta.

Emil Páll - blog.central.is/molar-epj (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 08:46

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Þið megið vera forvitin :) Ætla ekki að útskýra þetta betur á veraldarvefnum :)

Þjóðarblómið, 3.8.2006 kl. 15:52

6 identicon

haha... úff já! þetta var fyndið!

Sólveig (IP-tala skráð) 4.8.2006 kl. 02:27

7 identicon

HAHAHA ! :)

iðunnása (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 00:49

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Geggjað alveg :) gaman að vera overheard :)

Þjóðarblómið, 5.8.2006 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband