26.7.2006 | 17:06
ónýtur dagur
Viðburðarríkur dagur að baki. Æ ég segi það nú kannski ekki en samt.. gerðist allavega eitthvað smá. Ég skrapp í Borgarnes í annað sinn á þremur dögum og keypti það sem mig vantar fyrir helgina. Hef svo lítinn tíma frá því ég losna heðan og þangað til brúðkaupið byrjar. Tíminn sem ég hef heima fer í háreyðingu, sturtu, fegrunaraðgerðir og kannski að strauja pilsið mitt.. Fer eftir því hvort straujárnseigandinn muni eftir því að hann var búinn að leyfa mér að nota straujárnið sitt - kemur i ljós.. annars mæti ég bara í krumpuðu pilsi :) Hverjum er ekki sama :)
Ég fór sem sagt í Borgarnes til að kaupa:
- skartgripi þar sem ég á eiginlega ekkert í stíl og fann svoleiðis í Kristý.
- maskara þar sem minn er ónýtur
- gloss af því að mig langaði í nýtt
- yfirborðsnaglaþjöl - af því að neglurnar mínar eru ógeð
- og síðast en ekki síst kók því ég er alveg að verða búin með lagerinn.. þarf það nú ekkert sérstaklega fyrir laugardaginn neitt en better be safe than sorry :)
Ég elska þessa uppfinningu sem þráðlaust net er. Ef ég hefði ekki netið til að hanga á þá myndi ég eyða öllum fríum í að sofa sem er ekki vinsælt því þá sef ég illa í nóttinni. Ef ég les þá sofna ég oftast og ég sofna alltaf yfir sjónvarpinu. Tölvan mín er sem sagt eini bjargvætturinn minn frá svefninum ógurlega :)
Ég er samt orðin ofurþreytt og verð sennilega hundleiðinlegur gestur hjá Frikka þarnæstu helgi. En það verður bara að hafa það.
ALMÁTTUGUR MINN!! éG ER EKKI BÚIN AÐ FARA Í STURTU Í DAG!!! Ji minn einasti eini!!! Trúi þessu ekki! Steingleymdi því :-/ Nú er dagurinn ónýtur!! kemst ekki núna.. börnin eru í heita pottinum/sturtu :-/ Drasl í bala!!
Meginflokkur: Ölver | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Titillinn lofaði allt öðru en því sem kom svo í ljós seinna :)
En hvað meinaru með háreyðingu? Ætlaru að snoða þig? :D
Bjarni (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 18:25
Háreyðing er þegar öll óæskileg hár eru fjarlægð af líkamanum.. one way or another.. :)
Þjóðarblómið, 26.7.2006 kl. 18:31
Æji vá, hvernig gat ég ekki fattað þetta. Bjarni sjálfur...
var meðal annars að raka mig áðan :P
Bjarni (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 19:12
ha! Mér fannst þessi uppgötvun þín í endann best. ... I was very amused ...
Dagný Guðmundsdóttir, 27.7.2006 kl. 10:01
Gott að geta skemmt ykkur!! Það var samt ekki markmiðið!!!
Þjóðarblómið, 27.7.2006 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.