Where the sun doesn't shine

Annar flokkur er farinn heim og þriðji flokkur mættur á svæðið. Matsalurinn virðist minnka með hverjum flokknum því stelpurnar verða sífellt stærri. Margar þeirra eru stærri en ég en það er svo sem ekkert óvanalegt. Ég er foringi í þessum flokki eftir tvær velheppnaðar vikur sem forstöðukona. Mér finnst þær hafa tekist vel og hef fengið mikið hrós fyrir. Einhverjir hafa áhyggjur að ég muni láta illa að stjórn eftir að hafa verið við stjórnvölinn alveg síðan við byrjuðum starfið en ég held þetta muni takast vel. Stend mig allavega vel í að taka þau frí sem mér eru ætluð Grin 

Ég skrapp í Bongó í dag (Borgarnes fyrir þá sem ekki þekkja til) og eyddi alveg hellings pening eða alveg 11 þúsund. Ég keypti kók fyrir næstum því helminginn af þessari upphæð, eða svona næstum því. Ég keypti allavega mikið kók sem ætti að duga út tvær vikur eða þangað til ég fer í bæinn í frí. Ég keypti líka linsur og og fleira skemmtilegt dót í apótekinu. Ég elska apótek, þau eru æðisleg og það er svo gaman að skoða í þeim.

Á miðvikudaginn ætla ég að fara í fyrsta skipti til læknis á Akranesi. Ég held meira að segja að ég hafi í fyrsta sinn í morgun pantað tíma sjálf hjá lækni. Mamma mín gerir það alltaf því hún vinnur á spítalanum í Keflavík og hæg eru heimatökin. Læknar eru skemmtileg fyrirbæri. Sá sem ég fór síðast til vildi bara gefa mér stíla þegar ég fengi mígrenikast og núna er eiginlega komið að því að ég ætti að prófa það, er nefnilega með mígreni. Ég hef samt alveg afskaplega litla löngun til að troða einhverjum töflum þangað sem sólin skín ekki þannig að á meðan ég er ekki deyja úr verk þá ætla ég ekki að gera það.

Ég ætla að lesa aðeins yfir hugleiðinguna sem ég á að flytja í kvöld, hef nefnilega ekkert lesið hugleiðingaefnið yfir, bara biblíulestrana.

Vildi samt deila með ykkur að uppáhalds prinsinn minn varð tveggja ára í gær. Benóny er orðinn tveggja ára og ég missti af því sem og fæðingunni hans og eins árs afmælinu Frown En ég og bænastelpurnar mínar sungum afmælissönginn fyrir hann en efa samt um að það hafi heyrst til hans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Rós Steinsdóttir

Ég er fullviss um að þú eigir eftir að láta vel af stjórn.....þú ert svo dugleg og klár í öllu sem þú gerir beibí!! :)

Annars skal ég sko segja þér það að ég hringdi og pantaði tíma hjá lækni í morgun, og hvað helduru......ég fékk tíma 15 ÁGÚST!.......Ég þoli ekki svona rugl!!!!! En ég mæli samt ekki með að þú troðir töflum í óæðri endann......það hlýtur að vera til betri lausn :s

En ég hlakka annars ýkt til að fá þig í bæinn og leika við þig trilljón, milljón, billjón :)

Tinna Rós Steinsdóttir, 25.6.2007 kl. 13:53

2 identicon

Hæhæ

Til hamingju með litla sæta frænda.

Vá hvað ég er sammála þér með apótekin, það er endalaust hægt að skoða þar. Ég hef mikið þurft að heimsækja apótekin undanfarið og leiðist það ekki, það er sko hellingur sem ég á eftir að skoða.

Annars ætlaði ég bara að kvitta. Kv Linda landsbyggðarlúði

Linda (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:50

3 identicon

Ég verð eiginlega að vera algerlega ósammála með apótek. Að bíða þar eftir að lyfseðill sé afgreiddur er með því leiðinlegra sem ég geri. Það er nákvæmlega EKKERT spennandi að skoða, nema kannski Séð & heyrt.

Aftur á móti er alveg hægt að missa sig í bókabúðum :)

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 12:56

4 identicon

vá takk fyrir þetta.

Við erum farin að sakna þín!! ætlum í útilegu um helgina og held ég að laugarvatn verði fyrir valinu;) gamla tjaldið hjá mömmu og pabba og allar þeirra útilegu græjur og bolti og náttúra..mmmmmm

love it!! ef að við hefðum farið í hina áttina þá hefðum við kíkt í heimsókn. Svo máttu bara bjóða mér og Ben fromlega í dagsferð til þín ef að það er í boði

Hafðu það gott systir, ég var að reyna að tala við þig á msn í gær en fékk ekkert svar

ásta ben (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 15:33

5 Smámynd: Þjóðarblómið

Útilegur eru æðislegar. Vá hvað það er langt síðan ég hef farið í almennilega útilegu með öllu tilheyrandi. Þið eruð alltaf velkomin hingað í dagsheimsókn. Hér er nóg af barnapíum sem þætti bara gaman að fá lítinn gaur í heimsókn og þú að sjá hvernig starfið er hérna

Þjóðarblómið, 29.6.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband