brúðkaupið

Brúðkaupið í gær var ekkert smá fallegt!! Augun full af tárum á meðan á athöfninni stóð og gott ef ekki lengur!! Hlín var ekkert smá sæt og Þorgeir alveg ótrúlega myndarlegur. Veislan var mjög fín, góður matur og skemmtilegt fólk - allavega á borðinu okkar. Veislustjórinn var fyndinn - feitabollubrandarar hjá frekar grönnum manni eru samt ekki að gera sig! Við vorum lengi eftir að veislunni lauk formlega en þá var Gleðisveit Guðlaugar að spila. Það var ágætt og var mér boðið í einn dans af áðurnefndum veislustjóra. Við Sólveig vorum eiginlega síðastar út úr veislunni - ásamt fjölskyldum brúðhjónanna. 

Við fengum að fara í gærmorgun rétt um 10-leytið. Við fórum báðar í Kringluna og skoðuðum okkur um. Rúmir tveir tímar fóru í allt sem ég þurfti að gera fyrir brúðkaupið eftir að heim kom: háreyðing, sturta, plokka augabrúnirnar smá, pota í mig augunum, mála mig og klæða. Fór svo til Fiffa og komst að því að ég kann ekki að strauja pils þannig að hann gerði það fyrir mig! Takk Fiffi :* Mætti í kirkjuna á undan brúðinni og þaðan í veisluna.

Fríinu okkar lýkur held ég í kringum kvöldmatinn - án þess þó að ég sé alveg viss. Fer uppeftir bara þegar það hentar. Man ekki einu sinni á hvaða plani ég er, jú, held að ég sé á plani þrjú. Ég ætla að hitta Frikka á eftir og borða með honum. Við vorum eitthvað að spá í að fara í sund en ég veit ekki hvort við nennum því... Á heldur ekki hrein handklæði.. er að fara að vinna í því samt núna. Nærfötin mín voru í þvotti og ég held að þau séu búin..

Hafið það gott - þangað til næst :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Þórunn

fannst ömó að það væri ekki komið neitt komment og færslan búin að vera til í rúman sólahring :O

eigi veit ég það svo gjörla hvað ég á að kommenta um.

sumarið mitt breyttist all svakalega svo ég á ekki von á að komast uppí Ölver í heimsókn nema bara í unglingaflokknum. en það er bara fínt, meiri tilhlökkun :) ég ætla að vera á kvöldvöku og fá óskalag, Stron tower og hlæja svo allt lagið útaf hreyfingunum þínum ;) ha ha :p

heyrumst.

Guðbjörg Þórunn, 31.7.2006 kl. 14:47

2 identicon

já já það er ekkert verið að segja frá því að þú hafir fengið smá heimsókn :-)

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 15:15

3 identicon

sammála Jóhönnu!! það er ekkert verið að segja að þú hafir fengið smá heimsókn!?!
en það er nú samt gaman að vita að nærfötin þín hafi verið í þvotti;)

ásta (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 16:15

4 identicon

Já þetta var svo sannarlega glæsilegt brúðkaup ;o) mont mont.
PS I'm not a bride anymore, now I'm just someone's wife!

Hlínza (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 21:38

5 Smámynd: Þjóðarblómið

And I am the lucky husband!!! :)

Þjóðarblómið, 31.7.2006 kl. 21:52

6 Smámynd: Þjóðarblómið

And I am the lucky husband!!! :)

Þjóðarblómið, 31.7.2006 kl. 21:52

7 identicon

Ég held að allir hafi náð þessu í fyrsta ;-)

Bjarni (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 22:46

8 Smámynd: Þjóðarblómið

Náð hverju Bjarni? ;)

Þjóðarblómið, 31.7.2006 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband