Neistaflug

_d6lver_20_b406_207_flokkur_20012.jpg

7. flokkur farinn og sá áttundi mættur á svæðið. Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð fegin að sjá á eftir þeim í morgun. Það er ekki að spyrja að því - sólin eltir prestsfrúna í Keflavík hvert sem hún fer. Daginn sem hún átti að koma uppeftir kom sólin og var hjá okkur alla vikuna. Og sólin fylgdi henni eiginlega í burtu líka. Það var ekki nógu bjart/mikil sól fyrir sólbað í dag. Myndin er tekin í gönguferð að Stóra steini í byrjun síðasta flokks og hún er af mér, Sólveigu og Örnu.

Stelpurnar sem komu í dag eru hrikalega litlar, þær yngstu 5 ára að verða 6 og þær elstu að verða 9 ára. En þetta er bara fjögurra daga flokkur þannig að það er allt í lagi. Er nú þegar búin að hitta eina með heimþrá en það fór þegar ég byrjaði að tala um eyrnalokkana hennar. 

Dagurinn í dag hefur samt ekki verið neitt voðalega góður. Ég var á næturvakt í nótt og síðasta barnið sofnaði rétt um 2 og af því að í dag var skiptidagur þá þurfti ég að vakna kl. 8 eins og hinir. Finnst ekkert að því þannig lagað og auðvitað tek ég þátt í þrifunum en ég vaknaði með dúndrandi mígreni í morgun og er búin að vera að deyja í allan dag. Ég lagði mig eftir að stelpurnar voru farnar en það hjálpaði ekkert til og þurfti að fara í Borgarnes til að kaupa mér eyrnalokka - ég er nefnilega búin að týna öðrum helmingnum úr báðum pörunum sem ég er með hérna.  Sólveig fór með mér og við stoppuðum svo á Mótel Venus til að borða. En þvílík vonbrigði - það voru bara pizzur í boði í dag, ekki fiskurinn þannig að við pöntuðum hvítlauksbrauð sem var ekki hvítlauksbrauð heldur eitthvað annað :-/ Það var ekki einu sinni hvítlauksbragð af þessu!!

Verslunarmannahelgin mín er ákveðin! Ég pantaði mér flug austur og fer á Neistaflug á Neskaupstað. Ég verð hjá Frikka yfir helgina :) Hann er búinn að lofa mér mikilli skemmtun og gleði :) Eins gott hann standi við það :) Ég verð hjá honum frá föstudeginum og fram að mánudagskvöldi minnir mig. Svo hef ég einn og hálfan dag í bænum áður en ég kem aftur hingað uppeftir í síðasta flokkinn.  Þetta fer nú samt alveg að verða búið :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst mjög gaman á Neistaflugi þegar ég var í fyrra. Er örugglega búin segja þér það oftar en þúsund sinnum ;)

Haltu áfram að skemmta þér og sérstaklega um Verslunarmannahelgina.

...ég hef ekki ennþá ákveðið hvað ég ætla að gera

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þjóðarblómið!

Höfundur

Þjóðarblómið
Þjóðarblómið
Ég er 28 ára kennari í tilvistarkreppu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1443
  • IMG_1439
  • IMG_1437
  • IMG_1433

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband