10.6.2007 | 11:44
Hausdrusla
Ég hef verið ótrúlega asnaleg í hausnum undanfarna daga. Þangað til á föstudaginn var ég ekki búin að fá mígreni í þrjár vikur held ég og núna er ég búin að vera með mígreniverk síðan á föstudag. Samt ekki allan daginn. Verkurinn kom fyrst á föstudaginn í kringum rútustressið og svo bara fór hann. Hann kom svo aftur um nóttina og ég svaf mjög illa útaf honum en svo bara fór hann þegar leið á og núna kom hann aftur í morgun. Oh þetta er svo asnalegt.
Í gær fór ég í fjallgöngu og ég fór upp á fjallið takk fyrir kærlega. Finnst ég ýkt dugleg. Þetta tók á en var rosalega gaman. Stelpunum finnst líka æðislegt þegar við nennum að klifra með þeim upp. Myndir má sjá á síðu KFUM og K og þar má líka lesa fréttir sem ég reyni að birta á hverjum degi.
Sex and the City er nýjasta æðið hérna og við liggjum yfir þessu þegar við eigum pásur. Þessir þættir eru alger snilld og ég er einmitt að hlusta á einn núna. Er að skrifa í forstöðukonubókina á meðan stelpurnar eru í brennó og borða hádegismat. Í dag verður svo gönguferð, örugglega að Stóra steini. Ég býst við að fara með því foringjarnir mínir rata ekki neitt. En það er bara gaman. Smá hreyfing hefur aldrei drepið neinn.
Finnst fyndnast í heimi að í flokknum eru tvö gömul leikskólabörn af Heiðarseli. Fannst ég allt í einu verða orðin alveg hrikalega gömul. Fattaði svo að þau eru bara þónokkur börn af leikskólanum sem gætu verið sumarbúðabörnin mín. Oh man.
Um bloggið
Þjóðarblómið!
Fólk
Útlandafólk
Landsbyggðarlúðar
- Emil Páll
- Arnar Frímanns.
- Rakel
- Hlynur frændi og tattoostofan
- Kropparnir
- Árni Árnason
- Linda Kristín
- Jelly Belly
- Þóra Kristín
- Bjarni
- Friðrik Jensen
-
Guðbjörg Þórunn
Fólk í Höfuðborginni
- Jón Ómar
- Þorgeir
- Stefán Bogi
- Davíð Örn
- Jón og Marisa
- Ólöf Inger
- Sólrún Ásta
- Heiðdís
-
Sigga
Sigga til hægri, Guðrún til vinstri - Guðrún Þóra
- Jóhanna Kristín
- Iðunn Ása
- María María
- Svava Ölversgella
- Þorkell Gunnar
- Hlín
- Sólveig
-
Tinna Rós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með útskriftina
Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 11:21
Sæl
Til hamingju með að vera búin að útskrifast, ég sá þig trítla yfir sviðið í gær voða sæta og fína.
Kveðja frá Kefló Brynja.
Brynja (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 00:59
Takk bæði tvö Brynja, varstu á útskriftinni?
Þjóðarblómið, 18.6.2007 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.